Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 54
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aöalfundurinn fagnaöi starfsemi Háskólans á Akureyri sem nú hefur starfaö í réttan Sigfríöur Porsteinsdóttir, nýr formaöur áratug. Myndin sýnir Sólborgarsvæöiö sem veröur framtíöaraösetur skólans. Eyþings. Ljósmynd Páll A. Pálsson. fái tækifæri til að þroskast í sam- starfi og eðlilegri samkeppni. Aðalfundur Eyþings telur að með stofnun Háskólans á Akureyri hafi verið stigið stórt skref til eflingar landsbyggðar. Aðalfundurinn bendir á að frekari efling skólans sé nauð- synlegur þáttur til styrktar menntun og atvinnulífi á landsbyggðinni. Aðalfundur Eyþings ámar skólan- um allra heilla á 10 ára afmæli hans á þessu ári. Þróuii byggðar á Islandi Aðalfundurinn samþykkti loks til- lögu þar sem lögð var sérstök áhersla á að stjórnvöld noti niður- stöður rannsókna Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands á ástæð- um búferlaflutninga til stefnumörk- unar í byggðamálum og að stjórn- völd standi við og fylgi eftir stefnu- mótandi byggðaáætlun þegar hún liggur fyrir. Lagabreytingar Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, gerði grein fyrir tillögu að lagabreytingum sem hann vann ásamt Guðnýju Sverrisdóttur, sveit- arstjóra Grýtubakkahrepps, og Reinhard Reynissyni, sveitarstjóra Þórshafnarhrepps. Þessar breytingar vom samþykktar en þær varða eink- um tímalengd stjómarsetu og tíma- setningu aðalfunda. I tengslum við lagabreytingarnar fór fram mikil umræða um hlutverk Eyþings, sér- staklega um þátttöku í rekstri á verkefnum sveitarfélaganna. Umhverfismál í sveitar• félögum Þrír fyrirlesarar fjölluðu um um- hverfismál seinni fundardaginn í afar athyglisverðum erindum: Skógrœkt sem þáttur í byggðar- þróun Dr. Þröstur Eysteinsson, fagmála- stjóri Skógræktar ríkisins, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um skógrækt og landgræðslu og þátt hennar í landgræðslu- og umhverf- ismálum. Hann rakti sögu skógrækt- ar á Islandi, tilgang, hugmyndafræði og framtíðarhorfur. Umhverfismál á svœði heiina- manna Sveinbjöm Steingrímsson, bæjar- tæknifræðingur á Dalvík, gerði grein fyrir þeim málaflokkum innan sveitarfélagsins sem falla undir um- hverfismál. Hann benti á þau um- skipti sem urðu þegar farið var að leggja bundið slitlag á götur. Einnig benti hann á þau jákvæðu umhverf- isáhrif sem hitaveita Dalvíkur hefur. Þá lýsti hann þróun undanfarinna ára í hinum ýmsu málaflokkum um- hverfismála, t.d. friðlandi Svarfdæla og Fólkvanginum í Böggvisstaða- fjalli. sorphirðu og sorpförgun, nýt- ingu ræktarlanda og ekki síst frá- veitumálum sem eru næsta stóra verkið í framkvæmdum sveitarfé- lagsins. Landgrœðsla, landnýting og ásýnd lands Guðrún Lára Pálmadóttir, héraðs- fulltrúi Landgræðslunnar á Norð- austurlandi, rakti uppbyggingu og skipulag Landgræðslu ríkisins og lýsti þeim markmiðum og leiðum sem helstar eru. Þá lýsti hún starf- semi héraðsmiðstöðvar Landgræðsl- unnar á Norðurlandi eystra sem er á Húsavík. Hún lýsti í stórum dráttum ástandi landsins hvað varðar land- rof, rannsóknaraðferðum og aðferð- um við mat á ástandi landsins. Hátíöarkvöldveróur Að kvöldi fyrri fundardagsins var að venju haldinn hátíðarkvöldverður þar sem heimamenn skipulögðu dagskrá. Ekki brugðust þeir vænt- 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.