Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 24
RAÐSTEFNUR Guörún Jónsdóttir: Hreinleiki landsins og náttúru er þaö verðmætasta sem ísland getur boöiö feröamönnum. að sveitarstjómarmenn gætu gert til að bæta umhverfi og aðstöðu fólks til að fólk vildi setjast að á viðkom- andi stað. Guðrún Jónsdóttir sagði frá starfi sínu að markaðsmálum í ferðaþjón- ustu í Borgarfirði. Hún sagði m.a. mikilvægt að einstök svæði reyndu að sérhæfa sig og byggja upp trú- verðuga ímynd. Þannig eru Borgar- fjörður og Mýrar að leggja áherslu á sögu og menningu í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð- inu. Hún sagði mikilvægt að þeir sem leggja stund á ferðaþjónustu, byggi á ákveðnu þema, líkt og gert er á því svæði sem hún starfar á, og haldi trúverðugleika sínum. Þetta at- riði sé ekki síst mikilvægt þegar gert er út á hreinleika landsins og náttúru sem er sennilega eitt það verð- mætasta sem ísland getur boðið ferðamönnum. Úrslitaatriöi í samkeppn- isstööu íslands um fólkiö Undir þessum lið héldu erindi Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri (HA), Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, og Sigurður Tómas Björgvinsson, deildarstjóri hjá Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. Þorsteinn Gunn- arsson sagði frá þróun Háskólans á Akureyri sem á 10 ára ferli sínum hef- ur lagt mikla áherslu á að þjóna og starfa með at- vinnulífinu, ekki síst á landsbyggð- inni. Mikill meiri- hluti þeirra nema sem þaðan útskrif- ast starfar á lands- byggðinni. Hann gerði að umræðu- efni uppbyggingu framhaldsskólanna sem hann taldi að legðu um of áherslu á bóklegt nám á kostnað verknáms. Þá ræddi hann um möguleika á fjarkennslu og reynslu Verkmenntaskólans á Akur- eyri á því sviði, svo og samvinnu HA og HÍ. Hann lagði mikla áherslu á að nota möguleikana í fjarskipta- og tölvutækni til að færa háskóla- nám nær þeim svæðum sem fjærst liggja núverandi háskólastofnunum en það eru Vestfirð- ir og Austfirðir. Hann lýsti Háskól- ann á Akureyri reiðubúinn til að koma að skipulagn- ingu þess starfs í samvinnu við heimamenn og stjómvöld. Inga Jóna Þórðar- dóttir fjallaði um hlutverk höfuðborg- arsvæðisins í byggðarþróuninni. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess fyrir þjóðina að hafa sterka höfuðborg, þar væri m.a. aðal- snertiflöturinn við útlönd. Sagði hún að til höfuðborgar- svæðisins sækti fólk einfaldlega af því að það vilji búa þar og vilji fólksins hafi í stórum dráttum ráðið þróuninni. Hún spáði því að eftir 20 ár verði íbúafjöldi höfuðborgar- svæðisins, sem þá nái til Borgar- ness, Selfoss og Keflavíkur, 230-240 þúsund manns eða um 75% af heildaríbúafjölda landsins sem er áætlað að verði þá 306 þús- und. Mikið atvinnuleysi í Reykjavík er orðið viðvarandi og taldi hún að íbúasamsetning Reykjavíkur væri að verða óhagstæð miðað við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þannig væm t.d. tekjur í Reykjavík lægri en í þessum sveitarfélögum og álagið á félagsþjónustu meira. Ekki ætti hið opinbera að styrkja atvinnu- líf á landsbyggðinni umfram það sem gert verði með almennum að- gerðum, t.d. vegna einstakra at- vinnugreina. Hún sagði áhrifamestu byggðastefnuna felast í því að minnka afskipti ríkisins af atvinnu- lífinu. Sigurður Tómas Björgvinsson fjallaði um það hvemig við héldum í hæfasta fólkið. Bæði ræddi hann það út frá einstökum stöðum og svæðum innanlands og svo hvemig Islendingar sem þjóð geta haldið í Inga Jóna Þórðardóttir: Mikilvægt er fyrir þjóöina aö eiga sterka höfuöborg - tii mótvægis viö útlönd. 2 1 4

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.