Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 45
MÁLEFNI FATLAÐRA
við dvalarstað þar sem fötluðum er
gefinn kostur á að búa tímabundið
og voru geðfatlaðir einkum hafðir í
huga þegar ákvæði af þessu tagi var
lögfest. Á áfangastöðum fer fram
félagsleg hæfing og íbúar fá stuðn-
ing og ráðgjöf með það að mark-
miði að þeir geti flutt í varanlegri
búsetu og lifað sjálfstæðu lífi.
Heimili fyrir börrt
Börn á aldrinum 0-16 ára sem
vegna fötlunar sinnar geta ekki búið
í foreldrahúsum skulu eiga kost á
búsetu á sérstökum heimilum.
Skilyrði fyrir vistun á slíkum
heimilum er að hún sé að ósk að-
standenda og að leitað hafi verið
allra leiða til að veita fjölskyldunni
stuðning og ráðgjöf til að annast
barnið, t.d. með aðstoð stuðnings-
fjölskyldna, skammtímavistun, lið-
veislu eða annarri þjónustu.
Nokkrum slíkum heimilum hefur
verið komið á fót á undanförnum
árum fyrir fjölfötluð og einhverf
böm þar sem þeim er veitt þjálfun
og umönnun miðað við þarfir
þeirra. Slfk heimili eru til staðar í
Reykjavík, Selfossi og í Hafnarfirði.
Stofnkostnaður er greiddur úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra og reksturinn
greiðist úr ríkissjóði.
Ákvöröun um búsetu
Umsóknir um búsetu varðandi
þau búsetuúrræði sem að framan
hefur verið fjallað um að undan-
skildum leiguíbúðum skulu sendar
til viðkomandi svæðisskrifstofu sem
sér um að meta hver þörf hins fatl-
aða er áður en ákvörðun er tekin.
Ef búsetuúrræði er á vegum ann-
arra aðila en svæðisskrifstofu, þ.e.
sveitarfélags, félagasamtaka eða
sjálfseignarstofnunar, skal leita
samþykkis þess aðila áður en
ákvörðun um vistun er tekin í sam-
ráði við hinn fatlaða og væntanlegt
sambýlisfólk hans.
Ef ágreiningur verður um af-
greiðslu umsóknar um vistun er
hægt að fara með málið til svæðis-
ráðs fatlaðra, en svæðisráð eru starf-
andi á öllum átta þjónustusvæðum
landsins.
Þess skal að lokum getið að
svæðisskrifstofan á Norðurlandi
eystra var lögð niður um sl. áramót
þegar þjónusta við fatlaða fluttist frá
ríkinu til sveitarfélaga á svæðinu.
Ákvörðun um búsetu er þar alfarið á
vegum sveitarfélaga. Önnur sveitar-
félög sem hafa tekið við þjónustu
við fatlaða af ríkinu eru Vestmanna-
eyjabær og Homafjarðarbær.
235