Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 8
AFMÆLI Kór frá Runavik, vinabæ Egils- staöa í Færeyjum, söng á há- tiðarsamkomunni. elliheimilið, Minjasafn Austurlands og nú síðast var stofnuð ein bamaverndarnefnd fyrir allt svæðið. Þá er hafin gerð svæðisskipulags í samvinnu við Skipulag rík- isins. Þá hafa þessi sveitarfélög ásamt Seyðisfjarðar- kaupstað hafið samstarf við Byggðastofnun um svæðis- bundna byggðaáætlun. Sveitarfélög á Fljótsdalshéraði reka svo sameiginlegar brunavarnir. I samstarfi við sveitarfélög á Héraðssvæði, Reyðarfirði, Eskifirði, Nes- kaupstað og Mjóafirði er rekið heilbrigðiseftirlit með aðsetur á Reyðarfirði. Að Skólakrifstofu Austurlands og Héraðsskjalasafni Austfirðinga standa öll sveitarfélög í Múlasýslum. Egilsstaðabær og Fellahreppur hafa átt gott samstarf um ýmis sameiginleg mál, s.s. rekstur hita- veitu, íþróttamiðstöðvar og nú síðast rekstur skíðasvæða í Fjarðarheiði ásamt Seyðfirðingum. Sorpsamlag Mið- héraðs er í eigu Egilsstaðabæjar, Fellahrepps og Valla- hrepps. Um þessar mundir stendur fyrir dyrum fjölgun sveitarfélaga í samlaginu. Hinn 6. september verða greidd atkvæði um samein- ingu Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps. Samstarfsnefnd um sameiningu þessara sveitarfélaga hefur verið að störfum í eitt og hálft ár og hefur verið góð samstaða innan nefndarinnar. íþróttir Öflugt íþróttastarf er ein forsenda þess að fólk vilji setjast að í sveitarfélaginu. Iþróttafélag bæjarins hefur um langt árabil haldið uppi miklu og góðu starfi. Félag- ið hefur lagt áherslu á að hafa fjölbreytta starfsemi fyrir yngri kynslóðina og sl. haust hóf íþróttaskóli í samstarfi við ungmennafélagið Huginn í Fellahreppi starfsemi sína og hefur hann gefið góða raun. íþróttaaðstaðan er góð. Hér er íþróttahús sem nú er verið að stækka, ný sundlaug sem sagt var frá í 3. tbl. Sveitarstjómarmála í ár, knattspyrnuvöllur með frjálsíþróttaaðstöðu, æfinga- vellir og skíðalyfta í Fjarðarheiði. Árið 2001 verður landsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum. Skrifaö undir samning um kaup bæjarins á landinu 28. júni, Helgi Halldórsson bæjarstjóri, til vinstri, og Guömundur Bjarna- son landbúnaöarráöherra. 1 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.