Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Tekjustofnar sveitarfélaga Hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga fer stöðugt vaxandi og til þeirra eru gerðar miklar kröfur, bæði af löggjafarvaldinu og íbúum sveitarfélag- anna, um betri og aukna þjónustu þeirra á nær öll- um sviðum. Við lifum í samfélagi sem tekur hröðum breytingum ár ffá ári í stjórnun efnahags- og atvinnumála og vinnubrögð sem giltu í gær geta verið úrelt í dag. Við þessar kringumstæður verður stjómun ffamkvæmda og reksturs sveitar- félaga vandasamari en áður og kröfúr um trausta fjármálastjórn, forgangsröðun verkefna og nýjar stjórnunaraðferðir í fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélaga stöðugt meira til umfjöllunar. Til þess að sveitarfélögin geti með bærilegum hætti gegnt hlutverki sínu og rækt skyldur sínar, og þá ekki síst í samræmi við ákvarðanir löggjaf- ar- og framkvæmdavaldsins, er ekki einungis nægjanlegt að fyrrgreindra þátta sé gætt í rekstri þeirra heldur verða þau að hafa réttláta og eðli- lega tekjustofha. Umræðan um tekjustofna og fjármál sveitarfé- laga hefúr oft verið á afar neikvæðum nótum og byggð á mikilli vanþekkingu. Slík umræða er mikil einföldun á þeim staðreyndum sem við blasa í Qármálum sveitarfélaga. Það fer á hinn bóginn minna fyrir því hjá mörgum, sem um þessi mál fjalla, hvort ástæðan fyrir aukinni skuldasöfnun ýmissa sveitarfélaga er sú að tekju- stofnar þeirra séu ekki í samræmi við þau verk- efni, sem lögð hafa verið á herðar sveitarfélag- anna. Það jákvæða við alla þessa umræðu, þar sem ákveðnar staðreyndir um fjármál og tekjustofna sveitarfélaga hafa verið lagðar á borðið sem sýna ótvírætt að þau þurfa meiri tekjur, er þó það að skilningur alþingismanna og margra annarra á nauðsyn þess að leiðrétta og efla tekjustofna sveit- arfélaga hefur aukist. Góð samvinna og gagn- kvæmt traust milli ríkis og sveitarfélaga um þessi mál og önnur er nauðsynleg forsenda þess að betri árangur náist í efnahagsstjórnun opinberra aðila og aðhalds sé gætt í ffamkvæmdum og rekstri. Hlutdeild sveitarfélaga í opinberum umsvifúm eykst sífellt og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla samfelldar rannsóknir á hag og hlut- verki sveitarfélaganna, tekjum og gjöldum þeirra og á þætti sveitarfélaganna í búskap hins opin- bera. Ef til vill er ástæðan fyrir tómlæti okkar í þessu efni sú að við teljum okkur ekki þurfa á þessu að halda, með vísan til greiðra boðskipta og tiltölulega einfalds og skilvirks stjórnkerfis. Reynslan á Norðurlöndunum er á þann veg að þeim mun meira virðist fjasað og grúskað eftir því sem stjórnsýslu- og skattaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga reynast flóknari og þyngri í vöfúm. Nú er að störfúm nefhd skipuð fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, sem á undanfornum mánuðum hefur unnið að heildarendurskoðun á tekjustofh- um sveitarfélaga með það að markmiði að þeir verði í samræmi við lögbundin verkefni þeirra. Gagnaöflun nefndarinnar er senn að ljúka og stefnt að því að tillögur hennar liggi fyrir um mánaðamótin júní-júlí nk. Þær niðurstöður og af- greiðsla Alþingis á þeim getur skipt sköpum livað varðar stöðu og styrkleika sveitarstjómarstigsins í næstu framtíð. Því er afar brýnt að um heildarend- urskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga náist góð samstaða milli ríkis og sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.