Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Page 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Page 41
FÉLAGSMÁL fátækraframfærslu og jafnframt höfðu útgjöld til annarra verkefna á vegum sveitarfélaga verið mjög vaxandi. Samkvæmt yfirliti borgarhagfræðings í Árbók Reykjavíkurbæjar árið 1940 voru framlög til félagsmála árið 1915 talin 27,7% af rekstrarútgjöldum sveitarfé- lagsins og af útgjöldum til félagsmála voru 90,8% til fá- tækramála. Fyrir utan fátækraframfærslu var kostnaður við félagsmál nær eingöngu framlög til ýmissa sjóða borgarinnar sem í sumum tilvikum áttu lítið skylt við fé- lagsþjónustu. Árið 1935 voru áhrif heimskreppunnar í hámarki, at- vinnuleysi geysimikið, fjöldi styrkþega mikill og fjár- hagsaðstoð í samræmi við það. Þetta ár voru framlög til félagsmála 46,3% af heildarútgjöldum Reykjavíkurbæj- ar og þá voru ekki talin með mikil útgjöld til atvinnu- bótavinnu sem voru færð í yfirliti borgarhagfræðings til eignabreytinga á viðkomandi framkvæmdir. Af heildar- framlagi til félagsmála var kostnaður við fátækrafram- færslu 83,1%, að langmestu leyti persónulegir fátækra- styrkir. Á fjórða áratug settu útgjöld til framfærslumála mjög svip sinn á íjármál sveitarfélaga og takmörkuðu getu þeirra til framlaga til annarra verkefna. Jafnframt inn- heimtust tekjur og útistandandi skuldir mjög illa síðari hluta tímabilsins og taka varð lán til að standa undir rekstri stærri sveitarfélaga og þau söfnuðu skuldum. 2.7. Breyttar áherslur í félagsþjónustu á vegum sveit- arfélaga í upphafi 20. aldar Um og eftir aldamót voru umræður um félagsmál í sveitarstjómum að mestu bundnar við framkvæmd fá- tækralöggjafar og fátt um nýmæli sem boðað gætu breytingar á félagsþjónustu bæði almennt og þá sérstak- lega til þeirra sem bjuggu við lök kjör. Fyrstu marktæku hugmyndir á vettvangi sveitarstjómarmanna um breyttar áherslur í sambandi við framkvæmd félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að finna í greinargerð Páls Ein- arssonar, borgarstjóra, með skýrslu um þurfamenn og fátækraffamfæri í Reykjavík árið 1910 en hann var for- maður fátækranefndar. í greinargerð með skýrslu um þurfamenn og fátækraframfæri í Reykjavík árið 1911 bætti hann svo um betur og lagði fram hugmyndir og til- lögur um breytingar á fátækramálefhum bæjarins. Lagði hann til að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður á launum til að fara með framkvæmd fátækramála í stað hinna ólaunuðu fátækrafúlltrúa. Auk þess vakti hann athygli á þörf fyrir bamaheimili til að taka við þeim bömum sem þyrfti að ráðstafa af heimilum þeirra, þörf fyrir gamalla manna hæli, skorti á húsnæði og vanda fátækranefndar vegna húsnæðis fyrir þurfamenn og að lokum var bent á þörf fyrir bætt skipulag vinnu á vegum bæjarins og jöfh- un hennar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi á vetrar- mánuðum. Það var nokkuð langt í það að ábendingar borgarstjóra kæmust til ffamkvæmda. Á ámnum 1915-1939 vom það einkum tveir mála- flokkar á sviði félagsþjónustu sem einkenndu mjög um- ræður í bæjarstjóm Reykjavíkur, annars vegar húsnæðis- mál og hins vegar atvinnumál. Vegna mikils aðflutnings fólks var mikill húsnæðisskortur í bænum og húsaleiga há, sem bitnaði helst á þeim sem minna máttu sín. Má sjá í fúndargerðum bæjarstjómar umræður um húsnæðis- vanda allt frá 1913 og á tíma fyrri heimsstyijaldar var gripið til margvíslegra aðgerða í húsnæðismálum, m.a. voru byggðar í skyndi bráðabirgðaíbúðir sem ætlaðar vom leigutökum til skammtímanotkunar þar til þeir gætu útvegað sér annað húsnæði. Á þessum ámm hófst bygg- ing félagslegra íbúða, fyrst með íbúðum Byggingarfélags Reykjavíkur árið 1920 og síðan bygging verkamannabú- staða samkvæmt lögum frá 1929. Ekki er hjá því komist að minnast á fróðlega og viðamikla úttekt sem fór fram árið 1928 á öllu íbúðarhúsnæði í Reykjavík og gaf geysi- miklar og fróðlegar upplýsingar um húsnæðisaðstæður Reykvíkinga almennt á þessum ámm. Allt frá árinu 1907 og fram til 1939 vom stöðugar um- ræður í bæjarstjórn Reykjavíkur um atvinnuleysi og fluttur fjöldi tillagna um úrbætur. Atvinnubótavinnu var úthlutað á vegum Reykjavíkurbæjar nær öll ár á tímabil- inu 1915-1939, langmest þó á árum heimskreppunnar eftir 1930. 2.8. Frumkvæði félaga og einstaklinga um félagsþjón- ustu í upphafi 20. aldar Á síðasta áratug nítjándu aldar og fyrsta áratug 20. aldar má finna umræður og skrif í blöðum um slæmar aðstæður bama og unglinga í því þéttbýli sem var að myndast og var þá að jafnaði miðað við Reykjavík. Þar komu ffam ýmsar hugmyndir um úrbætur, t.d. uppeldis- stofnanir, leikvelli fyrir böm og sveitardvöl bama. Að frumkvæði einstaklinga og samtaka hófst svo nokkm síðar uppbygging ýmiskonar úrræða á sviði félagsþjón- ustu í Reykjavík. Má allt fram á fjórða áratug aldarinnar rekja til þeirra stærstan hluta stofnana og þjónustu á sviði félags- og heilbrigðismála umffarn lögboðna þjónustu af hendi þess opinbera. Ríki og sveitarfélag styrktu oft þessa starfsemi eða greiddu hluta kostnaðar. Hér var um margvíslega starfsemi að ræða og komu að henni margir aðilar. Nokkrir þeirra stóðu upp úr og höfðu frumkvæði á mörgum sviðum. Hlutur kvenna, bæði ein- staklinga og samtaka þeirra, var þó langveigamestur og bám þær höfúð og herðar yfír alla aðra varðandi upp- byggingu þeirrar félags- og heilbrigðisþjónustu á fyrstu áratugum aldarinnar, sem ekki var beinlínis Iögboðin. 3. Þróun félagsþjónustu sveitarfélaga eftir 1935 3.1. Ný lögjöf á 4. tug aldarinnar og áhrif hennar á félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga og skipulag hennar Löggjöf frá 4. tug aldarinnar átti um langt árabil eftir 1 03

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.