Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 63
ERLEND SAMSKIPTI
er annar stærsti háskóli landsins og í
tengslum við skólann rannsóknar-
stoíhun ríkisins með tæknigarði þar
sem eru 100 fyrirtæki með 170 vís-
indamönnum og samtals um 2000
starfsmönnum. Af þekktum vörum
sem þar eru framleiddar má nefna
Nokia-farsíma, Polar Electro-púls-
mæla, Buscom-snjallkort og þar er
líftækniiðnaður á háu stigi.
Dagskrá þingsins hefúr verið send
oddvitum og skrifstofum sveitarfé-
laganna.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofú sambandsins.
Ráðstefna um ham-
farir og neyðarvið-
brögð 27.-30. ágúst
Alþjóðleg ráðstefúa um hamfarir
og neyðarviðbrögð verður haldin
dagana 27. til 30. ágúst í Háskóla-
bíói á vegum umhverfisráðuneytis-
ins og sambandsins en Slysavama-
félagið Landsbjörg aðstoðar einnig
við undirbúning hennar. Ráðstefnan
er haldin í samstarfi við LACDE,
alþjóðleg samtök sveitarfélaga um
náttúruhamfarir og neyðarhjálp. Er
þetta fjórða alþjóðlega ráðstefnan
sem haldin er undir merkjum
LACDE en þær hafa verið haldnar á
tveggja ára fresti frá árinu 1994, í
Israel, Hollandi, Chile og nú á Is-
landi.
Meginþema ráðstefnunnar snýst
um samstarf vísindamanna og sveit-
arfélaga hvað varðar vamir og við-
brögð við hvers kyns vá er steðjað
getur að umhverfi og byggðum,
jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. A
heimasíðu ráðstefúunnar www.sam-
band.is/LACDE eru drög að dag-
skrá sem skiptist í erindi almenns
eðlis, sem flutt verða í aðalsal Há-
skólabíós fyrir hádegi alla ráð-
stefnudagana, og sértækari umfjöll-
unarefúi, þar sem þrjú viðfangsefni
verða tekin fyrir samtímis í þremur
sölum.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrir-
lesara hefur þegar staðfest þátttöku
sína í ráðstefnunni, þar sem meðal
annars verður fjallað um fyrirboða,
vamir og viðbrögð við hvers kyns
hamförum, náttúrulegum og af
mannavöldum, eins og snjóflóðum,
jarðskjálftum, eldgosum, flóðum og
mengunarslysum ásamt umræðu um
hættumat, áhættustjómun, samstarf
opinberra aðila og sjálfboðaliða í al-
mannavörnum, tryggingamál og
mögulegar leiðir fyrir sveitarfélög
til að draga úr og verjast náttúru-
hamforum og öðmm áföllum.
Þátttaka tilkynnist Samvinnuferð-
um-Landsýn á eyðublöðum sem
send hafa verið skrifstofúm sveitar-
félaganna.
Nánari upplýsingar em veittar á
skrifstofu sambandsins.
LAlltaf SKREFI FRAMAR
Verktakar, sveitar- og bæjarfélög, höfum
VINNUVÉLAR í ÖLL VERK
Hafið samband við sölumenn okkar og
FÁIÐ nAnARI UPPLÝSINGAR .
Fjölnota vinnuvélar
Bocat 773
VELAR&
ÞJéNUSTA
Venieri smágrafa
Þjónusta f W ÁR
Þekktir fyrir pjónustu
JArnhAlsi 2 ■ i io Reykjavík • Sími: 5-800-200. Fax: 5-800-220 •www.velar.is
ÓSEYRI IA ■ 603 AkuREYRI ■ SÍMl: 461-4040 • FaX: 461-4044
Carraro X
1 25