Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 39
FÉLAGSMÁL Seltjarnamesi og tveir fulltrúar borgara í Reykjavík. Skipan þessi var að danskri fyrirmynd og átti ekki hlið- stæðu hér á landi. Við aðskilnað milli Reykjavíkur og Seltjamameshrepps um fátækramál árið 1847 kaus bæj- arstjóm Reykjavíkur sérstaka fátækranefnd sem var þó áfram undir stjóm bæjarfógeta allt til ársins 1905 og síð- an borgarstjóra eftir að hann var kosinn árið 1908. Það var ekki aðeins stjóm fátækraframfærslu í Reykjavík sem var mjög á annan veg farið en hjá öðmm sveitarfé- lögum, heldur virðist framkvæmd þeirra jafnan hafa ver- ið mun mannúðlegri. 1.2. Fátækraframfærsla og fjöldi þurfamanna Lengi vel vom ekki miklar upplýsingar um Qármál hreppa og það var fyrst eftir 1787 að farið var að mynda sveitarsjóði og halda hreppsbækur. Lengi vom aðal- tekjustofnar hreppa manneldi og fátækratíund. Manneldi var lagt niður með erindisbréfi fyrir hreppstjóra árið 1809 og í þess stað tekið upp útsvar. Tíund var endan- lega aflögð með lögum árið 1914 en hafði þá lengi ekki verið stór liður í tekjum sveitarfélaga. Samkvæmt reikningum sveitarfélaga er greinilegt að lengst af höfðu útgjöld til fátækramála verið svo til einu útgjöld sveitarsjóða, t.d. runnu 88,6% allra útgjalda sveitarfélaga árið 1871 til fátækraframfærslu. Eftir það fór hlutfall lækkandi, var 74,3% árið 1880 og 62,2% árið 1890. Hátt hlutfall fátækraframfærslu í útgjöldum sveitarfélaga sýndi annars vegar að fátækraþyngsli vom mikil og svo hins vegar að ekki var um að ræða neina aðra marktæka þjónustu á vegum sveitarfélaga, sem svo leiddi til þess að fátækraffamfærslan axlaði fleiri verk- efni og jafnframt meiri útgjöld en ella hefði verið. Fyrstu upplýsingar um fjölda þurfamanna á landinu em frá 1703 en þá var manntal beinlínis tekið með það í huga að kanna framfærslubyrðina. Samtals vom þurfa- menn, bæði niðursetningar og þurfabændur, 7.800 eða 15,5% allra landsmanna og þá vom ekki taldar með fjöl- skyldur þurfabænda. Að þeim meðtöldum má reikna með að hátt í 20% þjóðarinnar hafí notið fátækrafram- færis. Mikill fjöldi niðursetninga og fáir þurfabændur bendir til þess að heimili hafi frekar verið leyst upp heldur en að veita þurfabændum styrk til áframhaldandi heimilishalds. Talið er nokkuð víst að alla 18. öld hafi Qöldi þurfamanna ætíð verið yfír 10% þjóðarinnar, að langmestu leyti niðursetningar. Samkvæmt manntali 1801 vom þurfamenn taldir vera 4,6% allra landsmanna en það ár var manntal tekið á allt öðmm forsendum en manntalið 1703 og fjöldi þurfa- manna sennilega verulega vantalinn árið 1801. Arið 1858 vom þurfamenn 2,7% þjóðarinnar og árið 1871 vom þeir 7,2% en hvomgt árið vom taldir með fjöl- skyldumeðlimir þurfabænda. Við mat á ffamangreind- um tölum verður að hafa í huga að lögbundin var víðtæk frændaframfærsla og því var fjölda bjargþrota fólks hvergi getið í opinbemm skýrslum um þurfamenn. Hinn mikli munur á framfærslubyrði og fjöldi þurfamanna einstök ár endurspeglar vel árferði og efnahag þjóðarinn- ar í heild umrædd ár. 1.3. Þróun íslensks samfélags íslenskt samfélag hafði frá upphafi byggðar verið bændasamfélag og hafði beinlínis verið viðhaldið sem slíku með löggjöf um vistarband og reynt að spoma við flutningi fólks til sjávarsíðu og myndun þéttbýlis. A 19. öld varð um vemlega fólksfjölgun að ræða, sérstaklega þó á síðustu áratugum aldarinnar, og gat landbúnaðurinn á engan hátt tekið við þessum aukna manníjölda og átti það með öðm stóran þátt í því að á síðustu áratugum 19. aldar fluttist fjöldi fólks til Vesturheims og ekki varð lengur spornað við flutningi fólks til sjávarsíðu og myndun þéttbýlis. Þessar breytingar sem urðu eftir 1880 á atvinnu- og samfélagsháttum leiddu til þess að þörf var fyrir allt aðra samfélagsþjónustu í þéttbýli en áður var í hinu gamla bændasamfélagi. 2. Félagsþjónusta í upphafi 20. aldar 2.1. Löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga í upp- hafi 20. aldar í upphafí 20. aldar byggðist félagsþjónusta á vegum sveitarfélaga nánast alfarið á fátækrareglugerðinni frá 1834 sem var lítið breytt þrátt fyrir margvíslegar atlögur að henni, allt frá því á fyrsta ráðgefandi þingi íslendinga árið 1845. Samkvæmt fátækrareglugerðinni var framkvæmd fá- tækraframfærslu miðuð við brýnustu nauðþurftir og var haldið hinni fomu skiptingu þurfamanna, annars vegar í niðursetninga sem voru vistaðir og hins vegar þurfa- bændur sem haldið var við bú. I upphafi 20. aldar vom enn í gildi ýmis ákvæði sem skertu mjög réttarstöðu og frjálsræði þeirra sem fengið höfðu fátækraframfærslu og gáfú jafnframt hugmyndir um almennt viðhorf til þeirra. Heimilað var niðurboð á ómögum, takmarkaður réttur þeirra til að ganga í hjú- skap, þeir höfðu ekki kosningarétt, heimilt var að flytja menn fátækraflutningi milli sveitarfélaga, sveitarstjóm gat leitað úrskurðar valdsmanns um skyldu styrkþega til að gegna vinnu sem honum var vísað á og meira að segja var skertur réttur þeirra sem þegið höfðu fátækrafram- færi til að taka ellistyrk samkvæmt lögum frá 1890 og 1909. Ákvæði þessi um réttindaskerðingu þurfamanna féllu smám saman niður á fyrstu fjórum áratugum aldar- innar. Þegar rætt er um skerta réttarstöðu og frjálsræði al- þýðu manna er óhjákvæmilegt að minna á löggjöf um vistarskyldu, ákvæði um lausamenn, húsmenn og þurra- búðarmenn, svo og ákvæði um sveitfestistíma í löggjöf um fátækraframfærslu en öll þessi ákvæði takmörkuðu sjálfræði manna til flutnings milli byggðarlaga og rýrðu þar með möguleika þeirra til sjálfsbjargar. 1 O 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.