Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 22
STJÓRNSÝSLA Stjórnsýsluleg nýsköpun og viðhorf Gunnar Eydal hrl., skrifstofustjóri borgarstjómar I. Sveitarstjórnarréttur Grundvallarheimild þess sem við getum kallað sveitarstjómarrétt er að finna í 78. gr. stjómarskrárinnar: Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sín- um eftir því sem lög ákveða. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvemig þeir em nýttir. Núgildandi sveitarstjómarlög nr. 45/1998 leystu af hólmi eldri lög frá árinu 1986. Þá má nefna sérlög af ýmsu tagi sem varða sveitarstjómir, s.s. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, skipulags- og byggingarlög, húsnæðislöggjöfina, barnavemdarlög og þannig mætti lengi telja. Upplýsingalög og stjómsýslu- lög ná í meginatriðum til allrar opinberrar stjómsýslu bæði ríkis og sveitarfélaga. Þá má nefna lög um reynslu- sveitarfélög frá 1994 en gildistaka þeirra var nýverið framlengd, að hluta, til þar næstu áramóta. Þessi lög mynda rammann um sveitarstjómarréttinn. Hér verður m.a. fjallað um kjörna fulltrúa í sveitar- stjómum annars vegar og hins vegar embættismenn/for- stöðumenn og viðfangsefni þeirra, framsal ákvörðunar sveitarstjóma til nefnda og ráða, framsal ákvörðunar- töku til embættismanna, tilraunaverkefni varðandi stjómsýslubreytingar og loks er spurt hvert sé sjálfstæði sveitarfélaganna í reynd gagnvart ríkisvaldinu. II. Kjörnir fulltrúar - embættismenn Á síðustu ámm hefiir átt sér stað allmikil umræða inn- an stjórnkerfis nokkurra sveitarfélaga um verksvið nefnda og ráða annars vegar og hins vegar hið embættis- lega verksvið. Á ámm áður var algengt að embættismenn sveitarfé- laga væm kjömir til formennsku í hinum ýmsu nefndum sveitarfélagsins. Á þessu varð breyting hvað Reykjavík varðar á áttunda áratugnum og hefúr borgarstjóm síðan kosið fúlltrúa í nefndir og ráð eftir pólitískum hlutfoll- um á hverjum tíma. Umræða siðustu ára hefur gengið í þá átt að skilgreina muninn á embættisfærslu og valdsviði kjörinna fulltrúa. Viðhorfm hafa verið þau að verkefni nefnda og ráða sé fyrst og fremst pólitísk stefnumörkun í við- komandi málaflokki og fylgjast með að henni verði ffamfylgt af hálfú viðkomandi embættis eða stofnunar. Rekstur stofnunar eða fyrir- tækis, starfsmannamál og gerð fjárhagsáætl- unar sé hins vegar á ábyrgð viðkomandi for- stöðumanns. Tillögur að fjárhagsáætlun beri hins vegar að leggja fyrir nefndina sem stað- festir að fmmvarpið sé í samræmi við póli- tíska stefnumörkun. Forstöðumaðurinn sé hins vegar ábyrgur innan embættiskerfisins fyrir rekstrinum, ábyrgur gagnvart embættislegum yftr- manni sínum, þ.e. framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, borgarstjóra, bæjarstjóra eða sveitarstjóra. Milli vald- sviðs nefnda og viðkomandi embættis sé hins vegar ávallt grátt svæði.'1 Þannig megi líkja stjómkerfmu við tvo píramída sem skarast. Yfirstjóm hins embættislega stjómkerfís sé í höndum framkvæmdastjóra en æðsta stjórnvald þess pólitíska sveitarstjóm/byggðarráö. Með mikilli einföldun mætti stilla dæminu þannig upp hvað varðar ábyrgðar- svið: Nefnd: Pólitísk stefnumörkun, eftirlit með fram- kvæmd. Forstöðumaður: Rekstur, framkvæmd. Framkvæmdastjóri sveitarfélags fer með æðsta emb- ættisvald þess. Hann er ráðinn af sveitarstjóminni til þess að annast framkvæmd ákvarðana hennar og verkefni sveitarfélagsins, sbr. 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. í skýringum við greinina segir að sveitarstjóm beri ábyrgð á stjómsýslu og allri starfsemi sveitarfélags- ins. Ráða má af 52. gr. að framkvæmdastjóri fari með daglega stjóm sveitarfélagsins. Þrátt fyrir að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins sé embættismaður í skilningi sveitarstjómarlaga, er algengt að oddviti meirihluta sveitarstjórnar gegni jafnframt starfi framkvæmdastjóra. Þar með gegnir viðkomandi tvenns konar hlutverkum, hlutverki pólitísks leiðtoga og jafnramt æðsta embættismanns sveitarfélagsins. Þetta kann að valda því að skil milli embættismanna og póli- 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.