Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 42
FÉLAGSMÁL að setja svip sinn á félagsþjónustu sveitarfélaga, t.d. framfærslulög frá 1935, lög um alþýðutryggingar og lög um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla frá 1936. Með framfærslulögum frá 1935 voru gerðar ýmsar breytingar á fyrri lögum en tímamótalöggjöf gátu þau ekki talist. Með lögunum voru lögbundnar framfærslu- nefndir í kaupstöðum og heimilað var að skipa nefndir í öðrum sveitarfélögum. Aftur á móti voru áhrif hinnar nýju löggjafar um alþýðutryggingar mun áhrifameiri og verður þeirra getið hér sérstaklega á eftir. Jafnframt voru sett ýmis sérlög um ýmsa málaflokka sem tengdust beint og óbeint félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga, t.d. lög um vemd bama og ungmenna ffá 1932, lög um vinnumiðlun ffá 1935 og áfengislög frá 1935, þar sem fjallað er m.a. um áfengisvamir. Við þetta urðu margvís- legar breytingar á skipulagi og ffamkvæmd félagsþjón- ustu á vegum sveitarfélaga og samkvæmt hinum nýju lögum voru kjömar sérstakar nefndir til að fara með framkvæmd affnarkaðra verkefna á sviði félagsþjónustu, t.d. bamavemdamefnd og áfengisvamanefnd. I Reykja- vík þróuðust jafhffamt ýmis verkefhi á sviði félagsþjón- ustu ffam hjá ffamfærslunefhd, sem annars fór almennt með félagsmál á vegum Reykjavíkurborgar, t.d. rekstur vistheimila fyrir börn, uppbygging og umsjón með rekstri dagvistarstofnana og svo heimilishjálp. Má því segja að stjóm félagsþjónustu á vegum Reykjavíkurbæj- ar hafi verið mjög dreifð allt frá því á 4. tug aldarinnar. 3.2. Lög um alþýðutryggingar frá 1936 Lög um alþýðutryggingar frá 1936 mörkuðu stórt spor í íslenskri félagsmálalöggjöf og verða að teljast tímamótalöggjöf. Slysatryggingar voru endurbættar verulega, sjúkrasamlög lögboðin fyrir nær helming landsmanna og ýtt undir stofnun þeirra þar sem þau vom ekki lögboðin, lagður gmndvöllur að almennri elli- og örorkutryggingu og sett í lög ákvæði um atvinnuleys- istryggingar sem að vísu komu ekki til framkvæmda fyrr en sett vom sérlög um atvinnuleysistryggingar árið 1956. Samkvæmt lögum um alþýðutryggingar frá 1936 var stofnaður einn lífeyrissjóður fyrir allt landið, Lifeyris- sjóður íslands, og átti jafhffamt að leggja niður starfandi lífeyrissjóði. Strax árið eftir var lögum breytt og veitt heimild til áframhaldandi starfrækslu lífeyrissjóðanna. Hér var um stefnumarkandi ákvörðun að ræða sem átti eftir að móta mjög allt fyrirkomulag lífeyrisgreiðslna og starfsemi lífeyrissjóða. Greiðslur lífeyris ffá Trygginga- stofnun ríkisins hófust ekki fyrr en 1946, 10 ámm eftir lagasetningu, og önnuðust sveitarfélög á meðan greiðsl- ur lífeyris samkvæmt lögum um alþýðutryggingar en Lífeyrissjóður íslands greiddi hluta á móti sveitarfélög- um. Höfðu sveitarfélög af þessu mikil útgjöld en á móti kom spamaður i útgjöldum vegna framfærslu. Megingalli hinnar nýju löggjafar um alþýðutryggingar ffá 1936 var að tryggingar samkvæmt henni náðu ekki til allrar þjóðarinnar, vegna ýmissa ákvæða sem þrengdu réttindi ákveðinna hópa, enda löggjöfín að vemlegu leyti miðuð við láglaunafólk. Úr þessu var bætt að nokkm strax árið 1937 og svo enn frekar með lögum um al- mannatryggingar ffá 1946. Hin nýju lög höfðu margvísleg áhrif á útgjöld til fé- lagsmála á vegum sveitarfélaga. Annars vegar voru greiðslur samkvæmt lögum um alþýðutryggingar líkleg- ar til að draga úr útgjöldum til fátækraframfærslu, enda reyndist svo vera. Hins vegar vom lögbundin framlög sveitarfélaga til lífeyristrygginga og sjúkratrygginga mjög mikil og urðu fljótlega einhver hæsti útgjaldaliður sveitarfélaga, og þegar frá leið mun hærri en fátækra- framfærslan. Þetta leiddi til þess að hlutfall félagsmála í heildarútgjöldum bæjarins hélst lítt breytt hin næstu ár þó að hlutfall fátækraframfærslu í heildarútgjöldum sveitarfélaga lækkaði stórlega. Samkvæmt lögum ffá 1936 um ríkisframfærslu sjúkra manna og öryrkja greiddi ríkissjóður allt að 4/5 hluta kostnaðar við dvöl á sjúkrahúsum og hælum og nauðsyn- legan lækningakostnað utan sjúkrahúsa vegna langvinnra sjúkdóma. Árið 1943 var með lagabreytingu kveðið á um að sveitarfélög greiddu þann 1/5 hluta kostnaðar sem á vantaði og var kostnaður af því vemlegur. 3.3. Hugmyndir um samhæfingu og samræmingu á félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga árið 1967 Framfærslulög frá 1947 sem byggðust að verulegu leyti á framfærslulögum frá 1935 stóðu að mestu leyti óbreytt allt til 1991. Einu breytingamar sem máli skipti vom gerðar árið 1967 þegar Reykjavíkurborg var veitt heimild til þess að félagsmálaráð taki við hlutverki ffam- færslunefndar. Þá voru fram komnar hugmyndir um gmndvallarbreytingar á skipan félagsmála í Reykjavík sem ekki var hægt að ffamkvæma að óbreyttum lögum. Samkvæmt samþykkt borgarstjómar Reykjavíkur frá 1967 var samþykkt að sameina og samræma félagsmála- starf á vegum borgarinnar í einni stofhun undir stjóm fé- lagsmálaráðs. Megináhersla var lögð á fjölskylduvemd, vamaðarstarf og endurhæfingu. Með þessu var horfið frá sjónanniðum sérgreiningar sem svo mjög höfðu mótað íslenska félagsmálalögjöf síðustu áratugi. Til þess að ná fram breytingum var gripið til þess óvenjulega ráðs af hálfu Reykjavíkurborgar að fá samþykktar breytingar á ffamfærslulögum, lögum um vemd bama og ungmenna og áfengislögum sem eingöngu vörðuðu framkvæmd mála í Reykjavík. Skömmu síðar var öðmm sveitarfélög- um veitt heimild til sömu breytinga og fljótlega fylgdu allmargir kaupstaðir þessu fordæmi Reykjavíkurborgar. 3.4. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga árið 1991 Frá og með 1967 og fram til 1991 má segja að hafi staðið linnulaus barátta fýrir endurskoðun framfærslu- laga og setningu heildarlöggjafar um félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga. Á ámnum 1978-1986 skipaði fé- 1 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.