Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 15
FJÁRMÁL Lítum á hvem þátt um sig. Bundin framlög upphæöir í milljónum □ Samband íslenskra sveitarfélaga ■ Landshlutasamtök □ Lánasjóður □ Innheimtustofnun □ Eftirlaunasjóður □ Húsfriðunarsjóður 15,9 41,3 86,2 544,0 í heildina fóm í bundnu framlögin 792,2 millj. kr. Það eina sem ég hef við þessi framlög að athuga, fyrir utan það hvað kynbræður mínir em slakir við að greiða sín eðlilegu og lögboðnu meðlög, er að ég vil skoða hvort rétt sé að binda það í reglum jöfnunarsjóðs að lands- hlutasamtök skuli vera starfandi í öllum landshlutum. Er ekki eðlilegra að sveitarstjómir á hverjum stað komi sér saman um hvaða form þær vilja hafa á samstarfi sínu og fái þá eins úthlutað framlagi úr jöfnunarsjóði hvort sem þær kjósa að stofna til sameiginlegs reksturs á gmnd- velli héraðsnefhda eða núverandi landshlutasamtaka. Sérstök framlög upphæðir í milljónum □ Sameining sveitarfélaga □ Stofnkostnaður □ Grunnskólakostnaður □ Fjárhagserfiðleikar Til sérstakra framlaga fóm á síðasta ári 736,3 millj. kr. Til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga fóm 49,9 millj. kr.; til þessa flokks teljast einnig framlög til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, en ekkert var greitt til þessa flokks á síðasta ári; til kostnaðarsamra stofnframkvæmda í fámennari sveitar- félögum, þ.e. sveitarfélögum með færri en 2000 íbúa, fóm 297,7 millj. kr. og til að aðstoða sveitarfélög við að standa undir auknum rekstrarkostnaði við gmnnskóla vegna breyttrar verkaskiptingar, þ.e. rekstrarkostnaði öðrum en kennaralaunum, 388,7 millj. kr. Við þennan lið hef ég ýmislegt að athuga. Eg hef reyndar ekkert við það að athuga að nokkru fjármagni sé varið til að stuðla að sameiningu sveitarfé- laga, og ef til vill væri mín eina athugasemd hér sú að ekki færi til þess þáttar hærri fjárhæð. Stofnframlög Stofnframlögin em að mínu mati tímaskekkja. Þeim var komið á til að jafha þann mun sem varð milli sveitar- félaga strax eftir breytinguna á verkaskiptingunni, en þá voru sum sveitarfélög e.t.v. nýbúin að byggja skóla- mannvirki sín, en önnur höfðu staðið í öðrum fram- kvæmdum sem ekki höfðu sömu áhrif. Það verður aldrei hægt að jafna þennan mun að fullu og nú finnst mér löngu orðið timabært að þessari úthlutun verði hætt. Annað ber líka að hafa í huga varðandi þennan lið og það er að hann hefúr ekkert með jöfhun að gera. Við út- hlutunina er eingöngu tekið tillit til stærðar sveitarfélaga en hvorki tekna né útgjalda sveitarfélagsins. Svo dæmi sé tekið hafa flest fámennu sveitarfélögin, sem búa við þau gæði að eiga land að hálendinu þar sem virkjað hef- ur verið, fengið 50% framlag til byggingarframkvæmda þótt tekjur þeirra á íbúa séu rúmlega tvöfalt hærri en meðaltal landsins, meðan stærri dreifbýlishreppar, þ.e. með yfir 400 íbúa, með lágar tekjur hafa einungis fengið 40% framlag. Þar að auki er hægt að sýna fram á að þessi framlög hafi ýtt undir margar mjög óhagkvæmar framkvæmdir. Sem dæmi ætla ég að fullyrða að það hefði verið betra að byggja íþróttahús á Dalvík í 1100 manna bæ þar sem ekkert gott íþróttahús er fyrir heldur en að byggja lítið íþróttahús fyrir Svarfaðardalshrepp sem er aðeins í 5 km fjarlægð frá miðbæ Dalvíkur. Eg ætla líka að halda því fram að það hefði verið betra að verja peningunum í nýbyggingu fyrir barnaskólann í Neskaupstað heldur en að byggja upp kennsluaðstöðu og félagsheimili á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit sem er að- eins í 3-4 km fjarlægð frá miðbæ Neskaupstaðar. Þetta eru bara tvö lítil dæmi um vitlausar framkvæmdir sem ég efast um að hefði verið ráðist í nema fyrir það að jöfhun- arsjóðurinn greiddi allt að 50% stofnkostnaðar. Þetta verður enn augljósara nú þegar búið er að sameina þessi sveitarfélög. Framlög til reksturs grunnskóla Gamla grunnskólaframlaginu var ætlað að jafna rekst- urskostnað sveitarfélaga áður en sveitarfélög yfirtóku kennslukostnaðinn líka. Um framlögin sem fara til reksturs grunnskólans vil ég segja þetta: Það á að sjálfsögðu að tryggja öllum bömum þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.