Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 20
STJÓRNSÝSLA Frá málþingi reynslusveitarfélaganefndar í Borgartúni 6 hinn 23. mars sl. Við borðið sitja, talið frá vinstri, Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ, Þór Garðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar Reykjaness, aftar, og Jóna Gróa Sigurðar- dóttir borgarfulltrúi og handan borðsins Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari í Reykjanesbæ, Jónína A. Sanders bæjarfulltrúi og Ellert Eiríksson bæjarstjóri, öll þrjú í Reykjanesbæ. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. reynsluverkefnið Miðgarð í Grafarvogi og reynslusveitarfé- lögin Akureyri og l lornafjaröar- bær greindu frá þeim stjórn- sýslulegu breytingum sem fram- kvæmdar hafa verið í tengslum við reynsluverkefnin. Þá voru fluttir almennir fyrirlestrar um málefni stjórnsýslu sveitarfé- laga. Afar góð þátttaka var á mál- þinginu um stjómsýslutilraunir sem að rnati verkefnisstjórnar sýnir bæði áhuga á reynsluverk- efninu og að mikil þörf er á slíkri umræðu meðal sveitar- stjómarmanna almennt. Af þeim sökum telur verkefnisstjórnin rétt að vekja athygli þeirra á því að það kann að vera þörf fyrir áffamhaldandi umræðu um ný- sköpun og þróun á sviði stjóm- sýslu sveitarfélaga óháð reynslusveitarfélagaverkefninu. Því er ástæða til þess að hugað verði að því á næstu misserum í hvaða farveg sú umræða á að fara, ekki síst í ljósi þess að hinu formlega reynsluverk- efni mun ljúka í árslok 2001. Verkefnisstjóm hefur ekki lagt ffam neinar formlegar tillögur þar að lútandi enda telur hún eðlilegt að sú umræða og stefnumörkun fari fram á vettvangi sveitarfélaganna sjálfra, þ.e. Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mat á verkefninu Samkvæmt lögum um reynslusveitarfélög er það hlut- verk óháðs úttektaraðila að meta þann árangur sem af verkefninu hlýst og koma með ábendingar um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. I upphafi verkefnisins var gerður samningur við fyrirtækið Hagvang (nú PriceWaterhouseCoopers) um úttektina. Fyrirtækið hef- ur reglulega sent frá sér skýrslur um framkvæmd og framvindu verkefnisins og nú nýverið kom út skýrsla fyrir árið 1999. Um mitt sumar mun fyrirtækið síðan senda frá sér lokaskýrslu um framkvæmd verkefnisins á tímabilinu 1994 til ársloka 1999 og verður hægt að nálg- ast hana á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, en þar er hin nýútkomna skýrsla nú aðgengileg öllum sem áhuga hafa. Til viðbótar við mat óháðs úttektaraðila leggur verk- efnisstjóm áherslu á að sjálfstætt mat komi frá reynslu- sveitarfélögunum varðandi árangur að því er einstök verkefni snertir eða verkefhið í heild sinni. Það sama á við um hlutaðeigandi ráðuneyti. Hvort tveggja er nauð- synlegt til að sem best mynd fáist af verkefninu og svo hægt sé að varpa ljósi á hvaða breytingar er eðlilegt að gera á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga i náinni ffamtíð. í haust áfonnar verkefnisstjómin að halda fund með reynslusveitarfélögunum, ráðuneytum, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og fulltrúum löggjafans þar sem reynslan af verkefninu verður tekin til umræðu. Tilgang- urinn með þeim fundi er þríþættur: I fyrsta lagi að varpa ljósi á ffamvindu verkefnisins í heild sinni og ræða niðurstöðu varðandi einstök verkefni. I öðm lagi að svara því hvaða breytingar þarf að gera á löggjöfinni til þess að verkefni reynslusveitarfélaga geti haldið áffam er verkefninu lýkur í árslok 2001. I þriðja lagi er tilgangurinn með fundinum sá að þessir aðilar ræði almennt um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Að mati verkefnisstjórnar er sú umræða afar brýn. Annars vegar með tilliti til þess að reynslusveitar- félagaverkefnið er senn á enda og tími kominn til að gera það dæmi upp í ljósi þeirra markmiða sem sett vom í upphafi. Hins vegar í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hin síðari ár óháð reynslusveitarfélagaverkefninu. Hvort tveggja kallar á ítarlega umræðu ofangreindra aðila um verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga í framtíðinni. Að endingu er rétt að hvetja áhugasama um að kynna sér nýjustu úttektarsskýrslu PriceWaterhouseCoopers á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, en slóðin að henni er „www.stjr.is/fel“. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.