Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 30
UMHVERFISMÁL Verið er að vinna að kynningarefni um lífríki og sérstöðu Vífilsstaða- vatns og nágrenni þess, svo sem með skiltum og bæklingum. Hluti af því efni er þegar tilbúið. Þannig munu veiðimenn og annað útivistar- fólk hafa aðgang að efni um lífríki og sérstöðu svæðisins. Hluta þess- ara upplýsinga verður komið á Net- ið. Grunnskótar Niðurstöður rannsókna á Vífils- staðavatni og náttúru svæðisins munu verða nýttar til kennslu í líf- fræði og umhverfísfræði í grunn- skólum Garðabæjar. Síðastliðið haust var hafist handa með því að tilraunakenna þemaverkefni um líf- ríki og umhverfí Vifílsstaðavatns sem tengjast námsefni skólanna, svo sem um vatnalífffæði og umhverfis- fræði. Ellefú ára böm bæði í Flata- skóla og Hofsstaðaskóla tóku þátt í verkefninu. Námsefnisgerðina hefúr annast Sólrún Harðardóttir, kennslu- fræðingur hjá Hólaskóla, í sam- vinnu við fúlltrúa umhverfísnefndar og kennara í skólunum. Staðbundinni þekkingu á lífríki og sérstöðu Vífilsstaðavatns hefur með þeim hætti verið miðlað til nemenda. Þannig fengu nemendur og kennarar í hendur leiðarvísi um lífriki og umhverfí svæðisins. Mik- ilvægur hluti fræðslunnar var að gefa krökkunum kost á að kynnast hinni raunverulegu náttúru með Álftir taka sig á loft af Vífilsstaðavatni. Erla irnar sem greininni fylgja. vettvangsferðum og smærri rann- sóknarverkefnum við vatnið. Þar naut við leiðsagnar bæði kennara og mín sem vistfræðings sem hefur rannsakað lífríki svæðisins. Þannig fengu krakkamir fræðslu frá fyrstu hendi ásamt því að veiða físka og smádýr og skoða búsvæði þeirra. Sérstaka spennu sköpuðu nokkrir álar sem veiddust í vatninu. Krakk- amir kmfðu hluta fískanna á staðn- um en tóku hluta aflans og smádýr með til að skoða betur heima í skólastofu. Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri tók mynd- Framhald verkefnisins Markmiðið með verkefninu er að auðga liffræði og umhverfisfræðslu í skólum í Garðabæ með því að gefa nemendum kost á að upplifa sitt eig- ið umhverfi og náttúm innan seil- ingar. Nemendur læra að jafnvel í þeirra nánasta umhverfí er til fjöl- breytt og lítt snortin náttúra sem þau geta nýtt og notið og þau læra að þekkja hana. Markmiðið er einnig að miðla þekkingu á náttúm Vífíls- staðavatns og á umhverfi þess til stangveiðimanna og annars úti- vistarfólks. Greinarhöfundur hefúr í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar haldið rannsóknum áfram á svæðinu. A sl. ári var að auki lögð sérstök áhersla á að kanna vistfræði álsins. Nýjar upplýsingar munu verða gerðar aðgengilegar eftir því sem þeirri vinnu miðar áfram. Verkefhið hefur verið kostað af umhverfisnefnd Garðabæjar. Höfundur er deildarstjóri Norðurlands- deildar Veiðimálastofmmar að Hólum i Hjaltadal og hefur slarfað með umhverfis- nefnd Garðabœjar að verkefninu. Greinin er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á fundi umhverftsnefnda suðvesturhornsins og Náttúruverndar ríkisins liinn 23. febr. 1999 i Garðabœ. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Vakin er athygli á því að lífeyrissjóðurinn hefbr flutt starfsemi sína af Háaleitisbraut 11 að Vegmúla 2, 5. hæð. Símanúmer sjóðsins er 5 400 700 og bréfsendir 5 400 701. Tölvunetfang er lss@lss.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.