Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Side 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Side 30
UMHVERFISMÁL Verið er að vinna að kynningarefni um lífríki og sérstöðu Vífilsstaða- vatns og nágrenni þess, svo sem með skiltum og bæklingum. Hluti af því efni er þegar tilbúið. Þannig munu veiðimenn og annað útivistar- fólk hafa aðgang að efni um lífríki og sérstöðu svæðisins. Hluta þess- ara upplýsinga verður komið á Net- ið. Grunnskótar Niðurstöður rannsókna á Vífils- staðavatni og náttúru svæðisins munu verða nýttar til kennslu í líf- fræði og umhverfísfræði í grunn- skólum Garðabæjar. Síðastliðið haust var hafist handa með því að tilraunakenna þemaverkefni um líf- ríki og umhverfí Vifílsstaðavatns sem tengjast námsefni skólanna, svo sem um vatnalífffæði og umhverfis- fræði. Ellefú ára böm bæði í Flata- skóla og Hofsstaðaskóla tóku þátt í verkefninu. Námsefnisgerðina hefúr annast Sólrún Harðardóttir, kennslu- fræðingur hjá Hólaskóla, í sam- vinnu við fúlltrúa umhverfísnefndar og kennara í skólunum. Staðbundinni þekkingu á lífríki og sérstöðu Vífilsstaðavatns hefur með þeim hætti verið miðlað til nemenda. Þannig fengu nemendur og kennarar í hendur leiðarvísi um lífriki og umhverfí svæðisins. Mik- ilvægur hluti fræðslunnar var að gefa krökkunum kost á að kynnast hinni raunverulegu náttúru með Álftir taka sig á loft af Vífilsstaðavatni. Erla irnar sem greininni fylgja. vettvangsferðum og smærri rann- sóknarverkefnum við vatnið. Þar naut við leiðsagnar bæði kennara og mín sem vistfræðings sem hefur rannsakað lífríki svæðisins. Þannig fengu krakkamir fræðslu frá fyrstu hendi ásamt því að veiða físka og smádýr og skoða búsvæði þeirra. Sérstaka spennu sköpuðu nokkrir álar sem veiddust í vatninu. Krakk- amir kmfðu hluta fískanna á staðn- um en tóku hluta aflans og smádýr með til að skoða betur heima í skólastofu. Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri tók mynd- Framhald verkefnisins Markmiðið með verkefninu er að auðga liffræði og umhverfisfræðslu í skólum í Garðabæ með því að gefa nemendum kost á að upplifa sitt eig- ið umhverfi og náttúm innan seil- ingar. Nemendur læra að jafnvel í þeirra nánasta umhverfí er til fjöl- breytt og lítt snortin náttúra sem þau geta nýtt og notið og þau læra að þekkja hana. Markmiðið er einnig að miðla þekkingu á náttúm Vífíls- staðavatns og á umhverfi þess til stangveiðimanna og annars úti- vistarfólks. Greinarhöfundur hefúr í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar haldið rannsóknum áfram á svæðinu. A sl. ári var að auki lögð sérstök áhersla á að kanna vistfræði álsins. Nýjar upplýsingar munu verða gerðar aðgengilegar eftir því sem þeirri vinnu miðar áfram. Verkefhið hefur verið kostað af umhverfisnefnd Garðabæjar. Höfundur er deildarstjóri Norðurlands- deildar Veiðimálastofmmar að Hólum i Hjaltadal og hefur slarfað með umhverfis- nefnd Garðabœjar að verkefninu. Greinin er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á fundi umhverftsnefnda suðvesturhornsins og Náttúruverndar ríkisins liinn 23. febr. 1999 i Garðabœ. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Vakin er athygli á því að lífeyrissjóðurinn hefbr flutt starfsemi sína af Háaleitisbraut 11 að Vegmúla 2, 5. hæð. Símanúmer sjóðsins er 5 400 700 og bréfsendir 5 400 701. Tölvunetfang er lss@lss.is.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.