Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 49
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM
bindist samtökum og taki þátt í upp-
byggingu stofunnar.
Inniausn og sala félagslegra íbúða
Aðalíundur SSA 1999 samþykkir
að lýsa yfir fullum stuðningi við
niðurstöður starfshóps Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um innlausnir
og sölu íbúða í félagslega íbúðakerf-
inu. Afskriftir vegna þeirra verði að
fullu greiddar af ríkinu.
Sameining sveitarfélaga
Aðalfundur SSA hvetur stjórn
sambandsins að fylgjast vel með
umræðu um sameiningu sveitarfé-
laga i Qórðungnum og styðja við
undirbúning sameiningar þar sem
það á við. Kynningarbás Heilbrigðíseftirlits Austurlands (HAUST) á aðalfundinum í Brúarási og
Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST.
Eftirlit með atvinnustarfsemi
Aðalfundur SSA 1999 beinir því til löggjafarvaldsins
að taka til endurskoðunar þau lög og reglugerðir sem
fjalla um eftirlit með atvinnustarfsemi með það að
markmiði að einfalda og lækka kosmað við það sem í
daglegu tali er nefnt eftirlitsiðnaður.
Svofelld greinargerð Jylgdi tillögunni:
Talsverð brögð eru að því að fleiri en ein stofnun
komi að eftirliti á sömu fyrirtækjunum. Af þessu bera
fyrirtækin kostnað sem lækka mætti með því að sam-
ræma eftirlitið og koma í veg fyrir að oft sé greitt fyrir
sömu þjónustu.
Framhaldsnám
Aðalfundur SSA 1999 beinir því til stjómvalda að
standa við fyrirætlanir um að efla menntun og símennt-
un á landsbyggðinni, sbr. þingsályktun um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 1998-2001.
Tryggja þarf rekstrargrundvöll framhaldsskólanna á
landsbyggðinni. Taka þarf tillit til smærri námshópa og
heimavista í reiknilíkani því sem menntamálaráðuneyti
notar til að meta fjárþörf framhaldsskólanna. Einnig þarf
að taka tillit til kostnaðar lítilla skóla vegna samstarfs
þeirra í milli.
Því er beint til stjómvalda að gera átak til að efla
menntun á einstökum sviðum, s.s. menntun kennara,
leikskólakennara og hjúkrunarfræðinga, með því að
veita fjármagn sérstaklega til slíkra verkefna.
Lýst er stuðningi við starfsemi Fræðslunets Austur-
lands og hvatt til áframhaldandi samstarfs við háskóla í
landinu. Sérstaklega er undirstrikað að kostnaður við
nám á háskólastigi er á ábyrgð ríkis en ekki sveitarfé-
laga þótt um fjamám sé að ræða.
Stjómvöld eru minnt á að framhaldsskólar lands-
byggðarinnar og nýstofnaðar fræðslumiðstöðvar eru
homsteinar menntunar og fræðslu í hveijum landsfjórð-
ungi og að afkoma þeirra skiptir sköpum fyrir byggðar-
þróun í landinu.
Yfirfærsla á málefnum fatlaðra
Aðalfundur SSA 1999 felur landshlutanefhd um yfir-
færslu á málefhum fatlaðra á Austurlandi að vinna áfram
að frekari upplýsingaöflun og undirbúningi að yfirtöku
sveitarfélaganna á málaflokknum frá ríkinu.
Fyrirkomulag innheimtu eftirlitsgjalda fyrir HAUST
Fundurinn samþykkir að innheimtuform eftirlitsgjalda
árin 1999 og 2000 verði óbreytt frá þvi sem verið hefur.
Fyrir lok ársins 2000 verði tekin afstaða til forms inn-
heimtu, en á sama tíma rennur út reynslutími fyrir rekst-
ur Heilbrigðiseftirlits Austurlands í formi byggðasam-
lags.
Mengunarsjóður HAUST
Aðalfúndur SSA 1999 samþykkir að vísa bréfi Heil-
brigðiseftirlits Austurlands, dags 28. júlí sl., varðandi
mengunarbótasjóð til stjómar SSA til ffekari úrlausnar.
Gæði heilbrigðisþjónustu á Austurlandi
Aðalfúndur SSA 1999 skorar á ráðherra heilbrigðis-
mála að efla ráðstafanir til að tryggja meira framboð af
læknum og hjúkmnarfræðingum til starfa í dreifbýli og
tryggja þannig- að gæði heilbrigðisþjónustu þar verði
ekki lakari en á þéttbýlli svæðum landsins, sbr. lög um
heilbrigðisþjónustu.
Svofelld greinargerð fylgdi tillögunni:
Á síðustu árum hefur viðvarandi skortur á læknum
verið til stórvandræða á Austurlandi. Það ástand eykur
álag á starfandi lækna og styttir starfstíma þeirra í fjórð-
1 1 1