Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 14
FJÁRMÁL Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, er breytinga þörf? Ásgeir Magnússon, bcejarfulltrúi á Akureyri Er breytinga þörf á Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga? Það er spumingin sem ég ætla að glíma við að svara. Ég get reyndar svarað þessu afar stutt og sagt já, það er þörf á að breyta jöfh- unarsjóðnum, en það er ekki þar með sagt að allt sem menn hafa verið að gera í tengslum við úthlutun úr sjóðnum hafi verið ómögu- legt. Þar sem ég kemst varla upp með svona einfalt svar ætla ég að reyna að færa rök fyrir máli mínu. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga i núverandi mynd var komið á fót fyrir nimum áratug og þótt það sé ef til vill ekki langur tími, þá hefúr margt breyst og því nauðsyn- legt að sjóðurinn fylgi þeim breytingum. Það fyrsta sem ég rek augun í er að tekjuskipting sveitarfélaganna var með allt öðrum hætti fyrir rúmum tíu árum; þá voru að- stöðugjöldin enn einn af stóru tekjupóstum sveitarfélaga og það gjald hafði veruleg áhrif á tekjur stærri sveitarfé- laga og þá sérstaklega höfuðborgarinnar. A þessum árum reiknaði ég út þegar sem mest var rifist um það hvort Ráðhús Reykjavíkur og Perlan skyldu byggð að borgin hafði þegar mestu munaði u.þ.b. einu ráðhúsi og einni Perlu hærri tekjur en Neskaupstaður á ári og þó hafði Neskaupstaður tekjur talsvert yfir landsmeðaltali. Þannig má segja að það hafi verið auðvelt að stjóma borginni í þá daga og ekki mikið vandamál að setja stór- ar fjárhæðir í byggingar sem þessar. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að halda því ffam að ekkert tillit hafi verið tekið til þessara þátta við ákvarðanir um greiðslur úr jöfhunar- sjóði og breytingar sem gerðar hafa verið á honum frá upphafi, en þó er það nú samt enn staðreynd að ekkert af þeim ffamlögum sem fara eiga til jöfnunar fer til borgar- innar þótt tekjumynstrið sé nú allt annað en það var á þessum ámm. Áður en lengra er haldið er rétt að það komi skýrt fram að athugasemdir mínar við úthlutunarreglur sjóðs- ins beinast hvorki að ráðgjafamefhd jöfhunarsjóðsins né starfsmönnum hans, heldur að okkur sveitarstjómar- mönnum sjálfum, stjóm Sambands íslenskra sveitarfé- laga og stjórnvöldum landsins. Ég ætla nefnilega að halda því fram að vandinn við að deila út peningum úr sjóðnum eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess að við höfum ekki tekið á því verkefni að sameina sveitarfélög í starfhæfar rekstrareiningar en höfum í þess stað komið okkur upp kerfi, jöfnunarsjóði, til að bæta minnstu einingunum það óhagræði sem í því felst að reka örsveitarfélög, örskóla og ör- þjónustu af ýmsu tagi. Þar með er ekki sagt að sameining sveitar- félaga leysi allan vanda en við ættum samt að geta orðið sammála um að hætta að aka böm- um um langan veg fram hjá þéttbýliskjörnum lands- byggðarinnar í skóla sem einu sinni áttu rétt á sér sem heimavistarskólar en em nú löngu aflagðir sem slíkir og gegna því hlutverki í dag að vera óhagkvæmar rekstrar- einingar sem skólar, en e.t.v. ágætis gistiheimili eða hót- el á sumrin. Sjóðurinn á eins og nafnið bendir til að jafna stöðu sveitarfélaga og sannarlega fer stærstur hluti greiðslna úr sjóðnum til jöfnunaraðgerða en of stór hluti fer til að- gerða sem hafa ekkert með jöfnun að gera og eins og síðar verður að vikið vantar mikið á að sjóðurinn sfyðji það markmið að sameina sveitarfélög og að koma á meiri hagræðingu í rekstri. Jafhvel er hægt að sýna ffam á að úthlutunarreglur sjóðsins beinlínis komi í veg fyrir sameiningu sveitarfélaga, þótt það sé í raun eitt af mark- miðum sjóðsins að ýta undir sameiningu þeirra. Ég ætla fyrst og ffemst að taka til umfjöllunar þau at- riði sem mér finnst að betur mættu fara í úthlutun sjóðs- ins og sfyðst í því sambandi við úthlutun úr sjóðnum á síðasta ári. í grófum dráttum skiptast útgjöldin á árinu 1999 þannig: Millj. kr. Bundin framlög 792,2 Sérstök framlög 736,3 Grunnskólaframlög 2.648,2 Tekjujöfnunarframlög 416,0 Framlag v/húsaleigubóta 288,0 Þjónustuframlag 1.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.