Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 23
STJÓRNSÝSLA tískra fulltrúa verða óljósari en annars væri. Nánar er fjallað um verksvið framkvæmdastjóra í 55. gr. Hann er prókúruhafí sveitarsjóðs og er honum heim- ilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru, að fengnu samþykki sveitarstjómarinnar. Hann undirrit- ar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur, ábyrgðir o.s.frv. Þá er hann æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins, sbr. 5. mgr. 55. gr. I lok 55. gr. er tekið fram að í samþykkt um að stjóm sveitarfélagsins skuli setja nánari reglur um verksvið framkvæmdastjóra og mörk milli þess og ákvörðunar- valds sveitarstjómar/byggðarráðs. Það ákvæði verður að túlka svo að slíkar reglur um verksvið framkvæmda- stjóra verði einungis settar innan þeirra marka sem að ffaman greinir. í samþykktum um stjóm sveitarfélaga er almennt að fínna ákvæði um verkefni framkvæmdastjóra. í sam- þykkt um stjóm Reykjavíkurborgar og fúndarsköp borg- arstjórnar nr. 60/1985, með síðari breytingum, eru ákvæði um borgarstjóra, sbr. 5. kafla. Samkvæmt 30. gr. hefúr hann á hendi framkvæmd ákvarðana þeirra sem borgarstjóm tekur og framkvæmd málefna borgarinnar yfirleitt að því leyti sem borgarstjóm hefúr ekki ákveðið annað urn tiltekin mál. Þá getur borgarstjóri falið borg- arritara meðferð tiltekinna málaflokka í umboði sínu, sbr. 34. gr., og jafnframt falið öðmm aðilum meðferð ákveðinna málaflokka í umboði sínu samkvæmt nánari reglum borgarstjórnar. Alykta verður af því sem að framan segir að hér sé átt við aðra aðila innan embættis- mannakerfisins. Ákvæði sem varða kjöma fúlltrúa, nefndir og ráð er m.a. að finna í III. og IV. kafla sveitarstjómarlaga. Samkvæmt 39. gr. fer byggðarráð, ásamt fram- kvæmdastjóra sveitarfélagsins, með framkvæmdastjóm þess og fjármálastjóm að því leyti sem þau mál em ekki öðmm falin. Það hefúr umsjón með stjómsýslu sveitar- félaganna almennt og fjárstjóm þess sérstaklega, undir- býr fjárhagsáætlanir o.fl. Samkvæmt 40. gr. kýs sveitarstjóm fúlltrúa í nefndir, ráð og stjómir eftir því sem íyrir er mælt í lögum og samþykkt um stjóm sveitarfélagsins og veitir þeim lausn frá störfum. Slíkar nefndir eru svokallað fjölskipað stjómvald, þar sem fleiri menn annast saman stjóm- sýslu, nefndir, ráð og stjómir. Fjölskipuð stjómvöld em ekki starfhæf nema á fúndum. I stjómsýslulögum er að finna ákvæði um stjómsýslunefndir en það hugtak er í lögunum notað um fjölskipuð stjórnvöld. Þar sem stjómsýslunefndir em ekki starfhæfar nema á fúndum þurfa þær að uppfylla vissar gmndvallarreglur, s.s. um fundarboðun, ályktunarhæfi nefndarinnar og um það hversu margir nefndarmenn verði að gjalda tillögu já- yrði sitt svo að hún teljist samþykkt. Af þessu leiðir að einstakir fúlltrúar stjómsýsluneftidarinnar fara ekki sem slíkir með sjálfstætt vald að lögum.21 í III. kafla sveitarstjómarlaga um réttindi og skyldur sveitarstjómarmanna er eingöngu fjallað um rétt þeirra sem kjörinna fúlltrúa í nefndir og ráð, en ekki er þar gert ráð fyrir embættislegu hlutverki þeirra eða framkvæmda- valdi, sbr. það sem að framan segir. I lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins nr. 70/1996, sbr. einnig reglur um réttindi og skyldur starfs- manna ýmissa sveitarfélaga, er að finna sérstakan kafla um skyldur starfsmanna og lausn frá störfum vegna brota i starfi og af öðmm orsökum. Af sjálfú leiðir að þessi ákvæði ná eingöngu til starfsmanna, embættis- manna en á engan hátt til kjörinna fúlltrúa.3’ Þá er vakin athygli á ákvæðum 14. kafla almennra hegningarlaga nr% 19/1940, þar sem fjallað er um brot í opinberu starfi. Á sama hátt og áður er rakið ná þessi ákvæði eingöngu til starfsmanna en ekki til kjörinna fúll- trúa. Ekki er að finna í sveitarstjómarlögum eða samþykkt- um fyrir sveitarfélög beina skilgreiningu á valdsviði embættismanna annars vegar og kjörinna fulltrúa hins vegar. Af einstökum ákvæðum, sem vitnað hefúr verið til, verður hins vegar að ráða að kjömum fúlltrúum verði tæpast falið framkvæmdavald að því er varðar stjómsýsl- una sjálfa. Aftur á móti verður að telja eðlilegt að nefnd- arformaður sé talsmaður nefndarinnar um allt sem varðar stefnumörkun hennar eftir því sem við á. Framkvæmdastjómin er hins vegar í höndum viðkom- andi forstöðumanns sem heyrir undir ffamkvæmdastjóra sem æðsta yfirmanns hinnar embættislegu stjómsýslu. Þannig fer forstöðumaðurinn með daglega stjórn og rekstur, fjármálastjóm, starfsmannamál og aðra mála- flokka sem tengjast rekstri.4' III. Sérlög Með þessa niðurstöðu í huga er fróðlegt að skoða lög- gjöf ýmissa málaflokka sem sveitarfélögin varða. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 hafa að geyma skilgreiningu á verkefnum félagsmálanefnda. Samkvæmt 11. gr. skulu nefudir m.a. veita upplýsingar til almennings, gera tillögur að fjárhagsáætlun, beita sér fyrir forvömum og svo mætti lengi telja. Allt em þetta verkefni sem falla undir embættisfærslu. Að vísu segir í 8. gr. laganna að heimilt sé að fela sérstakri félagsmála- stofnun að sjá um framkvæmd félagsþjónustu undir stjóm félagsmálanefndar. Samkvæmt þessu lýtur emb- ættismaðurinn, félagsmálastjóri, stjóm nefndarinnar en ekki framkvæmdastjórans eða svo mætti a.m.k. ætla. Lög um húsnæðismál nr. 44/1998 em einnig athyglis- verð hvað þetta varðar. Samkvæmt 14. gr. em verkefni neíudarinnar m.a. að leggja mat á þörf einstaklinga sem búa við erfiðar aðstæður á viðbótarláni, veita almennar upplýsingar og ráðgjöf og aðstoða aldraða og fatlaða við öflun húsnæðis. Við lestur laganna mætti ætla að lög- gjafmn hafi haft í huga að húsnæðisnefndin, hin pólitískt kjöma nefhd, lifði sjálfstæðu lífi sem framkvæmdavald án húsnæðisskrifstofú og embættismanna. Svipað er upp 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.