Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 6
VEITUR Hitaveitan á Drangsnesi Guðmundur Björgvin Magnússon, oddviti Kaldrananeshrepps, Drangsnesi Sumarið 1999 var lögð hitaveita í öll hús á Drangsnesi og um þessar mundir eru um 90% íbúðarhúsa far- in að nota þennan nýja orkugjafa til húshitunar. Áður, eða árinu 1997, var farið að nota heitt vatn til upp- hitunar í grunnskólanum og frysti- húsinu. Forsögu þessara ffamkvæmda má rekja til ársins 1993 þegar sveitar- stjórnin fékk Kristján Sæmundsson jarðfræðing til þess að rannsaka frekari öflun á köldu vatni fyrir þorpið og í leiðinni að gera athugan- ir á jarðhitanum í Hveravík sem er um 6 km vestan við Drangsnes. Kristján valdi tvo borstaði í og við þorpið þar sem hugsanlega gæti fundist eitthvert magn af köldu vatni ef lagt yrði í að bora en taldi þó ekki miklar líkur á því. Hins veg- ar ef ákveðið yrði að bora eftir heitu vatni í Hveravík taldi hann æskilegt að bora holumar á Drangsnesi áður ef svo ólíklega vildi til að í þeim reyndist hár hitastigull. Það var svo í desember 1995 að við lentum í miklum vandræðum þegar fraus í kaldavatnsleiðslu sem er um 6 km löng og sér þorpinu að hluta fyrir köldu vatni. Engar líkur voru því til þess að þiðnaði í leiðslunni fyrr en næsta sumar og þess vegna þörf á aðgerðum strax. í byrjun janúar 1996 var í samráði við Kristján Sæ- ntundsson jarðfræðing og Hafstein Helgason verkfræðing ákveðið af fá hingað jarðborinn Ymi til þess að ganga úr skugga um hvort mögu- leikar væm á köldu vatni með bor- un. Ef ekki fengist vatn með bomn yrði borað eftir sjó niður um bryggj- una á staðnum og sjórinn með- höndlaður þannig að hann gæti nýst. Skemmst er frá því að segja að ekki fékkst kalt vatn úr holunni og því var málinu bjargað með bomn eftir sjó, en við hitamælingu í holu 1 kom í ljós að hitastigull var þar nokkuð hár, 236° C/km og benti það til nálægðar við jarðhitakerfi. Þannig getum við sagt að sú mikla neyð sem skapaðist þegar fraus í vatnsleiðslunni hafi þrátt fyrir allt fært okkur mikla gæfú. Var nú hafíst handa við að kanna möguleika okkar á virkjun og nýt- ingu hugsanlegs jarðhita ásamt því að afla tilskilinna leyfa og réttinda í þessu sambandi. Niðurstaðan var sú að ákveðið var að bora hitastiguls- holur á árinu 1997. Var samið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. sem byijaði bomn fyrstu dag- ana í júní, en það var svo 10. júní að upp komu uin 13 1/sek. af 60° C heitu sjálfrennandi vatni úr holu nr. 7 sem var í miðju þorpinu. Efna- innihald vatnsins var nú rannsakað hjá Orkustofnun og gáfú þær rann- sóknir fyrirheit um að það hentaði okkur vel, bæði sem varmagjafi í ofnakerfi húsa og einnig til neyslu. Ekki var beðið lengi með að nýta sér heita vatnið því strax sama kvöldið vom settir upp heitir pottar og nýttu margir sér þessa nýbreytni þótt aðstaðan væri fmmstæð í fiski- körum i vegkantinum. Pottarnir vom svo endurbættir nokkmm dög- urn síðar því sett vom niður tvö stór fiskeldiskör úr trefjaplasti í Qöm- borðið og eru þau þar enn og hafa alla tíð verið mikið notuð. í ágúst og september þetta sama ár var svo unnið við að ganga frá holunni, setja upp dæluskúr og tengja heitt Lagt í götu á Drangsnesi. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.