Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 45
FÉLAGSMÁL Hlustað af athygli á erindi háskólarektors. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. sú að fella það sem ég kallaði „félagsmála- hluta“ mannfélagskerfísins undir „fram- leiðslu- og neysluhlutann", þar sem allt ræðst af framboði og eftirspum. Þetta er „lausn“ markaðshyggjunnar sem felur í sér skýra sýn á framtíð félagslegrar þjónustu og um leið á framtíð heilbrigðis- og menntakerfisins. Lausnin felst í því að steína markvisst að því að afnema öll sam- félagsleg þjónustukerfi sem helstu þjóðriki veraldar hafa kappkostað að setja á laggim- ar síðan á 19. öld. Ef þið eruð sammála þessari „lausn“ get ég látið máli mínu lokið hér og nú! í trausti þess að þið séuð ekki reiðubúin til þess, að minnsta kosti ekki á þessari stundu, get ég haldið áfram. Hinn kosturinn er sá að leita leiða til að skilgreina hvemig eigi að komast að niður- stöðu og ná samkomulagi i þjóðfélaginu um það hver séu þessi skilyrði og gæði sem þegnunum séu nauðsynleg til að þroskast og dafha. Hér hafa heim- spekingar mikið til málanna að leggja. Frá dögum Fom- Grikkja hafa þeir glímt við þann vanda sem við stöndum nú ffammi fýrir og sett ffam ýmsar kenningar um það hvemig hann beri að leysa. Áður en ég nefni þær vil ég benda á það sem enginn ágreiningur er um meðal heimspekinga: Vandinn sem við er að etja er stjómmálalegs eðlis og stjómmál em stunduð á opinbem sviði, i borg eða samfélagi þar sem fólk með alls kyns sundurleita hagsmuni er samankomið og stendur andspænis ýmsum úrlausnarefhum sem það verður að takast á við til að skipuleggja samlíf sitt. Þetta er tilefni allra stjómmála: Við byggjum jörðina saman og þurfum að taka sameiginlega á skipulagsmálum: Leggja vegi, halda uppi löggæslu, losna við msl o.s.ffv. En hver emm „við“? Það er fýrsta og mikilvægasta spurningin sem framtíðarsýn okkar veltur á. I sögu heimspekinnar hafa myndast tvær hefðir sem gera sér gjörólíka mynd af því hver „við“ emm. Önnur hefðin, meðal helstu talsmanna hennar em heimspekingarnir John Locke og Stuart Mill, lítur á okkur sem sjálfstæða einstaklinga sem hafa ákveðið vald og viss réttindi áður en þjóðfélagið með öllum sín- um stofhunum kemur til sögunnar. Þjóðfélagið og vold- ugasta stofnun þess, ríkið, verður til eftir á, þegar best lætur með ffjálsum samningum okkar sem sjálfstæðra einstaklinga. Við sem einstaklingar höfum þá engar skyldur við þjóðfélagið eða ríkið aðrar en þær sem við semjum um eða viðurkennum af fusum og fijálsum vilja af því það er okkar hagur sem einstaklinga. Hér eru „huglægir einkahagsmunir“ lagðir til grundvallar stjóm- málunum og leiðin sem við fömm til að skilgreina þau skilyrði og gæði sem nauðsynleg em fýrir meðlimi þjóð- félagsins felst i því að við hinir fijálsu og sjálfstæðu ein- staklingar semjum um það okkar á milli hver þessi skil- yrði og gæði skulu vera. Við getum sett nokkra spekinga undir svonefndan „fávísisfeld“ og falið þeim að skil- greina þessi skilyrði og gæði miðað við að versta félags- lega staðan sem fólk geti lent í sé samt viðunandi. Hinir sem ekki em „fijálsir og sjálfstæðir" i sama skilningi og við hljóti einfaldlega að taka þeirri niðurstöðu sem við komumst að um það hver kjör þeirra skuli vera. Þeir em og verða „þiggjendur“ þeirrar þjónustu sem við ákveð- um að veita þeim, og það er ekki annað en blekkjandi orðalag að tala um þá sem „neytendur", „viðskiptavini" eða „þátttakendur". Hin hefðin, sú sem kenna má við heildina og „hlut- læga heildarhagsmuni“, hefur allt aðra sýn, annan skiln- ing á okkur, en meðal áhrifamestu talsmanna hennar em Platon og Karl Marx. Samkvæmt þessari hefð emm við ekki fýrst „sjálfstæðir einstaklingar", heldur þvert á móti emm við ffá upphafi meðlimir í samfélagi sem myndar eina heild utan um líf okkar, tengir okkur saman með óijúfanlegum böndum ættemis og félagslegra aðstæðna. Við höfum þá skyldur við samfélag okkar sem ekki verða afturkallaðar vegna þess að þær eiga rætur sínar í þeirri staðreynd að það er þetta samfélag sem hefur alið okkur og fóstrað og gert okkur kleift að verða „við sjálf1. Þess vegna ber að hafa „hlutlæga heildarhags- muni“ samfélagsins að leiðarljósi þegar ákvarðanir em teknar og stefha mótuð í stjómmálum. Ríki og sveitarfé- lög, sem undirstöðustofnanir þjóðfélagsins, eiga að hafa þá meginskyldu að standa vörð um þessa „hlutlægu heildarhagsmuni“. Leiðin sem hér er farin til að skil- greina þau skilyrði og gæði sem nauðsynleg em fyrir meðlimi þjóðfélagsins felst í því að opinberir aðilar setji á laggimar stofnanir þar sem sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins er ætlað að skilgreina þarfir þegnanna og leggja á ráðin um það hvemig þær verði 1 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.