Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 40
FÉLAGSMÁL 2.2. Milliþinganefnd í fátækramálum 1901-1905 í lok 19. aldar komu fram hugmyndir um breytingar á fátækralöggjöfinni með því að gera hana mannúðlegri og bæta stöðu þurfamanna. Það var því vonum seinna að Alþingi samþykkti árið 1901 þingsályktunartillögu um skipan milliþinganefndar í fátækramálum sem ætlað var að saftia saman lögum í eina heildstæða fátækra- og sveitarstjómarlöggjöf og endursemja hana og jafnffamt átti nefndin að athuga hvort heppilegt væri að landssjóð- ur veitti ellihmmu alþýðufólki ellistyrk og hvort stuðla ætti að því að ábyrgðarsjóður veitti alþýðufólki tækifæri til að tryggja sér ellilífeyri. Milliþinganefndin vann mjög skipulega og lagði mikla vinnu í undirbúning frumvarpa og hafði tæpast áður verið unnið jafn skipu- lega að löggjöf á sviði félagsmála. Neftidin lauk störfúm árið 1905 og má til starfa nefndarinnar rekja eftirtalin lög: lög um fátækramál frá 1905, lög um sveitarstjómar- mál frá 1905, lög um almennan ellistyrk ftá 1909, lög um lífsábyrgðir fyrir sjómenn á þilskipum ftá 1903 og lög um um stofnun geðveikrahælis ftá 1905. Tillögum og frumvörpum ftá milliþinganefnd fylgdu stónnerkar upplýsingar um stöðu fátækramála í upphafi aldar, byggðar á skýrslum sem milliþinganefnd í fá- tækramálum lét safna frá öllum sveitarfélögum fardaga- árið 1901-1902. 2.3. Fátækralög frá 1905 Fátækralögin frá 1905 boðuðu ekki gmndvallarbreyt- ingar á skipulagi og ftamkvæmd framfærslumála ftá því sem áður var. Sameinuð voru í ein lög margvísleg ákvæði um fátækramál, efnisskipan gerð einfaldari og orðalagi breytt, sett skýrari ákvæði um réttarstöðu þurfa- manna og skyldur þeirra sem byggðust á meiri skilningi á högum þeirra, t.d. vom niðurboð þurfamanna bönnuð. Þrátt fyrir margvíslegar breytingar á lögum um fátækra- ftamfærslu allt til ftamfærslulaga ftá 1947, sem vom í gildi til ársins 1991, gætti þó ætíð vemlega áhrifa frá lögunum frá 1905. 2.4. Upphaf alþýðutrygginga Fyrsti vísir að almannatryggingum á íslandi vom lög um styrktarsjóði handa alþýðufólki frá 1890 og var fyrst úthlutað úr sjóðnum árið 1901. Stónnerkilegt ftumvarp milliþinganefndar í fátækramálum um eftirlaun hinnar íslensku þjóðar, sem Páll Briem, formaður nefndarinnar, hafði samið, reyndist of stór biti og lagði stjómin því fram frumvarp um almennan ellistyrk, sem var sam- þykkt árið 1909 og fólst í því að endurbæta lögin um gömlu styrktarsjóðina fyrir alþýðufólk. Að tillögu milliþinganefndar í fátækramálum voru árið 1903 samþykkt lög um lífsábyrgðir fyrir sjómenn, en tryggingaskyldir samkvæmt þeim vom íslenskir sjó- menn á þilskipum sem stunduðu veiðar hér við land. Með lögum frá 1925 um slysatryggingu ríkisins var tryggingasviðið fært mikið út og náði nú til flestra verkamanna á sjó og landi, þó með ákveðnum undan- tekningum. Fyrsta sjúkrasamlagið, Sjúkrasamlag prentara, var stofnað 1897 og fyrsta almenna sjúkrasamlagið, Sjúkra- samlag Reykjavíkur, var stofnað árið 1909. Sett vom lög um sjúkrasamlög árið 1911 sem byggðust á frjálsum samtökum manna innan sama sveitarfélags. Það vom fyrst og ffemst lögin um slysatryggingar sem höfðu almennt gildi, en bæði lögin um almennan elli- styrk og sjúkrasamlög höfðu minna vægi vegna margvís- legra takmarkana og skilyrða í sambandi við aðild og út- hlutun. 2.5. Framkvæmd framfærslumála í byrjun 20. aldar Samkvæmt tilskipun um sveitarstjómir árið 1872 vom kjömar hreppsnefndir sem tóku við fátækramálum og lauk þar með afskiptum hreppstjóra sem höfðu staðið eins lengi og heimildir ná. Hreppsnefndir gátu falið fá- tækrastjómm úr hópi hreppstjómarmanna að fara með nánari tilsjón með framfærslu þurfamanna. Skipan fá- tækranefnda var ekki lögbundin og byggðist því á reglu- gerðum og ákvörðunum einstakra sveitarfélaga. Með samþykkt um bæjarmálefni Reykjavíkur frá októ- ber 1872 var í fyrsta skipti veitt heimild til að skipa menn utan hreppsnefnda og fátækranefnda til að hafa umsjón með fátækum í bænum og var starfið borgaraleg skylda og án launa. I upphafi árs 1873 vom kjömir tveir fátækrastjórar utan fátækranefndar og árið 1914 hafði ólaunuðum fátækrafulltrúum fjölgað í 16. Arið 1927 voru svo ráðnir tveir fátækrafulltrúar á launum í stað hinna ólaunuðu fulltrúa og markaði það nokkur tímamót í sögu félagsþjónustu sveitarfélaga. A fjórða áratug fylgdu síðan nokkrir stærstu kaupstaðirnir fordæmi Reykjavíkur og ráðnir vom sérstakir starfsmenn til að sinna fátækramálum. Arið 1955 störfuðu sérstakir ffam- færslufúlltrúar í a.m.k. þremur kaupstöðum utan Reykja- víkur, en í öðmm kaupstöðum hvíldi ffamkvæmd ffam- færslu að mestu á bæjarstjómm. 2.6. Fátækraframfærsla á fyrrihluta 20. aldar Fátækralög frá 1905 breyttu litlu um framkvæmd og eðli félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga. Hún var áffam miðuð við lögbundna fátækraffamfærslu sem var þó ffekar en áður veitt í formi styrkja til að halda heimil- um saman. Samkvæmt skýrslum milliþinganefndar í fátækramál- um um þá sem vom á framfæri sveitarfélaga fardagaárið 1901/1902 vom viðtakendur fátækraframfærslu 3% allra landsmanna og að meðtöldum mökum og bömum þeirra á ómagaaldri nutu 7,8% þjóðarinnar fátækraffamfæris. Árið 1906 var hlutfall útgjalda til framfærslu 33,8% af heildarútgjöldum sveitarfélaga og höfðu hér því orðið mikil umskipti til lækkunar frá því sem áður var. Réðu þar mestu hagstæð þróun í efhahagslífi þjóðarinnar í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. sem leiddi til minnkandi 1 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.