Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 24
STJÓRNSÝSLA á teningnum í lögum um leikskóla nr. 78/1994 og grunnskólalögum nr. 66/1995, þó með þeirri undantekn- ingu að í þessum lögum er gert ráð fyrir að starfsmenn þurft til að sinna þessum verkefnum auk leikskóla- nefnda og skólanefnda. Sömu sjónarmið er að finna í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Samkvæmt þeim lögum fer heilbrigðisnefndin með flest þau verkefni sem embættismenn heilbrigðiseftirlits sjá um, en að vísu er gert ráð fyrir að heilbrigðisfulltrúar, sem reyndar fara með sjálfstætt áminningarvald o.fl., starfi í umboði nefndarinnar. Framangreind dæmi sýna að meginhugsun sveitar- stjómarlaga um aðskilnað embættislegs valds annars vegar og pólitísks hins vegar nær ekki til veigamikilla lagabálka sem varða sveitarstjómarmál. Þar sem minnst er á starfsmenn á annað borð í um- ræddum lögum er það gjaman í því skyni gert að vemda starfsréttinda tiltekinna hópa. Þannig getur t.d. doktor í uppeldisfræðum ekki verið leikskólastjóri nema því að- eins að hann hafi jafnframt lokið þriggja ára námi í Fósturskóla íslands eða arftaka hans. Samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gengið enn lengra í þeim efnum að taka fram fyrir hendur sveitar- stjóma, en skv. 15. gr. laganna skal framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits ráðinn úr hópi þeirra heilbrigðisfull- trúa sem starfa hjá eftirlitinu, ef tveir eða fleiri slíkir starfa þar. Sveitarstjóminni er með þessu ekki aðeins meinað að ráða t.d. viðskiptaffæðing eða lögfræðing til þessa veigamikla stjómunarstafs heldur skal hann vera heilbrigðisfulltrúi að mennt og vera þegar í starfi hjá stofhuninni. Enn má hér taka dæmi. Á sjúkrahúsum em starfandi tveir sjálfstæðir stjómunarpíramídar, hinn læknisffæði- legi og annar á sviði hjúkmnarfræða. Framkvæmdastjór- inn og stjóm em þar svo einhvers staðar til hliðar. Lái mér það enginn, en ég hef einhvem veginn aldrei skilið þetta stjómunarmynstur sjúkrahúsanna og tel það a.m.k ekki árangursríkt, enda á skjön við alla viðurkennda teoriu um stjómun. Staðreynd er að við undirbúning löggjafar koma fúll- trúar hagsmunaaðila þar mjög gjaman að. Oft er þar ver- ið að gæta sérhagsmuna tiltekinna starfshópa og verja starfsréttindi þeirra, sem í mörgum tilfellum fara ekki saman við hagsmuni og vilja sveitarstjómanna.51 Áhersla löggjafans hefúr hins vegar verið á löggild- ingu og lögvemd hvers konar starfsheita og forgangs- eða einkarétt til starfa á viðkomandi sviði, sbr. t.d. 1. nr. 24/1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta. Samkvæmt 1. gr. ákveður ráðherra hvaða starfsgreinar em felldar undir lögin, nema starfsréttindi séu ákveðin í sérlögum.61 Lög nr. 24/1985 em hér aðeins tekin sem dæmi, en víða mætti bera niður, sbr. iðnaðarlög nr. 42/1978. Full- yrða má að hér hafa löggjafmn og stjómvöld gengið mun lengra en algengt er í rétti nágrannaríkja. IV. Framsal verkefna Samkvæmt 41. gr. sveitarstjórnarlaga er heimilt að sameina nefhdir, þannig að ein nefhd fari með verkefhi á fleiri en einu sviði þótt svo sé kveðið á í lögum að kjósa skuli sérstaka nefhd til þess að fara með tiltekin verkefhi. í greinargerð með lagafrumvarpinu kemur fram að til- gangur þessa ákvæðis er að tryggja möguleika sveitar- stjómar á að skipuleggja stjómsýslu sína með hagkvæm- asta og skilvirkasta hætti, eftir aðstæðum hveiju sinni. Heimild til sameiningar nefnda er mjög viðtæk. Þannig er ekki gerð krafa um skyld verkefni þeirra nefnda sem sameinaðar em enda þótt segja megi að það falli undir góða stjómsýslu að ein og sama fagnefnd fjalli um skylda málaflokka. 44. gr. sveitarstjómarlaga er svohljóðandi: Sveitarstjórn ákveður valdsvið nefnda, ráða og stjóma sem hún kýs nema slíkt sé ákveðið í lögum. Sveitarstjóm getur falið nefnd, ráði eða stjóm fulln- aðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg. í því skyni að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð er sveitarstjóm heimilt í sam- þykkt sveitarfélagsins að ákveða að fela öðmm aðil- um en nefndum afgreiðslu mála sem ekki varða vemlega ijárhag sveitarfélagsins. Slíkri afgreiðslu má þó ætíð skjóta til viðkomandi nefndar, byggðar- ráðs eða sveitarstjómar. Greinin byggir á þeirri meginreglu að sveitarstjómin móti sjálf stjómsýsluna í sveitarfélaginu nema lög kveði sérstaklega á um annað. Spyrja má um túlkun 2. mgr., þar sem heimiluð er fullnaðarafgreiðsla mála nema að lög mæli á annan veg. Eftir orðanna hljóðan mætti ætla að sveitarstjóm væri óheimilt að fela nefnd endanlega afgreiðslu, ef í lögum er gert ráð fyrir afgreiðslu sveitarstjómar. Hér má nefha skipulags- og byggingarlög nr. 135/1997, lög um félags- þjónustu sveitarfélaga nr. 44/1998 og lög um húsnæðis- mál nr. 45/1998. í greinargerð með frumvarpinu koma ekki fram leið- beiningar í þessum efnum í skýringum við 2. mgr. 44. gr. Hins vegar má benda á að svo þröng túlkun gerði hana í reynd óþarfa, þar sem sveitarstjóm hefur vissulega al- mennt rétt til að ákveða valdsvið nefnda sé því ekki skip- að með lögum. Þá má benda á ákvæði 3. mgr. sem fjallar um heimild sveitarstjómar til að fela öðmm aðilum en nefndum afgreiðslu mála, s.s. embættismönnum. Væri mjög óeðlilegt, og varla tilgangur ákvæðisins, að sveitar- stjóm hefði rýmri rétt til að fela embættismanni fullnað- arafgreiðslu máls en kjörinni nefnd, ráði eða stjóm á vegum sveitarfélagsins. Þá má ítreka þá meginreglu 44. gr. sem byggir á að sveitarstjóm móti sjálf stjómsýsluna 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.