Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Side 10
ERLEND SAMSKIPTI Hvar standa sveitarfélögin gagnvart þróun mála í Evrópu? Gísli Gíslason, bœjarstjóri á Akranesi Sveitarstjórnarmenn á íslandi hafa ekki gefíð sér mikinn tíma til að kynna sér svo- nefnd Evrópumálefni. Eitthvað þekkja menn til EES-samningsins og þá einna helst að af- leiðing samningsins er kvöð um afar dýra lausn á fráveitumálum og að bjóða skuli út á Evrópska efhahagssvæðinu þjónustu og verk- efni sem ná ákveðnum íjárhæðum. Fæstir hafa skoðað hvað EES-samningurinn hefur að bjóða sveitarfélögum og fáir hafa skoðað hver staða sveitarfélaga væri ef ísland væri aðili að ESB. Margir hafa þó skoðun á þessum málum, sem er nauðsynlegt, en betra væri að upplýsingar væru aðgengilegri fyrir fólk til að styðja skoðun sína. Tilraun verður hér gerð í þessu og næstu tölublöðum að varpa einhverju ljósi á þessi mál. EES-samningutinn Evrópska efnahagssvæðið varð til með samningi EFTA-landanna og ESB árið 1994. Strax árið 1995 gengu þrjú EFTA-landanna inn í ESB og eftir standa nú Noregur, ísland og Liechtenstein að EES-samningnum, en Sviss, sem einnig er í EFTA, hefur ekki samþykkt EES-samninginn. Þar hafa þó stór skref verið stigin varðandi löggjöf sem tekur mið af þeim reglum sem gilda innan ESB. EES-samningurinn byggist á tveimur meginþáttum: • EFTA-löndin þrjú fá aðgang að innri markaði ESB á grundvelli frelsishugtakanna fjögurra: a) frjáls flutn- ingur vöru, b) frjáls flutningur á þjónustu, c) frjáls flutningur Qármagns og d) frjáls for og flutningur fólks. • Endurgjald EFTA-landanna fyrir ofangreint felst í því að löndin lögtaka flestar af reglum ESB vegna samkeppnismála, ríkisstyrkja, neytendaverndar og vinnulöggjafar svo og reglur á sviði umhverfismála. Til þess að tryggja virkni og framgang EES-samn- ingsins hafa EFTA-löndin sett upp viðamikið kerfi sem annars vegar annast samskipti við ESB og er hins vegar eftirlitsaðili á að samningnum sé fylgt innan aðildarlandanna. A meðfylgjandi mynd má sjá hvemig þetta kerfi er sett upp. Frá því að samningurinn var gerður hefur honum ekki verið breytt á neinn hátt að því undanskildu að fækkað hefur EFTA-megin með aðild Austurríkis, Finnlands og Svíþjóð- ar að ESB. Hvað varðar ESB þá hefur hins vegar átt sér stað töluverð breyting sem áhugaverð er fyrir sveitarfélögin. Nú er orðin til „Héraðanefnd“ ESB (the Committee of the Regions) sem er 222 manna ráð og er framkvæmdastjóm ESB til ráðgjafar um málefni svæða, héraða og sveitarfélaga. EES-samningurinn hefur ekki tekið mið af þessu og verður það í sjálfu sér að teljast galli þar sem mikilvægur þáttur í starfí þeirra, sem starfa í sendiráðinu í Bmssel, er að vinna úr upplýsingum um málefni sem em til með- ferðar hjá ESB og að reyna að hafa áhrif á þann farveg sem einstök mál fara f. Aukin áhersla ESB á málefni svæða og héraða gerir það mikilvægara en ella að ísland hafi þau áhrif sem kostur er á þeim vettvangi. Nánar verður fjallað um þessa „Héraðanefnd" ESB síðar. Innan EES-samningsins eiga EFTA-löndin kost á þátt- töku í ýmiss konar verkefhum, m.a. á sviði menntamála, rannsókna, heilbrigðismála, jafnréttismála o.fl. Þátttaka sveitarfélaga á íslandi er að því best er vitað ekki mikil og má þar m.a. um kenna takmarkaðri þekkingu sveitar- stjómarmanna á efni EES-samningsins og e.t.v. takmark- aðri reynslu í að taka þátt í alþjóðlegri samvinnu. Meðal norskra sveitarfélaga er nokkuð virk þátttaka í ýmsum verkefnum og greiðir norska ríkið oftast 50% mótffam- lag á móti framlagi ESB. Samband norskra sveitarfélaga er með skrifstofu í Bmssel svo og Stavanger þar sem upplýsingum um verkefhi er komið á ffamfæri við norsk sveitarfélög auk annarra upplýsinga sem nauðsynlegt þykir að koma á ffamfæri. Nokkum tíma mun það hafa tekið norsk sveitarfélög að tileinka sér þátttöku í alþjóð- legum verkefnum, en nú taka mörg þeirra þátt í fjöl- breyttum verkefnum t.d. á sviði byggðarþróunar, starfs- þjálfunarverkefhum og fl.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.