Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 36
RÁÐSTE FNUR Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs var þéttsetinn allan daginn sem ráðstefnan stóð. Ljósm. Gunnar G. Vig- fússon. Félagsþjónusta á nýrri öld - viðhorf, ábyrgð, framtíðarsýn Ráðstefna í Salnum í Tónlistarhusi Kópavogs 12. nóvember 1999 Sambandið og Samtök félags- málastjóra á íslandi stóðu sameigin- lega að ráðstefnu í Salnum í Tónlist- arhúsi Kópavogs föstudaginn 12. nóvember sl. Ráðstefnan bar yfír- skriftina: „Félagsþjónusta á nýrri öld - viðhorf, ábyrgð, framtíðar- sýn“. Markmið ráðstefnunnar var að vekja máls á grundvallarþáttum fé- lagslegrar þjónustu í breiðum hópi. Tekist var á um nýjar hugmyndir og gamlar og hve viðhorf almennings og valdhafa til félagslegrar þjónustu hafa breyst ört. Tilgangur ráðstefh- unnar var að hvetja til sameiginlegr- ar ábyrgðar á líðan og möguleikum einstaklinga í íslenska þjóðfélaginu og vekja athygli á hve sveitarfélög- unum er ætlað stórt hlutverk í vel- ferðarþjónustu. Þörf íyrir félagslega þjónustu hefur aukist og kröfur til hennar mun meiri en áður. Ráðstefnan var sérstaklega ætluð sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum félagsmálanefnda, starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaga, alþing- ismönnum og flilltrúum félagasam- taka sem og verkalýðsfélaga. Ráðstefnan hófst á ávarpsorðum Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra Kópa- vogsbæjar, en síðan setti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, ráðstefnuna. Sveinn H. Ragnarsson, fyrrverandi félagsmála- stjóri i Reykjavík, flutti sögulegt yf- irlit yfir félagsþjónustu á Islandi og Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor, fjallaði um heim- spekilega sýn á félagsþjónustu á nýrri öld. Sigurbjörg Sigurgeirsdótt- ir stjórnsýslufræðingur og Sigfús Jónsson rekstrarráðgjafi fjölluðu um einkavæðingu í félagsþjónustu og hvort hún væri eftirsóknarverð. Jón Bjömsson, framkvæmdastjóri þró- unar- og fjölskyldusviðs Reykjavík- urborgar, og Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, ræddu um sam- skiptareglur kjörinna fulltrúa sveit- arfélaga og embættismanna. Aðalsteinn Sigfússon, félagsmála- stjóri Kópavogsbæjar, og Ólafur Hilmar Sverrisson, fyrrv. bæjarstjóri í Stykkishólmi, fluttu erindi um mismunandi þjónustustig sveitarfé- laga og áhrif á byggðamál. Guð- björg Ingimundardóttir, félagsmála- stjóri í Skagafirði, og Soffía Gísla- dóttir, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga, greindu frá hvemig til hefði tekist þar sem mörg sveitarfélög sameinast um fé- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.