Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 36
RÁÐSTE FNUR Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs var þéttsetinn allan daginn sem ráðstefnan stóð. Ljósm. Gunnar G. Vig- fússon. Félagsþjónusta á nýrri öld - viðhorf, ábyrgð, framtíðarsýn Ráðstefna í Salnum í Tónlistarhusi Kópavogs 12. nóvember 1999 Sambandið og Samtök félags- málastjóra á íslandi stóðu sameigin- lega að ráðstefnu í Salnum í Tónlist- arhúsi Kópavogs föstudaginn 12. nóvember sl. Ráðstefnan bar yfír- skriftina: „Félagsþjónusta á nýrri öld - viðhorf, ábyrgð, framtíðar- sýn“. Markmið ráðstefnunnar var að vekja máls á grundvallarþáttum fé- lagslegrar þjónustu í breiðum hópi. Tekist var á um nýjar hugmyndir og gamlar og hve viðhorf almennings og valdhafa til félagslegrar þjónustu hafa breyst ört. Tilgangur ráðstefh- unnar var að hvetja til sameiginlegr- ar ábyrgðar á líðan og möguleikum einstaklinga í íslenska þjóðfélaginu og vekja athygli á hve sveitarfélög- unum er ætlað stórt hlutverk í vel- ferðarþjónustu. Þörf íyrir félagslega þjónustu hefur aukist og kröfur til hennar mun meiri en áður. Ráðstefnan var sérstaklega ætluð sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum félagsmálanefnda, starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaga, alþing- ismönnum og flilltrúum félagasam- taka sem og verkalýðsfélaga. Ráðstefnan hófst á ávarpsorðum Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra Kópa- vogsbæjar, en síðan setti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, ráðstefnuna. Sveinn H. Ragnarsson, fyrrverandi félagsmála- stjóri i Reykjavík, flutti sögulegt yf- irlit yfir félagsþjónustu á Islandi og Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor, fjallaði um heim- spekilega sýn á félagsþjónustu á nýrri öld. Sigurbjörg Sigurgeirsdótt- ir stjórnsýslufræðingur og Sigfús Jónsson rekstrarráðgjafi fjölluðu um einkavæðingu í félagsþjónustu og hvort hún væri eftirsóknarverð. Jón Bjömsson, framkvæmdastjóri þró- unar- og fjölskyldusviðs Reykjavík- urborgar, og Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, ræddu um sam- skiptareglur kjörinna fulltrúa sveit- arfélaga og embættismanna. Aðalsteinn Sigfússon, félagsmála- stjóri Kópavogsbæjar, og Ólafur Hilmar Sverrisson, fyrrv. bæjarstjóri í Stykkishólmi, fluttu erindi um mismunandi þjónustustig sveitarfé- laga og áhrif á byggðamál. Guð- björg Ingimundardóttir, félagsmála- stjóri í Skagafirði, og Soffía Gísla- dóttir, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga, greindu frá hvemig til hefði tekist þar sem mörg sveitarfélög sameinast um fé- 98

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.