Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 37
RÁÐSTE F N U R lagslega þjónustu, eins og í Þingeyj- arsýslu, og hvaða breytingar hefðu orðið á þjónustunni við samruna sveitarfélaga eins og í Skagafírði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður félagsmála- nefndar Alþingis, ræddu væntingar stjómmálamanna til félagsþjónustu framtíðarinnar og svöruðu fyrir- spumum úr sal í ffamhaldi af því. Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri í Reykjavík, hélt lokaerindið á ráðstefnunni um framtíðarsýn í málaflokknum og nefndist erindið Félagsþjónusta á nýrri öld. Á milli erinda gafst tóm til fyrirspuma og einnig vom flutt söng- og skemmti- atriði. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík sem nefnist „Kátir karl- ar“ söng nokkur lög. Þá flutti Hana- nú hópurinn í Kópavogi skemmtiat- riði og kór Snælandsskóla söng nokkur lög við ráðstefnuslitin. Að lokinni ráðstefnunni bauð Kópavogsbær til móttöku i hinu nýja og glæsilega tónlistarhúsi. Ráðstefnan var vel sótt og vom þátttakendur um 160 manns. Ráðstefnustjóri var Snorri Aðal- steinsson, félagsmálastjóri á Sel- tjamamesi. Samtök félagsmálastjóra hafa áður gengist fyrir 6 ráðstefnum en eitt af meginmarkmiðum samtak- anna hefúr verið að vekja umræðu og veita fræðslu um nýjungar á sviði félagsþjónustu í þau 20 ár sem þau hafa starfað. Fyrsta ráðstefnan var haldin 1984 og nefndist: „Fé- lagsleg þjónusta undanfarið og framundan“. Á þeirri ráðstefnu var einnig reynt að skyggnast til fram- tíðar og reifaðar nýjungar í starfsað- ferðum og vinnubrögðum. Þegar lit- ið er til efnis þeirrar ráðstefnu og þessarar verður ekki annað sagt en að miklar breytingar hafi átt sér stað í félagslegri þjónustu. Viðhorfín til félagsþjónustu bæði meðal þeirra sem veita þjónustuna og einnig meðal þeirra sem neyta hennar hafa tekið stakkaskiptum. ECERS gœðamatskvarðinn - íslensk útgáfa ECERS kvarðinn er bandarískur kvarði sem œtlaður er til að meta starf með 3-6 ára börnum í leikskóla. Höfundar kvarðans eru Thelma Harms og Richard M. Clifford. Kvarðinn kom fyrst út í Bandaríknun- um 1980 og hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál. Endurskoðuð útgáfa kom út 1998. Þýðendur eru Gerður Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi og Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi. Kvarðinn var aðlagaður fslenskum aðstœðum, lögum og Aðalnámskrá. Kvarðinn hefur verið próf- aður í íslenskum leikskólum og telja leikskólakennarar hann einfaldan í notkun og mjög hentugan. Einnig var unnið þróunarverkefni í leikskólanum Furugrund í Kópavogi til að kanna hvort kvarðinn nýttist við að bœta gceði í starfinu. Niðurstöður verkefnisins voru mjög jákvœðar. Kvarðinn er til að meta leikskólastarf en er einnig gott uppflettirit. Þýðendur gefa kvarðann út og er hann til sölu hjá þeim. Gerður, sími: 564-1188 Sesselja, sími: 570-1600 og 565-6431 Um er að rœða rit, kvarðann sjálfan og úrvinnsluhefti. Þegar mat fer fram þarf hver starfsmaður að hafa kvarða og úrvinnsluhefti. Kvarðann er hcegt er að nota aftur síðar, en hvert úrvinnsluhefti not- ar starfsmaður einu sinni. Verð: Kvarði 900 kr. Veittur er 10% afsláttur ef keypt eru 5 stykki eða fleiri. Úrvinnsluhefti 125 kr. Veittur er 10% afsláttur af 10 hefta pakka og 20% af 20 hefta pakka. Einnig fylgir með úrvinnslueyðublað/línurit, sem leyfilegt er að Ijósrita. Þýðendur bjóða kynningu á kvarðanum og leiðbeiningu um notkun hans. Kynning sem tekur um klukkutíma kostar kr. 5000. Einnig er boðið upp á lengri kynningu. Gerður Guðmurdsdóttir og Sesselja Hauksdóttir 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.