Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 48
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Aðalfundur SSA 1999
haldinn í Brúarási í Norður-Héraði
dagana 26. og 27. ágúst
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi (SSA) 1999 var haldinn í Brúarási í Norður-
Héraði dagana 26. og 27. ágúst sl.
Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar Fjarðabyggðar
og formaður SSA, setti fundinn og bauð fundarmenn
velkomna. Fundarstjórar voru Gunnar Adolf Guttorms-
son, fyrrum oddviti Tunguhrepps, og Jónas Þór Jó-
hannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs. Maríanna Jó-
hannsdóttir skrifstofúmaður var ritari fúndarins.
Smári Geirsson flutti skýrslu stjómar SSA starfsárið
1998 til 1999 og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri SSA, kynnti reikninga SSA 1998 og fjárhagsáætl-
un fyrir 1999 og árið 2000.
Rétt til setu á aðalfundinum áttu 49 fulltrúar frá 16
sveitarfélögum.
Þá vom lagðar fram skýrslur Heilbrigðiseftirlits Aust-
urlands (HAUST), Gjaldheimtu Austurlands, Safna-
stofnunar Austurlands (SAL), orku- og stóriðjunefndar
SSA (OSSA), samgöngunefndar SSA og landshluta-
nefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra (LYFA).
Nýmæli á fúndinum var að í sérstökum kynningarbás-
um var kynnt starfsemi nokkurra aðila. Gunnar Vignis-
son kynnti Þróunarstofu Austurlands, Hörður Þórhalls-
son Eignarhaldsfélag Austurlands, Guðrún Jónsdóttir
Náttúmstofu Austurlands, Jóhanna Gísladóttir ferða-
þjónustu á Austurlandi, Emil Björnsson Fræðslunet
Austurlands, Garðar Jónsson Nýheima Hornafirði og
Helga Hreinsdóttir Heilbrigðiseftirlit Austurlands.
Þrjú aóalefni fundaríns
Þrjú mál vom aðalefni fúndarins, ferðaþjónusta, tekju-
stofnar sveitarfélaga og framtíð SSA/landshlutasamtaka
í breyttri kjördæmaskipan.
Ferðaþjónusta til framtíðar
Um hið fyrsta, ferðaþjónustu til framtíðar, fluttu fram-
söguerindi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra,
Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Ásmundur Gíslason,
fulltrúi Ferðamálasamtaka Austurlands, Jónas Hall-
grímsson, fulltrúi Markaðsskrifstofu Austurlands, og
Jóna Ingólfsdóttir, fúlltrúi Markaðsráðs Suðausturlands.
Tekjustofnar sveitarfélaga. Breytinga er þörf
Annað efnið nefndist Tekjustofnar sveitarfélaga.
Breytinga er þörf. Um það höfðu framsögu Jón Krist-
jánsson, alþingismaður og formaður endurskoðunar-
nefndar tekjustofnalaga, Guðmundur Bjamason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, Garðar Jónsson, bæjarstjóri Homa-
fjarðar, og Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri
Austur-Héraðs.
Framtíð SSA/landshlutasamtaka í breyttri
kjördæmaskipan
Um þriðja efnið, framtíð SSA/landshlutasamtaka í
breyttri kjördæmaskipan, fluttu framsöguerindi Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Smári Geirsson, formaður SSA, og Pétur
Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings.
Á fúndinum störfúðu fjórar nefndir, allsherjamefnd,
fjárhagsnefúd, samgöngunefnd og ferðaþjónustu- og at-
vinnumálanefnd.
Samstarfsáætlun SSA og Eyþings
Að tillögu allsherjamefndar fundarins var samþykkt
samstarfsáætlun SSA og Eyþings, sem kynnt var og birt
með frásögn af aðalfúnd Eyþings á bls. 49 í 1. tbl. Sveit-
arstjómarmála i ár.
Aðalfúndurinn samþykkti að fela stjóm SSA að annast
framkvæmd samstarfsáætlunarinnar í samvinnu við
stjóm Eyþings.
Ályktanir fundarins
Hér fara á eftir ályktanir fúndarins:
1000 ára kristnitaka á Islandi
Aðalfúndur SSA 1999 hvetur sveitarfélög á sambands-
svæðinu til að leggja sitt af mörkum svo unnt verði að
standa myndarlega að hátíðarhöldum í tilefni af því að á
næsta ári em 1000 ár liðin frá kristnitöku á íslandi.
Náttúrustofa Austurlands
Aðalfundur SSA 1999 samþykkir að hvetja sveitar-
stjómir á Austurlandi að kynna sér itarlega starfsemi
Náttúmstofú Austurlands. Þá er brýnt að sveitarfélögin
1 1 O