Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 58
BARNAVERND Breyttar áherslur í barnavernd hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar Hjördís Amadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbœ Barnavernd af hinu góóa Á síðastliðnum árum hefur starfs- fólk Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar unnið markvisst að því að eyða þeim fordómum sem einkennt hafa bamavemdarhugtakið í íslensku samfélagi. I 1. grein barnaverndarlaga nr. 58/1992 segir m.a.: „Markmið barnaverndar er að tryggja bömum viðunandi uppeldis- skilyrði. Skal það gert með þvi að styrkja uppeldishlutverk fjölskyld- unnar og beita úrræðum til vemdar einstökum börnum þegar það á við.“ Það að hugtakið bamavemd hefur verið litið neikvæðum augum telj- um við að miklu leyti mega rekja til þröngrar skilgreiningar bamavemd- aryfirvalda á lögunum, sem hefur valdið því að fólk hræðist afskipti þeirra og heldur jafnvel að þau jafh- gildi sundmngu fjölskyldunnar. Breyttar áherslur - sýni- legri þjónusta Til að breyta þessari þróun höfum við lagt áherslu á að kynna starf- semi okkar, gera hana áhugaverða fyrir foreldra og aukið sveigjanleika þjónustunnar eftir þörfum hverju sinni. Kynning á starfseminni hefur far- ið fram með ýmsum hætti, s.s. í fjöl- miðlum, á fundum og með útgáfu bæklinga. Sem dæmi um áherslubreytingar bjóðum við foreldrum allra bama, sem þess óska, ráðgjöf sálfræðings og félagsráðgjafa varðandi uppeldi barna þeirra og hefur sú þjónusta fallið í góðan jarðveg. Við upphaf samstarfs hveiju sinni er foreldrum gert ljóst að málið er unnið á gmnd- velli barnaverndarlaga og áhersla lögð á barnavernd sem jákvætt stuðningsúrræði með forvarnarlegt gildi. Bamavemdamefnd í Reykjanes- bæ fer nú einnig með öryggismál bama og teljum við það hafa hjálp- að mjög í viðleitninni við að afmá barnaverndargrýluna þar sem það starf er allt unnið fyrir opnum tjöld- um og gerir nefndina því sýnilegri. Betur má ef duga skal! Þrátt fyrir breyttar áherslur og mikla kynningu, koma enn upp mál, þar sem aðilar, bæði þeir sem til- kynna og þeir sem tilkynnt er um, líta mjög neikvætt á afskipti bama- verndaryfirvalda. Undantekninga- lítið hefur starfsinönnum tekist að vinna traust þessa fólks og um leið skapast aðstæður til viðunandi stuðningsúrræða. Þó er ekki hægt að útiloka að til þvingunaraðgerða komi í einstökum málum, en þeim hefúr fækkað vemlega. Reynsla og árangur tveggja síð- ustu ára af breyttum áherslum í bamavemdarstarfi segir okkur hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar að við séum á réttri leið. Við munum því fylgja þeirri þróun í von um að barnavemdar- grýlan verði þjóðsaga áður en langt um líður, lfkt og Grýla sjálf er nú í hugum flestra landsmanna. 1 \ VARMASKIPTAR hafa ótvíræða kosti Til dæmis á ofnhitakerfi, neysluvatnskerfi og snjóbræðslukerfi Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 SlMI 510 4100 1 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.