Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 58
BARNAVERND
Breyttar áherslur í barnavernd hjá Fjölskyldu- og
félagsþjónustu Reykjanesbæjar
Hjördís Amadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbœ
Barnavernd af hinu góóa
Á síðastliðnum árum hefur starfs-
fólk Fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar unnið markvisst að
því að eyða þeim fordómum sem
einkennt hafa bamavemdarhugtakið
í íslensku samfélagi.
I 1. grein barnaverndarlaga nr.
58/1992 segir m.a.:
„Markmið barnaverndar er að
tryggja bömum viðunandi uppeldis-
skilyrði. Skal það gert með þvi að
styrkja uppeldishlutverk fjölskyld-
unnar og beita úrræðum til vemdar
einstökum börnum þegar það á
við.“
Það að hugtakið bamavemd hefur
verið litið neikvæðum augum telj-
um við að miklu leyti mega rekja til
þröngrar skilgreiningar bamavemd-
aryfirvalda á lögunum, sem hefur
valdið því að fólk hræðist afskipti
þeirra og heldur jafnvel að þau jafh-
gildi sundmngu fjölskyldunnar.
Breyttar áherslur - sýni-
legri þjónusta
Til að breyta þessari þróun höfum
við lagt áherslu á að kynna starf-
semi okkar, gera hana áhugaverða
fyrir foreldra og aukið sveigjanleika
þjónustunnar eftir þörfum hverju
sinni.
Kynning á starfseminni hefur far-
ið fram með ýmsum hætti, s.s. í fjöl-
miðlum, á fundum og með útgáfu
bæklinga.
Sem dæmi um áherslubreytingar
bjóðum við foreldrum allra bama,
sem þess óska, ráðgjöf sálfræðings
og félagsráðgjafa varðandi uppeldi
barna þeirra og hefur sú þjónusta
fallið í góðan jarðveg. Við upphaf
samstarfs hveiju sinni er foreldrum
gert ljóst að málið er unnið á gmnd-
velli barnaverndarlaga og áhersla
lögð á barnavernd sem jákvætt
stuðningsúrræði með forvarnarlegt
gildi.
Bamavemdamefnd í Reykjanes-
bæ fer nú einnig með öryggismál
bama og teljum við það hafa hjálp-
að mjög í viðleitninni við að afmá
barnaverndargrýluna þar sem það
starf er allt unnið fyrir opnum tjöld-
um og gerir nefndina því sýnilegri.
Betur má ef duga skal!
Þrátt fyrir breyttar áherslur og
mikla kynningu, koma enn upp mál,
þar sem aðilar, bæði þeir sem til-
kynna og þeir sem tilkynnt er um,
líta mjög neikvætt á afskipti bama-
verndaryfirvalda. Undantekninga-
lítið hefur starfsinönnum tekist að
vinna traust þessa fólks og um leið
skapast aðstæður til viðunandi
stuðningsúrræða. Þó er ekki hægt
að útiloka að til þvingunaraðgerða
komi í einstökum málum, en þeim
hefúr fækkað vemlega.
Reynsla og árangur tveggja síð-
ustu ára af breyttum áherslum í
bamavemdarstarfi segir okkur hjá
Fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar að við séum á réttri
leið. Við munum því fylgja þeirri
þróun í von um að barnavemdar-
grýlan verði þjóðsaga áður en langt
um líður, lfkt og Grýla sjálf er nú í
hugum flestra landsmanna.
1
\
VARMASKIPTAR
hafa ótvíræða kosti
Til dæmis á ofnhitakerfi, neysluvatnskerfi og snjóbræðslukerfi
Danfoss hf.
SKÚTUVOGI 6 SlMI 510 4100
1 20