Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 35
BRUNAVARNIR Niðurstaöa útboös A grundvelli þessarar undirbún- ingsvinnu, sem hófst með skipan starfshópsins, auglýsti Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar f.h. Eignarhaldsfélagsins Brunabótafé- lags íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga útboð á sjö slökkvibif- reiðum og slökkvikerrum. Utboðið þurfti einnig að auglýsa á Evrópska efnahagssvæðinu og vom tilboð opnuð 29. júní sl. Sérstök matsnefnd, skipuð af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og EBI, fór yfír og lagði mat á tilboðin skv. ákveðnum valforsendum í út- boðsgögnunum. I nefndinni vom: Guðmundur Bjamason, EBI, Birgir Blöndal, Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, Bergsteinn Gizurason, Bmnamálastofnun ríkisins, Marinó Þorsteinsson, Innkaupastofnun rík- isins og Birgir Finnsson aðstoðar- slökkviliðsstjóri, Akureyri, fulltrúi faghóps. Markmiðið með þessu vinnulagi, þ.e. að skipa hlutlausa ráðgefandi nefhd, var að hlutlaust mat og sam- eiginlegar upplýsingar væru fyrir hendi fyrir sveitarfélögin, sem síðan tækju hina formlegu ákvörðun um kaup. Eftir yftrferð matsnefndarinnar liggur fyrir niðurstaða hennar. Alit nefhdarinnar var að lægsta tilboðið sem uppfylli útboðsskilmála í svo- kallaðan A-bíl væri ffá Ólaft Gísla- syni & Co hf. - Eldvamamiðstöð- inni, tilboðsverð kr. 10.974.930 án vsk. Matsnefhdin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að taka engu til- boði í B-bíl en beindi jafnframt þeim tilmælum til sveitarfélaga er hyggja á kaup á B-bíl að beina við- skiptum sínum til einhvers eftirtal- inna lægstbjóðenda, enda liggja fyr- ir staðfest verð og útfærslur á bílun- um. Tilboðsverð í B-bílana án vsk. em eftirfarandi: Almenna vönjsalan. MT bilar: kr. 7.846.461 IB Innflutningsmiðlun ehf.: kr. 8.701.869 Ólafur Gíslason & Co. hf. - Eldvamamiðstöðin kr. 9.460.138 Nýr slökkvibíll sem slökkvilið Akureyrar fékk afhentan I októbermánuði sl. Við bílinn standa Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri og Viðar Þorleifsson varðstjóri. Brunavarnir Árnessýslu hafa nýlega fengið einn fullkomnasta slökkvibíl landsins. Bíllinn var keyptur fyrir milligöngu Eldvarnamiðstöðvarinnar hf. í Reykjavík en yfirbyggingin er frá Noregi. Norska fyrirtækið heitir Rosenbauer, en það er austurrískt að grunni, undirvagninn er af gerð- inni Mercedes Benz 16/34 frá Ræsi hf. í Reykjavik. í slökkvibílnum er 340 hestafla vél, eða rúmlega 22 hestöfl á hvert tonn miðað við hleöslu, drif er 4 X 4, allt splittað, bíllinn er með ABS-hemlakerfi, 3800 lítra vatnstanki og 200 lítra froðutanki. Heildarþyngd bílsins getur veriö 16 tonn. Slökkvidæla er af gerðinni Rosenbauer NH30, 3000 I og er aftast í yfirbyggingu, knú- in frá aflúttaki bifreiöar. Afköst hennar eru 2800 I við 10 bar og 200 I við 40 bar. Slönguhjól er með 90 m slöngu og staðsett ofan við dælu og með 2 x 45 m framlengingu. Vinnuljós eru á hliðum og aftan á yfirbyggingu. Þá fylgir Ijósamastur, tengt rafstöð sem er í bílnum. Laus búnaður í bílnum er 5,5 kW rafstöð, yfirþrýstingsblásari, sem blæs 30 þús. m’ á mínútu og reykblásari, sem blæs 4,8 þús. m’ á mínútu. Þá fylgir einnig búnaður til að klippa bila eftir um- ferðaróhapp og reykköfunarbúnaður, milli 600 og 700 metrar af slöngum, 16 rása talstöð og sími, fullkominn stigi og annað ótalið. Þau sveitarfélög sem tóku þátt í útboðinu á A-bílnum hafa nú þegar fest kaup á slökkvibifreiðum og bil- arnir verða afhentir á þessu ári. Mikil umræða hefur nú hafist í kjöl- far útboðsins á nauðsyn endumýj- unar slökkvibúnaðar. Það er von EBÍ og Sambands is- lenskra sveitarfélaga að þetta sé ein- ungis lyrsta skrefið í endumýjun á slökkvibílaflota sveitarfélaganna. Því það er sjálfsögð krafa að íbúar sveitarfélaganna búi við öryggi í brunavömum og slökkviliðin í land- inu séu búin góðum og öruggum tækjabúnaði við sín hættulegu störf. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.