Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 38
FÉLAGSMÁL Sögulegt yfirlit félagsþjónustu Sveinn H. Ragnarsson, fyrrverandi félagsmálastjóri í Reykjavík Sögulegt yfirlit um félagsþjónustu sveitar- félaga er svo viðamikið efni að erfitt er að gera því skil í stuttu máli og verður hér að- eins stiklað á stóru. Allvíða verður getið sér- staklega félagsþjónustu í Reykjavík og er það fyrst og fremst vegna þess að ekki eru fyrir hendi upplýsingar um heildarþjónustu allra sveitarfélaga á landinu og svo vegna þess að Reykjavík hefur vegna stærðar haft ákveðið frumkvæði, enda kom þörf fyrir þjónustu oft fyrr fram þar en í öðrum sveitarfélögum. 1. Félagsþjónusta frá upphafi og fram til 1900 1.1. Upphaf sveitarfélaga og hlutverk þeirra Samkvæmt fornum íslenskum lögum hvíldi fram- færsluskyldan fyrst og fremst á ættinni, en til viðbótar komu svo aðrar stofnanir sem tóku við þegar skyldum ættarinnar sleppti. Gegndu hreppar þar stærstu hlutverki. Að því leyti var í gildi hér á landi mun þróaðri félags- málalöggjöf en vitað er um annars staðar á Norðurlönd- um. Tíundarlög frá 1096 eru fyrstu varðveittu heimildir um hreppa á íslandi. Ýmislegt bendir þó til þess að hreppaskipan hafi áður verið til í einhverri mynd, jafnvel áður en kristni var lögtekin. Helstu rök fyrir því eru að samkvæmt tíundarlögunum voru öll umráð þurfamanna- tíundar falin hreppunum, en það hefði tæpast verið gert nema þeir hefðu þegar verið til sem framfærslustofnanir. I þeim löndum Evrópu þar sem fátækraframfærsla komst á við kristni fóru kirkjan og klerkar alfarið með fram- kvæmd hennar og var svo lengi fram eftir öldum. Af Grágás má ráða að framfærslumál voru nær eina viðfangsefni sem sveitarfélögum var falið með lögum á þjóðveldisöld. Verkefni hreppanna var tvíþætt, annars vegar að gera ráðstafanir til bjargar þeim sem ekki gátu ffamfært sig og hins vegar ráðstafanir sem forða skyldu fleiri frá bjargarþroti. I framkvæmd var ómagafram- færsla á þann veg að þingfararskyldir bændur voru skyldaðir til að ala önn fyrir ómögum, einum eða fleiri, og fór það eftir efnahag þeirra. Samkvæmt tíundarlögum gekk hluti tíundar til að sfyrkja fátæka bændur sem ekki guldu þingfararkaup og töldust því þurfamenn. Er því allmikill munur á þessu tvennu, ómagaeldi eftir hinum fornu lögum og svo styrk til þurfamanna sem greiddist af fátækratíund og nokkrum öðrum tekjustofnum, til þeirra bænda sem ekki greiddu þingfararskatt og var ætlað að halda þeim við bú, enda töldust þeir ekki ómagar. Athyglisverð eru ákvæði þjóðveldislaga um að hreppar gegni jafn- ffarnt hlutverki einhvers konar tryggingarfé- laga þar sem bændur eru tryggðir gegn tjóni af eldsvoða og fellisótt í nautgripum. Með lögtöku Jámsíðu árið 1272 og síðar Jónsbók árið 1281 féllu úr gildi ákvæði þjóðveldislaga um héraðs- stjóm, m.a. féllu niður hin stórmerku ákvæði þjóðveldis- laga um gagnkvæmar tryggingar hreppsmanna. Löggjöf um fátækraframfærslu tók litlum breytingum allt frá gildistöku Jónsbókar og þar til fátækrareglugerðin frá 1834 tók gildi. Stjóm hreppa var upphaflega annars vegar í höndum almennra samkoma bænda og hins vegar í höndum kjör- inna hreppstjómarmanna sem nefndust sóknarmenn og síðar hreppstjórar. Hreppar nutu upphaflega mikils sjálf- stæðis gagnvart bæði ríki og kirkju. Afskipti ríkisvalds- ins af málum hreppa vom upphaflega nánast þau ein að í lögum var kveðið á um skipan þeirra og helstu verkefni. Við val hreppstjóra og framkvæmd sveitarmála voru hreppar algerlega óháðir hinu mjög svo takmarkaða framkvæmdavaldi sem þjóðveldið bjó við. Með Gamla sáttmála var farið að fela hreppstjómm skattheimtu fyrir konung, en síðar tóku sýslumenn að hlutast til um val hreppstjómarmanna og í lok 17. aldar var skipan hrepp- stjóra alfarið komin í hendur þeirra. Árið 1786 var svo nánast allt vald í fátækramálum lagt í hendur sýslu- manna og með konungsúrskurði frá 1808 má segja að hinn forni sjálfsákvörðunarréttur hreppa hafi að fullu verið úr sögunni. Það var ekki fyrr en með gildistöku til- skipunar um sveitarstjóm árið 1872 að aukið var sjálf- ræði sveitarstjóma að nýju og kjömir vom sveitarstjóm- armenn er tóku við ffamkvæmd fátækramála úr höndum hreppstjóra. Reykjavíkurkaupstaður og Seltjamames- hreppur höfðu sameiginlega stjórn fátækramála 1786-1847, og árið 1821 var skipuð þar sérstök fátækra- nefnd undir stjóm bæjarfógeta þar sem auk hans áttu sæti dómkirkjupresturinn í Reykjavík, hreppstjórinn á 1 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.