Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Blaðsíða 46
FÉLAGSMÁL sem best uppfylltar. Þetta er í megindráttum sú leið sem farin hefur verið í vestrænum þjóðfélögum til að ákveða kerfi og form félagslegrar þjónustu sem hið opinbera veitir þegnum sínum. Sjálft hugtakið „félagsþjónusta“, sem til umræðu er á þessari ráðstefnu, táknar kerfið sem opinberir aðilar hafa sett á laggimar til að sinna þörfum þeirra sem geta ekki af eigin rammleik aflað þeirra gæða sem þeir þurfa til að lifa. Líkt og í fyrri hefðinni sem ég hef lýst blasir við að þeir sem þjónustunnar njóta eru þiggjendur þeirra gæða sem hið opinbera eða sérfræð- ingar á vegum þess ákveða að veita þeim. Þær tvær áhrifamiklu heimspekihefðir, sem ég hef gert örstutta grein fyrir, veita ólíka sýn á hugsanlega framtíð félagsþjónustunnar. I annarri er gengið að því vísu að í framtíðinni verði þjónustan ákvörðuð í ljósi „huglægra einkahagsmuna“ okkar sem frjálsra einstakl- inga sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag. I hinni á félagsþjónustan að að taka mið af „hlutlægum heildar- hagsmunum" þjóðfélagsins með æ nákvæmari og fræði- legri greiningu á þörfum og aðstæðum hinna ýmsu fé- lagshópa sem líða nauð vegna vangetu sinnar til að standa á eigin fótum. í mínum huga dugar hvorug þessara hefða til að veita okkur þá framtíðarsýn sem við þörfnumst til að skapa þau skilyrði sem nauðsynleg eru fyrir komandi kynslóð- ir til að takast á við og leysa þann vanda sem sprettur af því að við búum og lifum saman og þurfum sífellt hvert á öðru að halda i lífsbaráttunni. Ég vil því að lokum reyna að gera ykkur grein fyrir þeirri heimspekilegu sýn á sjálf okkur sem ég tel að framtíð félagsþjónustunnar byggist á. Hver erum við? Ég efast um að sú sýn sem við höfum á okkur sjálf í ljósi hefðanna tveggja, sem ég hef lýst fyrir ykkur, sé í sam- ræmi við veruleikann. „Ég“ er ekki „frjáls og sjálfstæður einstaklingur“ sem ákveð í ljósi eiginhagsmuna minna hvað ég vil leggja til þeirra sem em minnimáttar í samfé- laginu. „Ég“ er ekki heldur meðlimur í félagslegri heild sem getur leyft sér að ákveða hvers „ég“ þarfnast til að lifa. Og sama gildir um „þig“, manneskjuna sem „ég“ ávarpa og tala til. „Þú“ ert hvorki stak í mengi einhverrar heildar né fyllilega „frjáls og sjálfstæður einstaklingur". Hver ertu? Og hvar ertu? Hver er staða þín í tilverunni? Ertu kannski ósýnileg? Mér kemur í hug ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson sem ber hið undarlega nafn „Eter“: Þú sem ert ekki hér, hvers vegna skyldi mér vera ljóst að þú ert hér ekki? Ég slæ þessari spum- ingu fram af því mér fmnst skrýtið að ég, sem tek mjög illa eftir því sem hér er, skuli veita því athygli sem er hér ekki. Mig langar til þess að vita hvar þú ert, hvemig þér líður, hvort þú ert að brosa eða ekki, hvort þú ert vakandi eða hvort þú ert sofandi og hvemig þú ert ef afdu ekki áhyggjur! Oryggissiminn vaktar húsið þitt - allan sólarhringinn rglæsilegur heimilissími - einstakur öryggisvörður Helstu kostir öryggiskerfisins ■ Reykskynjari. ■ Innbrotavörn. Hreyfi- og segulskynjarar nema hreyfingu inni og fikt við hurðir og glugga. ■ Innbyggð vörn gegn því aö reynt sé að aftengja skynjara, síma og rafmagn. ■ Lætur vita um bilun í rafmagni og síma. ■ Neyöarhnappur - ómetanlegt öryggistæki fyrir aldraöa og sjúklinga ■ Tengimöguleiki fyrir ótal práðlausa skynjara til viöbótar. ■ Einföld uppsetning, engir præðir. Hvernig virkar öryggiskerfið? Þú getur stillt kerfið inn á 9 mismunandi símanúmer úti í bæ sem hringja og láta vita ef það fer í gang. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1500 umboðsmenn um land allt l 08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.