Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 8
Afmæli Lýður Björnsson sagnfrœðingur: Sveitarstj órnarmál sextíu ára Heimskreppan þrengdi mjög að sveitarfélögum og það svo að víða horfði til vandræða. Leitað var leiða til að bæta ástandið. Alþingi samþykkti árið 1933 lög um Kreppulánasjóð, lagði honum fé og útvegaði að auki fé með útgáfu handhafaskulda- bréfa. Mörg sveitarfélög fengu fyrirgreiðslu í Kreppulánasjóði. Árið 1942 höfðu 104 sveitarfélög fengið slíka fyrirgreiðslu en 33 þeirra höfðu þá greitt lán úr sjóðnum að fullu og mörg fleiri voru talin líkleg til að ná því marki á næstu árum. Ríkið hafði verulegra hagsmuna að gæta varðandi starfsemi Kreppulánasjóðs. Það var því að vonum að fljótlega var stofnað til eftirlits með Ijármálum þeirra sveitarfélaga sem tóku lán úr fyrrnefndum sjóði. Árið 1937 var heimilað að stofna embætti eftirlitsmanns sveitarfélaga og skyldi hann starfa í atvinnumálaráðuneytinu. Eftirlitsmaður skyldi einnig vera forstjóri Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem stofnaður var við þetta tækifæri og annast skiptingu og afgreiðslu frantlaga úr honum og veita sveitarstjórnum aðstoð og ráð um ijárhags- mál. Heimild þessi var notuð árið 1939. Þá var Jónas Guðmundsson ráðinn eftirlitsmaður. Hann var gagnkunnugur sveitarstjórnarmálum, hafði setið á Alþingi 1934-1937 og átt þar þátt í samn- ingu frumvarps til laga um framfærslu og alþýðu- tryggingar, verið oddviti Neshrepps í Norðfirði 1925-1928 og forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar 1928-1937. Hann var eftirlitsmaður sveitarfélaga 1939-1952. Þá tók Hjálmar Vilhjálmsson við og gegndi starfinu þar til það var lagt niður 1962. Lýður Björnsson sagnfræð- ingur hefur verið kennari við Verzhmarskóla íslands og dósent við Kennaraháskóla Islands. Hann er höfundur á þriðja tug bóka um sagnfrœðileg efni, m.a. Sögu sveitarstjórnar á Islandi I tveimur bindum, sem konnt út árin 1972 og 1979. Jónas var einnig frumkvöðull að stofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður þess frá stofn- un 1945 til ársins 1967. Eftirlitsstarfið færði Jónasi Guðmundssyni heim sanninn um að sveitarstjórnarmenn skorti vettvang þar sem þeir gátu leitað upplýsinga og borið saman Jónas Guðmundsson stofnaði til útgáfu Sveitarstjórnarmála 1941 og gaf út tímaritið fyrir eigin reikning þar til sambandið var komið á legg og tók við útgáfu þess árið 1947. bækur sínar. Hann hóf því útgáfu tímarits sem hel- gað skyldi þessum málaflokki og nefndi það Sveitarstjórnarmál. Fyrsta tölublaðið kom út í árs- byrjun 1942 en hafði verið fullbúið til prentunar alllöngu fyrr og telst þvi eiga sextíu ára afmæli á þessu ári. Tilgangi útgáfunnar lýsir Jónas svo í ávarpsorðum: „Ég hefi ráðizt í útgáfú þessa rits í því skyni, að það geti orðið fyrsti vísir að meira samstarfi milli þeirra manna, sem sveitarstjórnarmál láta sig nokkru skipta, og til þess að auka þekkingu þeirra í þessum efnurn. Von mín er sú, að innan skamms megi takast að

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.