Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 12
Samtal „Andinn úr Svarfaðardal hefur ávallt ríkt í mér“ Samtal við Eirík Pálsson, sem var ritstjóri og ábyrgðarmaður Sveitarstjómarmála á árunum 1948 til 1952 „Andinn úr Svarfaðardal hefúr ávallt ríkt í mér,“ sagði Eiríkur Pálsson, fyrrum skattstjóri í Hafnar- firði, er við Gunnar G. Vigfússon Ijósmyndari komum í heimsókn á heimili hans í Hafnarfirði á dögunum en hann hélt upp á níræðisafmæli sitt í aprílmánuði síðastliðnum. Þetta var svarið við spurningu sem laut að því hvort hann hefði í eðli sínu verið félagslyndur því hann hefur tekið þátt í margvíslegum félagsmálastörfúm bæði fyrr og síðar. „Við krakkarnir á Austurkjálkanum í Svarfaðardal þar sem ég ólst upp störfuðum í ungmennafélagi er við stofnuðum og fótbolti var mikið iðkaður við erfiðar aðstæður - og við skrifuðum blað.“ Ahuginn á félagsmálastörfúm var því snemma vaknaður. Eiríkur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Sveitarstjórnarmála frá 1. nóv- ember 1948 til ársins 1952, en árið 1948 opnaði sambandið fyrst eigin skrifstofu, ári eftir að það tók við rekstri tímaritsins, og varð Eiríkur fyrsti starfsmaður þess. - Hventig voru fyrstu starfsárin? „Fyrsta skrifstofa sambandsins var í Búnaðar- bankahúsinu við Austurstræti og svo fékk það inni í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Það kom fljótt á daginn að það ríkti fátækt hjá sambandinu. Það lá við að sambandið legðist niður vegna auraleysis, svo að ég hætti að vinna hjá því árið 1952 og réð mig sem fúlltrúa í félagsmálaráðuneytinu. Þar var ég til ársins 1954, en þá losnaði skattstjóra- embættið í Hafnarfirði. Ég sótti um starfið og fékk það. Því gegndi ég til ársins 1962 er skattumdæmin voru stækkuð og Hafnarfjörður varð hluti Reykja- nessumdæmis. Þá varð annar skattstjóri þar en ég starfaði áfram á skattstofunni til ársloka 1967. Þá sótti ég um að verða forstjóri fyrir Sólvang í Hafnarfirði, fékk starfið og var forstjóri Sólvangs til ársloka 1981, en ég varð sjötugur á því ári.“ - Hver voru helstu verkefniþín hjá sambandinu? „Þau voru fólgin í því að koma sambandinu á - Hver var aðdragandinn að þvi að þú hófst störf hjá sambandinu? „Ég var þá bæjarstjóri í Hafnarfirði og fylgdist vel með stofnun sambandsins. Ástæðan var sú að í undirbúningsnefnd að stofnun þess voru auk Jónasar Guðmundssonar þeir Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, og Björn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Við Björn unnum vel saman að bæjarmál- um í Hafnarfirði og ég gerði mér grein fyrir að þeir unnu vel að undirbúningi sambandsins og að sambandið ætti nokkra framtíð fyrir sér. Björn vissi um tiltekna erfiðleika í bæjarmálasamstarfinu i Hafnarfirði og hvatti mig til að sækja um starfið hjá sambandinu. Ég taldi rétt að gera það eftir þá reynslu sem ég hafði hlotið í bæjarstjórastarfinu og stjórn sambandsins var einhuga um að ráða mig. Ég sagði því upp sem bæjarstjóri og hóf störf sem fram- kvæmdastjóri hjá sambandinu 1. nóvemer 1948.“ „Ég taldi mig eiga talsvert í Sögu Húsavíkur... og í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar."

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.