Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 15
Samtal 141 Ég vildi heldur vinna að sveitarstjórnarmálum en hjá misvitrum þingmönnum.“ - Varst þú góóur bœjarstjóri? „Ehki skal ég dæma um það. Að minnsta kosti fylgdist ég með öllu. Ef holræsi bilaði eða vatns- veitan þá var hringt heim til mín að nóttu sem degi. Við gátum þokað ýmsum málum fram á við. Meðal annars var hafist handa um nýja vatnsveitu sem áður hafði að hluta verið lögð í stokki en var nú lögð í leiðslur alla leið frá upptökum og var auðvitað undirstöðumál í Hafnarfirði með alla þessa fiskvinnslu. Þá var unnið að mörgum umbótamálum og var ég hlynntur mörgum stefnu- málum forustumannanna sem voru margir hverjir hinir mikilhæfustu menn. Seinna bauð ég mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokk- inn með takmörkuðum árangri - en það er önnur saga. Góður bæjarstjóri? Enn eru menn að víkja sér að mér á götu og þakka mér ýmislegt sem ég á að hafa gert sem bæjarstjóri." - Saknaróu þess aö hafa ekki unniö lengur aó sveitarstjórnarmálum? „Sveitarstjórnarstörfin skipta gríðarlega miklu máli. Nefndarstörfin til undirbúnings stofnun sam- Fjármál Nefnd endurskoðar lög og reglu- gerðarákvæðl um jöfnunarsjóð Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Valgarð Hilm- arsson, oddvita Engihlíðarhrepps, og Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í nefnd sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað til þess að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem fjallar um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga og þær reglugerðir sem byggðar eru á ákvæðum þessa kafla tekjustofnalaganna. Aðrir í nefndinni eru alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Gísli Einarsson og Magnús Stefáns- son, sem er formaður nefndarinnar, og Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. Með nefndinni starfa deildarstjórarnir Elin Pálsdóttir og Hermann Sæmundsson í félagsmála- ráðuneytinu og Gunnlaugur Júlíusson, deildarstjóri hagdeildar sambandsins. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir miðjan september nk. bandsins skiluðu góðum árangri, og mér hefur alltaf fundist að á sveitarstjórnarmál mætti leggja meiri áherslu í þjóðfélaginu. Til dæmis hefur mér fundist að það vantaði meiri kennslu í meðferð sveitarstjórnarmála. Menn koma að þessum störf- um með mismunandi bakgrunn og þurfa að takast á við afar margbreytileg mál, félagsmálin sem áður voru nefnd fátækramál, skipulagsmál, eignarnám og fleira. í rauninni þyrfti að vera skóli eða sérstök háskóladeild sem annaðist sérhæfða kennslu í sveitarstjórnarmálum. Meðal annars þetta var okkur í huga á fyrstu árum sambandsins. Ýmsum þeirra mála mætti enn þoka betur fram á við. Stundum virðist svo að bæjarfúlltrúar séu sumir hverjir næsta óvitandi um ýmsa flókna hluti og taki ákvarðanir út og suður, en flest mál á vegum sveit- arstjórna eru þess eðlis að þau horfa almennt til heilla og eru ekki ágreiningsefni - nema þá helst hér í Hafnarfirði." „En svar mitt við spurningu þinni er: Ég tók að fylgjast með þjóðmálum og sveitarstjórnarmálum um 1918 og geri það enn þann dag í dag. Þessi viðfangsefni eru merkur þáttur í lífi hvers manns.“ Unnar Stefánsson Ymislegt Starfshópur til að yfirfara skýrslu auðlindanefndar Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra Akureyrar, og Jónas Jóns- son, oddvita Ásahrepps, í starfshóp sem félags- málaráðherra, Páll Pétursson, hefur skipað til þess að draga sérstaklega fram þau atriði sem snerta sveitarfélögin í skýrslu auðlindanefndar, þannig að auðveldara verði að taka afstöðu til þeirra þegar málinu vindur fram. Af hálfu félagsmálaráðuneytisins eiga sæti i starfshópnum Birkir J. Jónsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, og Garðar Jónsson viðskipta- fræðingur, sem er formaður starfshópsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.