Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 15
Samtal
141
Ég vildi heldur vinna að sveitarstjórnarmálum en
hjá misvitrum þingmönnum.“
- Varst þú góóur bœjarstjóri?
„Ehki skal ég dæma um það. Að minnsta kosti
fylgdist ég með öllu. Ef holræsi bilaði eða vatns-
veitan þá var hringt heim til mín að nóttu sem degi.
Við gátum þokað ýmsum málum fram á við.
Meðal annars var hafist handa um nýja vatnsveitu
sem áður hafði að hluta verið lögð í stokki en var
nú lögð í leiðslur alla leið frá upptökum og var
auðvitað undirstöðumál í Hafnarfirði með alla
þessa fiskvinnslu. Þá var unnið að mörgum
umbótamálum og var ég hlynntur mörgum stefnu-
málum forustumannanna sem voru margir hverjir
hinir mikilhæfustu menn. Seinna bauð ég mig fram
í bæjarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokk-
inn með takmörkuðum árangri - en það er önnur
saga. Góður bæjarstjóri? Enn eru menn að víkja
sér að mér á götu og þakka mér ýmislegt sem ég á
að hafa gert sem bæjarstjóri."
- Saknaróu þess aö hafa ekki unniö lengur aó
sveitarstjórnarmálum?
„Sveitarstjórnarstörfin skipta gríðarlega miklu
máli. Nefndarstörfin til undirbúnings stofnun sam-
Fjármál
Nefnd endurskoðar lög og reglu-
gerðarákvæðl um jöfnunarsjóð
Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Valgarð Hilm-
arsson, oddvita Engihlíðarhrepps, og Jóhann Sigur-
jónsson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í nefnd sem
Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað til
þess að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna
sveitarfélaga nr. 4/1995 sem fjallar um Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga og þær reglugerðir sem byggðar
eru á ákvæðum þessa kafla tekjustofnalaganna.
Aðrir í nefndinni eru alþingismennirnir Arnbjörg
Sveinsdóttir, Gísli Einarsson og Magnús Stefáns-
son, sem er formaður nefndarinnar, og Húnbogi
Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu. Með nefndinni starfa deildarstjórarnir Elin
Pálsdóttir og Hermann Sæmundsson í félagsmála-
ráðuneytinu og Gunnlaugur Júlíusson, deildarstjóri
hagdeildar sambandsins.
Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir miðjan
september nk.
bandsins skiluðu góðum árangri, og mér hefur
alltaf fundist að á sveitarstjórnarmál mætti leggja
meiri áherslu í þjóðfélaginu. Til dæmis hefur mér
fundist að það vantaði meiri kennslu í meðferð
sveitarstjórnarmála. Menn koma að þessum störf-
um með mismunandi bakgrunn og þurfa að takast
á við afar margbreytileg mál, félagsmálin sem áður
voru nefnd fátækramál, skipulagsmál, eignarnám
og fleira. í rauninni þyrfti að vera skóli eða sérstök
háskóladeild sem annaðist sérhæfða kennslu í
sveitarstjórnarmálum. Meðal annars þetta var
okkur í huga á fyrstu árum sambandsins. Ýmsum
þeirra mála mætti enn þoka betur fram á við.
Stundum virðist svo að bæjarfúlltrúar séu sumir
hverjir næsta óvitandi um ýmsa flókna hluti og taki
ákvarðanir út og suður, en flest mál á vegum sveit-
arstjórna eru þess eðlis að þau horfa almennt til
heilla og eru ekki ágreiningsefni - nema þá helst
hér í Hafnarfirði."
„En svar mitt við spurningu þinni er: Ég tók að
fylgjast með þjóðmálum og sveitarstjórnarmálum
um 1918 og geri það enn þann dag í dag. Þessi
viðfangsefni eru merkur þáttur í lífi hvers manns.“
Unnar Stefánsson
Ymislegt
Starfshópur til að yfirfara
skýrslu auðlindanefndar
Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóra Akureyrar, og Jónas Jóns-
son, oddvita Ásahrepps, í starfshóp sem félags-
málaráðherra, Páll Pétursson, hefur skipað til þess
að draga sérstaklega fram þau atriði sem snerta
sveitarfélögin í skýrslu auðlindanefndar, þannig að
auðveldara verði að taka afstöðu til þeirra þegar
málinu vindur fram.
Af hálfu félagsmálaráðuneytisins eiga sæti i
starfshópnum Birkir J. Jónsson, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra, og Garðar Jónsson viðskipta-
fræðingur, sem er formaður starfshópsins.