Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 18
Þjóðlegur fróðleikur Því taldi sýslumaður réttast að leigja skóginn hjáleigubændum Þingvallastaðar - og eins mikinn skóg og þeir kæmust yfir. Þar væri fremstur í flokki Kristján hreppstjóri Magnússon í Skógarkoti, enda öðrum áhugasamari fyrir því að skógurinn eyddist ekki. „En Einarsen prestur er hér þekktur fyrir að vera lítill fjárgæslumaður og sem embættismaður getur hann ekki gefið sér nægan tíma til að hafa þá umsjón með skóginum sem nauðsynleg er.“U) Prestur skoðar atferli sóknarbarna sinna Nú brá séra Einar á Þingvöllum geiri sínum í aðra átt, að annexíu sinni í Grafningshreppi, sem var Úlfljótsvatnssókn. Á þeim árum var búið þar Villingavatn. 14 búum á 13 bæjurn og voru bændur býsna samhentir í lífsbaráttu sinni. Ekki er vitað hvenær slettist fyrst upp á vinskapinn við hinn nýja Þingvallaprest, en forboði þess er eftirfarandi saga frá fyrsta embættisári séra Einars: „Þegar séra Einar messaði í fýrsta sinn á Úlf- ljótsvatni og var að þjóna fyrir altari, vildi það einkennilega atvik til, að tittlingur flaug inn um glugga, sem var fyrir ofan altarið, lenti beint í höfuð presti og festist þar með klær og nef. Meðhjálparinn, Gísli hreppstjóri á Villingavatni, stóð þá upp og losaði fuglinn úr hárinu á presti.“l2> Gísla hreppstjóra fannst þetta vera fyrirboði þess að nokkuð yrði embættisferill séra Einars óvenju- legur. En nú bar það við að sóknarbóndi einn í Grafningnum, Eyjólfur Ásgrímsson á Torfa- stöðurn, bar það í prest að Grafningsbændur svikju meira eða minna undan tíundina. Þar í var prests- tíundin fjórði partur og kom við Þingvallaprest. Átaldi hann sóknarbændur úr prédikunarstóli fyrir þessi ætluðu tíundarsvik, en á móti skoruðu þeir á prest að leitast við að sanna þennan áburð og kæra hann síðan til sýslumanns. Séra Einar stóðst ekki frýjunarorðin og þann 31. desember 1826 reit hann Þórði Sveinbjörnssyni, sýslumanni í Hjálmholti, bréf það sem hér er upphafið að: „Talaði ég til þeirra af prédikunarstól“ „I Grafningshreppi eru eins og annars staðar menn, sem eiga að svara tíund af fénaði sínum. Þegar ég um árið varð sóknarprestur þeirra, heyrði ég það í ræmi meðal fólks, að engir menn legðu í vanda sinn að svikja eins tíundargjörð sína eins og þeir, og þó væri hreppstjórinn hvað lak- astur. Síðan er ég kominn að þráfaldri raun um sannleika þessa alræmis ... og talaði ég til þeirra af prédikunarstól þann 20. sunnudag eftir trini- tatis seinastliðinn varúðarorð um það efni framvegis ... En sunnudaginn þar næstan er ég flutti messugjörð hjá þeim, eður þann 25. sunnu- dag eftir trinitatis, veittust bændur að mér eftir tíðagjörðina inni í húsum kirkjubóndans og hreppstjórinn í fararbroddi.“ Séra Einar taldi að Gísla hreppstjóra hefði þótt „orð mín svæsin, eins og ósönn, og tilhélt mér að ákæra, að mér fremur virtist, orð mín sjálfs en tíundargjörð þeirra“. Tilnefndi prestur síðan 10 Grafningsbændur sem hann ákærði fyrir ranga fénaðarframtölu til tíundar haustið 1826. En þeir voru: Þorleifur Guðmundsson á Nesjavöllum, Grímur Þorleifsson á Nesjum, Þórður Magnússon á Ölvesvatni, Gisli Gíslason, hreppstjóri á Villingavatni, Þórður Gíslason á Úlfljótsvatni, Guðmundur Þorvaldsson í Hlíð, Bjarni Kolbeinsson á Stóra-Hálsi, Magnús Bjarnason á Litla-Hálsi, Guðmundur Jónsson á Torfastöðum og Ólafur Jónsson í Tungu. Séra Einar undanskildi flóra bændur, þá Sigurð Jónsson í Hagavík, Þorvald Ingjaldsson í Króki og Eyjólf Ásgrímsson á Torfastöðum, „sem varla munu eiga meira en talið er, því bæði hafa þeir að undanfornu verið hinir fátækustu og ekkert mátt missa til undanskota". Hinn fjórði var efnabóndinn Ögmundur Jónsson á Bíldsfelli, „hjá hverjum vafalaust er allsnotur tíundargjörð“.13)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.