Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 26
Menningarmál börnum á Vestijörðum í flutningi Egils Ólafssonar og tríós Björns Thoroddsens og Jass-kvartett Reykjavíkur mun flytja dag- skrána „Ég hef taktinn" skóla- börnum á Austurlandi. Dagskrár Tónlistar fyrir alla Dagskrár Tónlistar fyrir alla eru jafn ólíkar og þær eru marg- ar, en eiga þó allar sameiginlegt að vera metnaðarfullar og sniðn- ar að þörfum skólabarna. Allar tegundir tónlistar eiga þar heima og hefur klassísk tónlist, nútíma- tónlist, óperutónlist, djass, tangó, vísnatónlist, heimstónlist og barnalög verið flutt fyrir skóla- börn við góðar undirtektir. Oft koma hugmyndir að dag- skrám frá tónlistarmönnunum sjálfum. Þær eru síðan þróaðar í samstarfi við umsjónarmann sem er sérmenntaður í tónlistarstarfi með börnum. Tónleikarnir eru haldnir í skólum, vara í eina kennslustund og falla eðlilega að skólastarfi. Leikið er fyrir litla hópa í einu til að nemendur séu í nánum tengslum við listamenn- ina. Allt kapp er lagt á að ná til barnanna og að halda athygli þeirra, bæði með tónum og töl- uðu máli, stundum einnig með leikrænum tilburðum. Undirbúningsefni er sent skól- um fyrirfram, t.d. nótur eða hljóðupptökur sem tónmennta- kennari fer yfir með nemendun- um, eða ljóð og fræðsluefni sem móðurmálskennari les með þeim. Undirbúningur í skólanum er afar mikilvægur; börnin njóta tónlistarinnar betur, fræðslan verður markvissari og áhrifin vara lengur þar sem unnið er með tónlistarefnið fyrir tónleikana og stundum einnig í kjölfar þeirra. Tónlist fyrir alla í alþjóðlegu samhengi Tónlist fyrir alla á aðild að Norrænu neti fyrir skólatónleika (NNS). Auk Tónlistar fyrir alla eru fúlltrúar frá sérhverju hinna Norðurlandanna í samtökunum; Rikskonserter í Sviþjóð, Levende musik i skolen í Danmörku, Konserttikeskus í Finnlandi og Rikskonsertene í Noregi. Þessi fern samtök hófu að skipuleggja tónleikastarf í skólum á sjöunda áratugnum. NNS hefúr að mark- miði að efla skólatónleika á Norðurlöndum og í nálægum löndum. MeðlimirNNS deila með sér reynslu, svo sem um skipulag tónleika, efni dagskráa og kynningarstarf. Þeir hafa sam- vinnu um ákveðin verkefni, halda ráðstefnur og fagnámskeið, skiptast á hugmyndum, efni og flytjendum. Samtök sambærileg við Tónlist fyrir alla starfa víða um heim. Nægir að nefna fjölþjóðlegu samtökin Jeunesse Musicales sem stofnuð voru árið 1945. í þeim eru fúlltrúar frá 47 lönd- um og eru þau stærstu menning- arsamtök innan UNESCO. Þessi mikla þátttaka fjölda þjóða sýnir mikilvægi tónlistar- uppeldis í skólum. Tónlist fyrir alla Verkefnisstjóri: Áshildur Flaraldsdóttir Túngötu44 101 Reykjavík Sími 551 8232 Farsími 899 0857 Netfang tfa@listir.is Veffang www.listir.is/tfa

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.