Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 28
Menningarmál Dr. Þorleifur Eiríksson forstöðumaður: Náttúrustofa Vestfjarða Náttúrustofa Vestíjarða hóf starfsemi í ársbyrjun 1997 þegar greinarhöfundur var ráðinn forstöðu- maður stofunnar og hefur því starfað í fjögur ár. Náttúrustofa Vestfjarða var þriðja náttúrustofan, en áður voru komnar náttúrustofur á Austurlandi og á Suðurlandi. Núna eru náttúrustofurnar orðnar sex eins og gert var ráð fyrir í upphafi, en náttúru- stofur hafa einnig tekið til starfa á Vesturlandi, Norðurlandi og á Reykjanesi. Náttúrustofúr eru reknar í samstarfi sveitarfélaga í ákveðnum landshluta og ríkisins. Það er ekki skil- yrði að öll sveitarfélög landshlutans séu aðilar að náttúrustofu, en það er æskilegt að svo verði. Hingað til hefur eitt sveitarfélag byrjað reksturinn en síðan hafið viðræður við önnur sveitarfélög um að koma að starfseminni. Hér á Vestijörðum hóf Bolungarvíkurkaupstaður starfið, en fljótlega hófust viðræður við ísafjarðar- bæ og Súðavíkurhrepp sem eru orðnir aðilar að stofunni og núna er verið að undirbúa að opna skrifstofú í Vesturbyggð. Stjórn stofunnar er skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Stjórnin mótar stefnu Náttúrustof- unnar ásamt forstöðumanninum. Það hefur verið áhugavert verkefni að byggja upp rannsóknarstofn- un sem engin hefð var fyrir, en á þessum fjórum árum hefur það sannast að þörfin fyrir þá þjónustu sem náttúrustofur veita er mikil og vaxandi. Rann- sóknir á náttúru Vestfjarða eru svo skammt á veg komnar að þar eru verkefnin óþrjótandi. Starfsemin hefur gengið vel og stofan vaxið. Þorleifur Eiríksson lauk BS-prófi í liffrœði frá Háskóla íslands 1982. Hann fékk diplóma í atferlisfrœði frá Stokkhólmsháskóla 1986 og varði doktorsritgerð í dýrafrœði við sama skóla 1992. Þorleifur varð for- stöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða 1997. Verkefnin hafa verið fjölbreytt, bæði grunnrann- sóknir, þjónustuverkefni og fræðsla. Auk þess sér Náttúrustofan um rekstur Náttúrugripasafnsins í Bolungarvík. Hlutverk náttúrustofa Náttúrustofa Vestijarða er alhliða rannsóknar- og upplýsingastofnun í náttúrufræðum og aðalhlut- verk hennar er að afla og miðla upplýsingum um náttúrufar á Vestfjörðum. Þetta er mikið hlutverk og ekki vel afmarkað. Það má því segja að ekkert i náttúrunni á Vestfjörðum sé Náttúrustofunni óvið- komandi. í reglugerð um Náttúrustofu Vestfjarða er reynt að telja upp nokkur hlutverk stofunnar. Reglugerð- in er keimlík reglugerðum annarra náttúrustofa og þar sem nýlega hefúr verið fjallað um hlutverk og skipulag náttúrustofa í þessu riti, er ekki ástæða til að ijölyrða um það, samanber grein um Náttúru- stofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki í 5. tbl. 2000. Hægt er að skipta verkefhum náttúrustofunnar í tvo aðalhluta. Annars vegar að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Vestijarða, að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum. Hins vegar er hlutverk náttúrustofunnar að miðla þessum upplýs- ingum með því að veita þeim, sem þess óska, s.s. stofhunum ríkis og sveitarfélaga, fyrirtækjum og einstaklingum, umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verk- sviði stofunnar, enda komi greiðsla fyrir. Það er einnig á sviði náttúrustofa að stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði, bæði fyrir almenn- ing og í skólum. Einnig að aðstoða við gerð nátt- úrusýninga á Vestfjörðum. Náttúrustofu Vestfjarða er heimilt að gerast aðili að sýningarsöfnum en fjárhagur hennar og safnanna skal vera aðskilinn. Til að skilja betur hlutverk náttúrustofa er best að fara yfir þessa aðalflokka og taka dæmi um hvernig þetta snýr að Náttúrustofú Vestljarða og byrja á almenningsfræðslu, tala síðan um þjónustu-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.