Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 31
Menningarmál Þegar Náttúrugripasafni Bolungarvíkur barst isbjörn að gjöf árið 1995 ýtti það undir að safnið yrði opnað til sýnis. Myndirnar með greininni tók Unnar Stefánsson í kynnisferð stjórnar sambandsins til norðanverðra Vestfjarða sumarið 1999. Norrænt verkefni um „minna viðkvæm svæði“ Það varð fljótlega ljóst að í þessari úttekt á áhrif- um skólpmengunar við litla staði að önnur lönd í Norður-Atlantshafi væru með svipaðar spumingar. Var því leitað eftir samstarfi við Færeyinga og Norðmenn og Norræna ráðherranefndin styrkir það samstarf. Vinnuhópurinn hefur einbeitt sér að svokölluð- um „minna viðkvæmum svæðum“, sem er þýðing á „less sensitive areas“ og á við um svæði, sem em ekki eins viðkvæm og þau svæði sem Evrópusam- bandið er að vemda með reglugerð. Vinnuhópurinn hefur verið að finna viðmið til að nota til að meta hversu mikið þarf að hreinsa frá- rennsli við mismunandi aðstæður. Það hefur komið í ljós að á mörgum stöðum í Færeyjum og í Norður-Noregi eru aðstæður eins og virðast vera á íslandi, að tiltölulega lítil hreinsun sé nægileg, því viðtökugeta umhverfisins sé mjög mikil og magn skólps lítið. Þó að þetta sé augljóst á mörgum stöðum er nauðsynlegt að gera samræmt mat á - hlutlægan hátt, sem sveitarfélög geta notað til að ákveða hvernig hreinsimannvirki eru nægileg. Þessari vinnu miðar vel áfram og það er verkefni þessa árs að prófa hugmyndir með því að taka valda staði í þessum þremur löndum sem dæmi. Söfnun upplýsinga og grunnrannsóknir Eins og fram hefur komið er aðalhlutverk Náttúrustofu Vestfjarða að safna upplýsingum um náttúru Vestfjarða. Þetta er gert með ýmsum hætti. Það er mikilvægt að fá yfirlit um þær athuganir sem hafa verið gerð- ar. Þetta er ekki eins auðvelt og það sýnist því mikið hefúr verið birt í skýrslum sem eru til í ör- fáum eintökum og einnig eru óbirtar athuganir. Þjónusturannsóknir eins og vinna vegna frum- mats á umhverfisáhrifúm framkvæmda gefa mikil- vægar upplýsingar um náttúruna. Það er þó óhjá- kvæmilegt að framkvæma sérstakar rannsóknir til að afla samræmdra upplýsinga um ákveðin svæði eða náttúrufyrirbrigði. Oft og tíðum eykst gildi þeirra upplýsinga sem til eru verulega við að gera slíkar yfirlitsrannsóknir. Þessar rannsóknir eru oft kallaðar grunnrann-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.