Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 32
Menningarmál sóknir þar sem þær eru ekki gerðar af einni ákveð- inni ástæðu og ekki alltaf hægt að benda á ijár- hagslegan ávinning alveg á næstunni. Verkefni á þessu sviði eru óteljandi á Vestíjörð- um, en ijármögnun þessara rannsókna er alltaf erfið og vinna í grunnrannsóknum er háð því hve mikið ijármagn fæst. Hornstrandir og Breiðafjörður A Vestijörðum eru nokkur svæði sem eru sérstaklega vernduð. Þar eru stærst verndarsvæði Breiðaijarðar og Hornstrandafriðland. Nýlega var gerð verndaráætlun fyrir Breiðafjörð. Þar munu Náttúrustofa Vestfjarða, Náttúrustofa Vesturlands og Náttúrufræðistofnun íslands væntanlega vinna að rannsóknum á næstunni eins og gert er ráð fyrir í lögunum um vernd Breiða- ijarðar. Hornstrandafriðland var stofnað árið 1975, en í framhaldi af friðuninni fóru rnjög litlar rann- sóknir fram eins og hefði þurft að gera. Það var því brýnt að hefja samræmdar rannsóknir í friðlandinu og aðliggjandi svæðum og árið 1998 fékk Náttúrustofa Vestfjaröa fé til að hefja rannsóknir á svæðinu. í Hornstrandafriðlandi eru refir friðaðir og það gaf rnikla möguleika til að skilja betur alla lífshætti refsins. Það voru einnig miklar umræður um réttmæti þessarar friðunar og útflutning refa af svæðinu, sem studdi það að hefja rannsóknir á refurn á svæðinu. Fyrsta verkefni Nátúrustofa Vestijarða á Horn- ströndum voru því rannsóknir á lífsháttum og atferli refa. Rannsóknirnar voru unnar í samstarfi við Pál Hersteinsson, prófessor á Líffræðistofnun Háskóla Islands, og frá hvorri stofnun vann líf- fræðingur að verkefninu. Vorið 1998 fóru líffræðingarnir Ester Rut Unnsteinsdóttir frá Náhúrustofa VestQarða og Hólmfríður Sigurðardóttir frá Líffræðistofnun í Hlöðuvík og voru þar um sumarið. Þetta sumar söfnuðust miklar upplýsingar og er úrvinnslu á þeirn ekki lokið, Gagnasöfnun hefur líka verið haldið áfram; þannig var farið á öll þekkt greni í friðlandinu og skráð hvort grenið væri í ábúð eða ekki. Þetta gaf möguleika á að reikna út stofnstærð refa í frið- landinu. Jafnframt rannsóknum á refum var farið í undir- búning rannsókna á fjölbreytileika gróðurs á Horn- ströndunr og þær rannsóknir eru stöðugt að aukast og einnig er verið að skipuleggja vöktunarkerfi svo hægt sé að fylgjast með breytingum. Árið 2000 var enn öðrum lið bætt í rannsóknir í friðlandinu þegar skipuleg könnun á smádýralífi á svæðinu hófst. Smádýralíf er kannað í beinu samhengi við könnun á gróðri. Öllum þessum rannsóknarþáttum verður haldið áfrarn á árinu 2001, en auk þess fleirum bætt við, t.d. verður lífríki vatnakerfisins í Fljótavík kannað í samvinnu við Veiðimálastofnun. Eins og sést á þessari upptalningu er verið að byggja upp samhæft rannsóknarverkefni á hinum ýmsu þátturn náttúrunnar á Hornströndum og nálægum svæðum. Að þessum rannsóknum vinnur Náttúrustofan með mismunandi aðilum eftir því hvað við á hverju sinni. Framtíðin Náttúrustofa Vestijarða er án efa komin til að vera. Hlutverk stofunnar eru óendanleg og þeim „bráðnauðsynlegu" Qölgar með hverju ári. Það er ekki spurning að mikinn hluta þeirra nátt- úrufræðirannsókna sem þarf að gera á Vestijörðum er hægt að framkvæma á svæðinu. Það hefur aldrei staðið til að náttúrustofur hefðu sérfræðinga á öllum sviðum innan stofnunarinnar, en þær leita eftir samstarfi við aðrar stofnanir og einstaka sérfræðinga eftir þvi sem við á. Það er aftur á móti mikilvægt að það sé einn aðili sem fylgist með öllum rannsóknum á svæðinu og geti þannig stuðlað að samstarfi ólíkra aðila til að tryggja að unnið sé með langtímamarkmið í huga. Til að tryggja þessi markmið þarf Náttúrustofan að ráða yfir getu til að takast á við þau verkefni sem berast. Þetta er einungis hægt með því að nægilegt starfsfólk sé fastráðið og ekki þurfi að útvega hæft fólk með litlurn fyrirvara því það er mjög erfitt og oft ómögulegt. Eins og áður sagði standa náttúrustofúmar ekki einar og óstuddar, heldur hafa samstarf við þær stofnanir og sérfræðinga sem færastir eru á hverju sviði. Stofnun sem er staðsett á því svæði sem hún á að rannsaka og aðstoða hefúr mun meiri tengsl við al- menning á svæðinu. Fólkið á svæðinu fer að vita af stofnuninni og getur stutt hana með upplýsingum. Á þessum fjórum árum sem Náttúrustofa Vestfjarða hefur starfað hefúr hún fengið mikinn stuðning frá almenningi á svæðinu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.