Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 37
Menningarmál Allmörg ábúendatöl og æviskrár hafa birst undanfarna hálfa öld. Skal þar fyrst nefna Jarða- og búendatal sem Sögufélag Skagfirðinga gaf út á árunum 1950-1959. Siðan koma rit Jóns Guðnasonar skjalavarðar, Strandamenn (1955) og Dalamenn I.—III. (1961-1966). Ábúendatal úr fjórum hreppum í Austur-Barðastrandarsýslu er prentað í bókinni Skyggir skuld fyrir sjón I.—II. eftir Jón Guðmundsson (1990-1991), ábúendatal, jarðalýsingar og æviskrár úr Grunnavíkurhreppi í Grunnvíkingabók I,—II. eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttir og Lýð Björnsson (1989) og hliðstætt efni úr Sléttuhreppi 1702-1952 í bók þeirra Kristins Kristmundssonar og Þórleifs Bjarnasonar, Sléttuhreppur (1971). Átthagafélög gáfu út tvö síðasttöldu ritin. Sams konar efni auk ættfræði er í ritum sem Þorsteinn Jónsson hefur gefið út hin síðari ár, til dæmis í Eylendu (1995), Kjalnesingum og Snæfellingum og Hnappdælum I,—II. (2000). Af tímaritum Allmörg átthagafélög hafa gefið út tímarit, einnig sýslur og kaupstaðir. Oft er mikið byggðasögulegt efni í þessum tímaritum en þó mismikið eftir árgöngum. Sögufélög nokkurra byggðarlaga hafa einnig lagt hér hönd á plóg. Nokkurra þeirra hefur þegar verið getið en þeim hefur fjölgað á síðustu áramgum. Sögufélag Borgfirðinga var stofnað 1963 og upp úr 1980 störfuðu sögufélög á Suðurnesjum og Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Önnur hafa gengið i endurnýjun lífdaganna. Sögufélag Árnesinga var stofnað 1987 og Félagið Ingólfur endurreist 1982. Öll þessi félög hafa gefið út tímarit i lengri eða skemmri tíma. Breiðfirðingafélagið reið á vaðið og hóf útgáfu Breiðfirðings 1942 og Barðastrandarsýsla Árbókar Barðastrandarsýslu 1948, Sögufélag ísfirðinga hóf útgáfu Ársrits 1956 og Þingeyjarsýslur og Húsavíkurkaupstaður Árbókar Þingeyinga 1958. Árbók Barðastrandarsýslu mun hætt að koma út þegar þetta er ritað en hin tímaritin koma enn út. Hér verður getið nokkurra tímarita af þessu tagi: Borgfirðingabók (1981), Kaupfélagsritið K.B. (1964), Strandapósturinn (1967), Húnvetningur Húnvetningafélagsins á Akureyri (1956-1969), Húnavaka (1961), Húnvetningur Húnvetninga- félagsins í Reykjavík (1973), Húni (1978), Skagfirðingabók (1966), Siglfirðingabók (1975-1976), Súlur (1970), Múlaþing (1966), Skaftfellingur (1978), Dynskógar (1982), Blik (1936-1980), Eyjaskinna (1982), Goðasteinn (1962), SAGA, DAIMKUR 41 Saga Dalvíkur I.—IV. eftir Kristmund Bjarnason kom út á árunum 1978-1985. Dalvíkurkaupstaður gaf út. Kristmundur skrifaði einnig Sögu Sauðárkróks I.—III. á árunum 1969-1973. Inn til fjalla Biskupstungnamanna í Reykjavík (1949-1966), Suðri (1969-1975), Árnesingur (1990), Árbók Suðurnesja (1982) Landnám Ingólfs. Nýtt safn (1983). Einungis þrjú hefti komu út af Inn til fjalla og Suðra hvoru riti um sig. Útgáfu sumra tímaritanna hefur verið hætt, önnur koma stopult út, til dæmis Landnám Ingólfs en af því timariti höfðu aðeins komið út fimm hefti fyrir aldamótin 2000. Mest regla virðist hafa verið á útgáfú Kaupfélagsrits K.B., Breiðfirðings, Ársrits Sögufélags ísfirðinga, Strandapósts, Húnavöku, Skagfirðingabókar, Súlna, Árbókar Þingeyinga, Múlaþings og Goðasteins. Nokkur áherslumunur kemur fram í efnisvali eftir útgefendum. Þannig virðist meiri áhersla lögð á annál úr héraði ef kaupstaður eða sýsla stendur að útgáfúnni en ella (Árbók Barðastrandarsýslu, Árbók Þingeyinga). Steingrímur Jónsson sagnfræðingur flutti erindi á ráðstefnu um byggðarsögurannsóknir vorið 1984, Yfirlit um ritun og útgáfu héraðssögu. Erindið var prentað í Landnámi Ingólfs Nýjum flokki I. Allvíða er stuðst við það í þessari grein, einkum í umfjöllun um útgáfu búnaðarsambanda og tímarit. Hér hefur verið vikið að upphafi ritunar byggða- sögu á íslandi og þróun hennar. Skal það ekki lengt meira en orðið er. Aftur á móti þykir við hæfi að birta að lokum skrá yfir þær byggðarsögur sem ekki hefur áður verið getið og greinarhöfundi er kunnugt um. Sjálfsagt koma þar ekki öll kurl til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.