Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 41
Almenningsbókasöfn hópar ekkert með sumt efni að gera en svarið við því er að hægt er að búa til svonefnda sýndar- gagnagrunna til að takmarka leitir fyrirfram og því ættu litlu börnin á fyrstu árum grunnskólanáms aðeins að finna efni á íslensku sem hæfir þeirra aldri. Bæði er hægt að velja þessa sýndargrunna, eins og t.d. ef notandi ætlar einungis að leita í handritum, velur sá hinn sami handritagrunninn. Þegar um böm er að ræða er hægt að tengja sýndargrunnana ákveðnum notendum eins og þeim sjálfum, kennurum eða bókasafnsfræðingum/bóka- vörðum viðkomandi skóla. Nú á tímum rafrænnar útgáfu tímarita, bóka, gagnagmnna o.s.frv. er þörf á aðgangsstýringu. Jafnvel þótt búið sé að semja um landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagnagrunnum til að auðvelda upplýsingaöflun er ólíklegt að í framtíð- inni verði allt rafrænt efni öllum opið. Bæði getur þörfin fyrir efnið verið mjög sértæk, bannað börnum, eða aðgangur takmarkaður út frá peninga- legu sjónarmiði, þ.e. a.s. það getur verið of dýrt að kaupa aðgang fyrir fleiri en þá sem þurfa að nota viðkomandi miðil. Aðgangsstýring er mikilvægur þáttur kerfisins, bæði er hægt að stýra á grundvelli bókasafns og lánþegategunda, t.d. fá allir háskóla- nemendur aðgang að ákveðnu efni, almenningur fær annars konar mengi o.s.frv. Viðmót I nýju kerfi er mikilvægt að vera með nútímalegt viðmót. Eins og fyrr sagði verður kerfið með vef- aðgang fyrir almenna notendur og „Windows“- viðmót fyrir starfsmannaþætti kerfisins. í vef- aðgangi getur hvert bókasafn sett mark sitt á skjámyndir. Söfhin geta t.d. haft auðkennismerki hvers sveitarfélags á upphafsmyndum. Mögulegt verður að senda tilkynningar og pantanir í rafrænu formi. Það mun spara söfnunum og þá sérstaklega skólasöfnum mikla vinnu og fjármuni í pappír, umbroti og póstburðargjöldum. Kröfuharðir upplýsinganeytendur krefjast árvekniþjónustu. Árvekniþjónusta gerir sérfræðingum jafnt sem venjulegum (bókelskendum) bókavinum fært að velja ákveðin sérfræði- og/eða áhugasvið, tímarit eða titla og mun kerfið sjálfkrafa senda tölvupóst til viðkomandi þegar nýtt efni á þeirra sviði berst safninu. Aðgengi Jafnrétti og öflug byggðastefna er grunnhug- myndin að baki landskerfi bókasafna. Allir lands- menn munu hafa sama aðgang að upplýsingum, þ.e. bókum, tímaritum, myndböndum, handritum, rafrænum gögnum o.s.frv., óháð búsetu, stétt eða stöðu. Intemetið opnar dyr. Bókasafnskerfið verður aðgengilegt á bókasafninu jafnt sem heima í stofú. Vissulega vantar mikið upp á að allir séu með tölvu og tengingu við Internetið en því er til að svara að allir munu geta tengst kerfinu á næsta bókasafni. Landið sem heild tengist bókasöfnum, gagna- grunnum og öðmm upplýsingaveitum hvar sem er á jarðarkringlunni og opnar nýjar víddir fyrir íbúana óháð búsetu. Hægt er að tengjast öðrum bókasöfnum og upplýsingaveitum með hjálp sam- skiptastaðalsins Z39.50. Þessi staðall leiðir til þess að notandinn er ávallt í sama skipanaumhverfi, óháð hvaða kerfi og á hvaða tungumáli leitað er. T.d. ef notandi tengist Library of Congress í Bandaríkjunum eða Peking-háskólanum í Bejing í Kína þá haldast skipanir og hjálpartextar á íslensku eða hveiju því tungumáli sem valið var. Hægt verður að breyta tungumáli skjámynda en lágmarkskrafa er að kerfið verði á íslensku, ensku og dönsku. Framtíðarsýn Stefnt er að því að virkja bókasafnskerfið sem allsherjar upplýsingaveitu með notkun nýjunga í tækni og upplýsingamiðlun. Með það að leiðarljósi fylgir með í kaupunum aðgangur að Metalib- og SFX-kerfunum frá Ex Libris sem gera kleifl að byggja upp rafræn söfn og tengja saman efni úr ólíkum gagnagrunnum. Framtíðarsýn landskerfis bókasafna felst í orð- anna hljóðan, þ.e.a.s. tengja öll bókasöfn landsins í eitt upplýsingakerfi. Þjóðhagsleg hagræðing næst með samnýtingu bókakosts, mannafla, sérfræði- þekkingar o.s.frv. Þjónustustig bókasafna mun aukast og þjónusta verða samræmd safna á milli. Þátttaka í kerfinu mun efla samvinnu bókasafn- anna til hagræðis fyrir notendur. Hagkvæmi í innkaupum eykst því dregið verður úr tvíkaupum og þar með verður hægt að auka fjölbreytni safn- kosts á landsvísu. Greinin er samhljóða erindi sem höfundur flutti á UT2001, ráð- stefnu um upplýsingatœkni í skólastarfi, sem haldin var í Borgar- holtsskóla i Reykjavik 9. og 10. mars sl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.