Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 44
Sameining sveitarfélaga Miklar breytingar hafa orðið á skiptingu landsins í sveitarfélög frá 1700 til þessa dags og mestar á 20. öld. Sameining sveitarfélaga hefur verið hröð síðustu áratugi og eiga ýmsir af þeim sökum torvelt með að heimfæra ýmsa staði til sveitar- félags, ekki síst ef þeir voru kunnugir hinni eldri skipan. Hér verður því birtur annáll breytinga á skipun sveitarfélaga 1700-2001. 1699 Vallahreppi á Fljótsdalshéraði skipt í Valla- hrepp, Eiðaþinghá og Hjaltastaðarþinghá með lögréttusamþykkt. Þetta var annar af tveimur síðustu löggerningum Alþingis hins forna, hinn varðaði tímatal. Manntalið 1703 bendir til að skiptingin hafi þá ekki verið framkvæmd. 1772 Mörkum Skarðsstrandarhrepps í Dalasýslu við Fellsstrandarhrepp og Saurbæjarhrepp breytt. Sá hluti Staðarfellskirkjusóknar sem var í Skarðsstrandarhreppi var lagður til Fellsstrandarhrepps og þeir bæir í Saurbæjar- hreppi sem kirkjusókn áttu að Skarði voru lagðir til Skarðsstrandarhrepps. Fyrir 1787 Ölfushreppur skiptist í Ölfushrepp og Grafningshrepp. Grímsneshreppur skiptist í Grímsneshrepp og Þingvallahrepp. Tekið skal fram að Þingvallahreppur er nefndur í Skjölum um hyllingar íslendinga frá 1649 en er sagður vera hluti Grímsneshrepps í Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Ástæða er því til að ætla að Þingvallahreppur (og jafnvel Grafningur ein- nig) hafi notið einhvers sjálfstæðis í sveitar- málum áður en hann varð sérstakur hreppur, til dæmis verið sérstakt framfærsluumdæmi. 1786 Sex verslunarstaðir fengu kaupstaðarréttindi, Reykjavík, Grundarfjörður, ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Þeir misstu allir kaupstaðarréttindin á fyrstu tugum 19. aldar að Reykjavík undanskilinni. Kaupstaðirnir töldust eftir sem áður vera hluti þeirra hreppa sem þeir höfðu áður tilheyrt. Um 1787 Neshreppur á Snæfellsnesi skiptist í Neshrepp utan Ennis og Neshrepp innan Ennis. 1803 Reykjavík verður sérstakt lögsagnarumdæmi. Borgarafundir hefjast og taka stjórn sveitar- málefna að hluta. 1811 Botnsbæir í Hvalfirði lagðir til Hvalljarðar- strandarhrepps en þeir höfðu um skeið tilheyrt Kjósarhreppi. Sú skipan mun hafa verið tekin upp á 18. öld, bæirnir eru taldir til Hvalfjarðarstrandarhrepps í jarðabókum. 1822 Borgarar í Reykjavík taka fjármálastjórn bæjarins í sínar hendur en bæjarfógeti hafði annast hana frá 1803. 1823 Breytt mörkum Vallnahrepps og Hvamms- hrepps í Eyjafirði. Stærra-Árskógssókn í Vallnahreppi var lögð til Hvammshrepps. 1826 Breytt mörkum Fljótahrepps og Hvanneyrar- hrepps. Úlfsdalabæir í Fljótahreppi lagðir til Hvanneyrarhrepps. Þetta breytti einnig sýslu- mörkum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. 1828 Grafningshreppur sameinaður Þingvalla- hreppi. 1836 Reykjavík fær bæjarstjórn. Tekið skal fram að árið 1822 kusu borgarar meðal annars bæjargjaldkera og matsborgara. Árið 1828 kusu þeir kjörborgara sem vera skyldu bæjar- fógeta til ráðuneytis um bæjarmál. Embætti matsborgara var lagt niður 1829 og störf þeirra sameinuð störfum kjörborgara. 1841 Breytt mörkum Skeggjastaðahrepps og Sauðaneshrepps og sýslumörkum Þingeyjar- sýslu og Norður-Múlasýslu. Svonefndur Austurhreppur í Skeggjastaðahreppi lagður til Sauðaneshrepps. Þetta voru bæir á Langanesi. 1847 Aðskilin fátækramál Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps og verður Reykjavík þá sérstakt sveitarfélag í öllu tilliti. 1851 Breytt mörkum Svalbarðsstrandarhrepps og Öngulsstaðahrepps og sýslumörkum Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. Bæimir Syðri- og Ytri-Varðgjá í Svalbarðs- strandarhreppi lagðir til Öngulsstaðahrepps. 1852 Breytt hreppamörkum í Borgarfirði og mörkum Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Húsa- fell í Hvítársíðuhreppi lagt til Hálsasveitar og Stafholtsey í Stafholtstungnahreppi lögð til Andakílshrepps. 1861 Þingvallahreppi skipt í Þingvallahrepp og Grafningshrepp. 1862 Akureyri fær kaupstaðarréttindi og verður sjálfstætt sveitarfélag.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.