Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 60
Fulltrúaráðsfundir Fulltrúaráð sambandsins: Byggðamál og málefhi fatlaðra í brennidepli á 60. fiindi fulltrúaráðs sambandsins Fulltrúaráð sambandsins hélt 60. fund sinn í Ár- sal á 2. hæð Hótel Sögu í Reykjavík hinn 29. mars síðastliðinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, setti fundinn og ræddi í ræðu sinni m.a. fjármál sveitarfélaga, kjarasamninga við starfs- menn, flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga, sem gert væri ráð íyrir að verði 1. janúar 2003, félagslega íbúðarhúsnæðið, yfirfærslu grunnskólans og þjóðlendur. Einnig ræddi hann önnur efni fundarins, s.s. störf byggðanefndar og störf framtíðarnefndar sambandsins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi var fundarstjóri ásamt formanni sambandsins. Kolfinna Þ. Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Borgar- byggð, var fundarritari og henni til aðstoðar settur Unnar Stefánsson ritstjóri. Því næst flutti Páll Pétursson félagsmálaráðherra ávarp. Hann ræddi um íjárhag sveitarfélaga, fram- lög úr jöfnunarsjóði, félagslegar íbúðir og tillögur til breytinga á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 og á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Þá ræddi hann málefni íbúðalánasjóðs og um vaxtabætur. Ráðherra ræddi fjölda útgefinna atvinnuleyfa og stöðu erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á íslandi. Þá vék hann að málefnum fatlaðra og kostnaði sem leiða myndi af frumvarpi til laga um félagsþjónustu sem þá lá fyrir Alþingi, ef að lögum yrði. Áð hans mati ætti flutningur á málefnum fatlaðra að verða 1. janúar 2002. í ijárhagsnefnd fundarins voru kosin Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ, formað- ur, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, Herdís A. Sæmundardóttir sveitarstjórn- arfulltrúi, Sveitarfélaginu Skagafirði, Jónas Jóns- son, oddviti Ásahrepps, Ólafúr Kristjánsson, bæj- arstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, og Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps. Birgir L. Blöndal aðstoðarframkvæmdastjóri gerði síðan grein fyrir ársreikningum sambandsins fyrir árið 2000. Þeim var vísað til fjárhagsnefndar fundarins. Rafræn samskipti Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, kvaddi sér hljóðs undir dagskrárliðnum Mál sem fulltrúar bera fram og vakti máls á rafrænum sam- skiptum. Taldi hún brýna þörf á að bæta þau og að hafa þau sem öflugust með tilliti til atvinnutæki- færa á landsbyggðinni. Tillaga Helgu var síðar á fúndinum samþykkt samhljóða, svofelld: „60. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á yfirvöld samgöngumála að þess verði gætt að aðgengi að nýjustu og bestu tækni í rafrænum samskiptum verði tryggt í öllum byggðarlögum landsins. Mikilvægt er að landsmenn sitji við sama borð hvað varðar aðgengi og gjaldskrá á þessu sviði.“ Flutningur málefna fatlaðra Fulltrúar sambandsins í samninganefnd sam- bandsins og ríkisins um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, þau Karl Björnsson, bæjar- stjóri Árborgar, og Helga Jónsdóttir borgarritari, ljölluðu um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, gerðu grein fyrir aðdraganda yfir- færslunnar og því frumvarpi til laga um félags- þjónustu sveitarfélaga, sem þá lá fýrir Alþingi. Karl kynnti niðurstöðu kostnaðarmatsnefndar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir Kolfinna Þ. Jóhannesdóttir var ásamt formanni fundar- var fundarritari. stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.