Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 68

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 68
194 Byggðamál huga nefndarmanna, bæði vegamál og samgöngur í lofti og á sjó. Almennings- samgöngur, bæði i þéttbýli og dreifbýli, eiga undir högg að sækja vegna mikils kostnaðar og skattlagningar. Góðar almenningssamgöngur styrkja byggð í landinu. 9. Fram kom að a.m.k. þrír lána- sjóðir eru starfandi sem aðal- lega þjóna dreifbýlinu, þ.e. Byggðastofnun, Lánasjóður landbúnaðarins og Ferðamála- sjóður. Þessir sjóðir hafa yfir verulegu íjármagni að ráða sem betur væri komið í einum sjóði sem hefði þá betri heild- arsýn á málurn. Heildarútlán þessara þriggja sjóða voru í árslok 1998 20 milljarðar króna. lO.Mikið hefur verið rætt um skatta í sambandi við þróun byggðar í landinu. Nefndin vill láta kanna hvort fordæmi eru í öðrum löndum um íviln- anir í skattamálum til fyrir- tækja sem t.d. settust að á svæðum sem eiga í vök að verjast vegna brottflutnings íbúa. Þungaskattur hefur tölu- verð áhrif á vöruverð og vill nefndin láta kanna áhrif skattsins. Nefndin hefur ekki gert tillög- ur um aðgerðir í málefnum land- búnaðar, sjávarútvegs eða ferða- málum en málin voru mikið rædd. Landbúnaður mun eiga erfitt uppdráttar í framtíðinni og mun þurfa að keppa við aukinn inn- flutning. Vistvænn sérhæfður landbúnaður sem framleiðir dýra úrvalsvöru gæti staðið undir svipaðri mannaflaþörf og nú en væntanlega á færri býlum. Sjávarútvegur. Nefndin ræddi sjávarútvegsmál en gerir ekki til- lögur í þeim efnum. Ferðamennska. Þessi atvinnu- grein er svo fjölbreytt að þar verða hugmyndir heimamanna á hverjum stað að koma til en ljóst er að landið hefur upp á margt að bjóða sem dregur að ferðafólk. Láttu Þetta ekki henda þig! Lagning jarðstrengja í stað loftlína á veitusvæðum RARIK færist nú mjög í vöxt. Stjórnendum vinnuvéla er bent á að afla sér upplýsinga um legu jarð- strengja áður en jarðvinna hefst hjá umdæmisskrifstofum RARIK í Stykkishólmi, á Blönduósi, Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli eða á aðalskrifstofunni í Reykjavík til að koma megi í veg fyrir slys. RARIK

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.