Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 69
Byggðamál
Með tillögunum lagði nefndin
fram skýrslu Haraldar L. Har-
aldssonar hagfræðings sem hann
vann fyrir stjórn sambandsins og
nefnist Af hverju er fólksflótti af
landsbyggðinni?
Skýrslan er á heimasiðu sam-
bandsins www.samband.is
Fyrirvari Bjargar Ágústs-
dóttur
Björg Ágústsdóttir, sveitar-
stjóri í Grundarfirði, gerði svo-
felldan fyrirvara við 3. lið til-
lagna nefndarinnar:
Undirrituð er ekki andsnúin
hugmyndum um uppbyggingu
tiltekinna kjarnasvæða. Ég tel þó
að við slíka ákvörðun þurfi að
liggja fyrir nokkuð góð undir-
búningsvinna, m.a. um hvaða
þjónustu og starfsemi á að setja
niður á viðkomandi svæðum og
hvaða þýðingu slík ákvörð-
un/uppbygging muni hafa fýrir
önnur svæði og sveitarfélög utan
þessara kjarnasvæða og höfúð-
borgarsvæðisins. Hvað varðar
hið síðamefnda atriði er ég ekki
síst með það í huga að gæta
þurfi að því að önnur
svæði/sveitarfélög muni ekki - í
nafni markvissrar uppbyggingar
annars staðar - eiga undir högg
að sækja með nauðsynlega opin-
bera þjónustu.
í fyrirvaranum felst m.a. að með
ákvörðun um kjarnasvæði sé
gerð raunhæf áætlun um hraða
uppbyggingar með tilliti til
fólksQölda, en í vinnu nefndar-
innar hefur undirrituð haft efa-
semdir um þær íbúafjöldatölur
sem 3. tillagan felur í sér.
Þar sem ég var í sumarleyfi
erlendis þegar greinargerð með
tillögu nefndarinnar var samin
og send stjórn sambandsins leyfi
ég mér að láta eftirfarandi fylgja
um orðalag greinargerðarinnar
í 2. lið:
Þar segir að skilgreining á
áhrifasvæði höfuðborgarsvæðis
sé „Vestur- og Suðurland ... með
töluverðu misvægi eftir vega-
lengdum.“ Ég hef haft þá skoð-
un að áhrifasvæði höfúðborgar-
svæðis nái í mesta lagi til um
100 km radíuss höfuðborgarinn-
ar. Hlutar Vestur- og Suðurlands
eru því tæplega á áhrifasvæði
höfuðborgarsvæðisins, a.m.k.
ekki enn sem komið er.
Til þjónustu reiðubúin!
Verkfræðiþjónusta fyrir þig um land allt
Verkfræðistofan Fjarhitun hf.
Verkfræðistofan Forverk ehf.
Verkfræðistofan Línuhönnun hf.
Verkfræðistofan LH-tækni ehf.
Verkfræðistofan Ráðgjöf sf.
Verkfræðistofan Stoð ehf.
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.
Verkfræðistofa Austurlands ehf.
Verkfræðistofa Norðurlands ehf.
Verkfræðistofa Siglufjarðar sf.
Verkfræðistofa Suðurlands ehf.
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.