Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 77

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 77
Frá landshlutasamtökunum Ávörp gesta Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, ávarpaði fundinn og gat þess að þrátt fyr- ir að ástand þjóðarbúsins væri almennt gott þá væri afkoma sveitarfélaga verri en áður. Þá ræddi hún nokkur lög og reglugerðir sem væru til endurskoð- unar og vörðuðu sveitarfélögin sérstaklega. Loks ræddi hún stöðu mála varðandi flutning ríkisstofn- ana út á land. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti kveðjur sambandsins og starfsfólks þess. Gott samstarf væri milli sam- bandsins og landshlutasamtakanna, sem nú stæðu á tímamótum vegna nýrrar skipunar kjördæma og sameiningar sveitarfélaga. Þá ræddi hann íjármál sveitarfélaga og skuldasöfnun á undanförnum árum, sem orsakast að stórum hluta af auknum lögbundnum verkefnum og kröfum án þess að tekjur komi á móti. Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, flutti kveðjur að austan og skýrði frá þeim málum sem eru efst á baugi hjá SSA. Einnig lýsti hann ánægju með samstarfið við Eyþing og vilja til að auka það. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður taldi róður þungan í byggðamálum vegna afbrigðilegs ástands á SV-horni landsins. Taldi að jafnt þurfi að gæta þess að störf séu ekki lögð niður á lands- byggðinni eins og að vinna að flutningi verkefna og starfa þangað. Þá ræddi hann nauðsyn þess að setja niður formlegar samskiptareglur ríkis og sveitarfélaga. Tómas Ingi Olrich alþingismaður flutti fundinum kveðjur frá Halldóri Blöndal, fyrsta þingmanni kjördæmisins. Tómas drap á ýmis mál, s.s. upplýs- ingaskipti milli hinna ýmsu aðila þjóðfélagsins. Þá ræddi hann atvinnulíf á landsbyggðinni sem hann taldi ekki veikt og ræddi einnig nauðsyn þess að jafna kostnað við gagnaflutning til að skapa betri grunn fyrir Ijarvinnsluverkefni. Loks ræddi hann viðbrögð við breyttu ferðamunstri erlendra ferða- manna sem kemur fram í styttri ferðum og því að aukning í fjölda ferðamanna hefur ekki skilað sér út á land. Skýrsla stjórnar Kristján Þór Júlíusson, formaður stjórnar Eyþings, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir verkefni samtakanna á síðasta starfsári. Meðal annars gerði hann grein íyrir ýmsum nefndum og starfshópum Frá aðalfundinum. Magnús Már Þorvaldsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, gerir grein fyrir áliti samgöngunefndar. Við borðið sitja Helga Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps, Kristján Þór Júlíusson, formaður Eyþings, Jón Óskarsson, oddviti Hálshrepps, og Helgi Þorsteinsson, ráðinn fundarritari. sem Eyþing skipar fulltrúa í. Hann gerði sérstaka grein fyrir niðurstöðu starfshóps um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, en framkvæmdastjóri sam- takanna átti sæti í starfshópnum. í þeirri vinnu var náið samráð haft við sveitarstjórnir Bárðdæla- og Skútustaðahrepps sem eiga lögsögu að jöklinum. Formaðurinn gat þess að endanlegu uppgjöri vegna lokunar skólaþjónustu Eyþings væri lokið að þvi frátöldu að eftir stæði skuld sveitarfélaganna í formi lífeyrisskuldbindinga vegna íyrrum starfs- manna hennar. Sveitarfélögin þurfi að taka afstöðu til þess hvort gera eigi skuldbindinguna upp eða láta standa áfram. Gerð var sérstaklega grein fyrir nokkrum álykt- unum stjórnarinnar um málefni sem varða hags- muni landshlutans og stjórnin hefúr látið sig sér- staklega varða. Má þar nefna ályktun um sjúkra- flug, ályktun urn flutning verkefna ríkisins út á land, bókun varðandi jarðgangaáætlun Vegagerðar- innar og loks um málefni Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Að lokum má geta umQöllunar um samstarf Ey- þings og SSA en á aðalfúndum beggja samtakanna árið 1999 var samþykkt samstarfsáætlun fyrir sam- tökin og eftir henni hefúr verið unnið. Samstarfið tekur mið af væntanlegum breytingum á kjör- dæmaskipan. Samráðsnefnd samtakanna hefúr far- ið yfir sameiginleg hagsmuna- og baráttumál og telja menn samstarf samtakanna vera á réttri braut. Skýrsla heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir og for- maður heilbrigðisnefndar, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og starfsemi heilbrigðiseftirlitsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.