Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 78
Fró landshlutasamtökunum
Frá undirritun samstarfssamnings um þróunarverkefni á sviði
heilbrigðismála. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Pétur Þór Jón-
asson, framkvæmdastjóri Eyþings, Ólafur H. Oddsson héraðs-
læknir, Torfi Rafn Halldórsson, hugbúnaðarfyrirtækinu doc.is,
Stefán Haraldsson, stjórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga, og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Ruslahaugar varnarliðsins á Heiðarfjalli á Langa-
nesi höfðu verið mikið til umfjöllunar á starfsár-
inu. Þá gerði hann grein fyrir stofnun Samtaka
heilbrigðiseftirlitssvæða sem stofnuð voru á árinu
1999 og er ætlað að vera samráðsvettvangur m.a.
til að samræma aðgerðir.
Greinargerð stjórnar um aðgerðaáætlun Eyþings
Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings,
kynnti svör sveitarstjórna og samantekt á niður-
stöðum vinnuhópa í framhaldi af aðgerðaáætlun
fyrir Eyþing sem samþykkt var á síðasta aðalfundi.
Auk þess að leita eftir sjónarmiðum frá sveitar-
stjórnum ákvað stjórnin að fá til liðs við sig vinnu-
hópa í einstökum málaflokkum aðgerðaáætlunar-
innar. í hvern vinnuhóp voru tilnefndir nokkrir ein-
staklingar sem starfa innan viðkomandi mála-
flokks. Með þessu móti var leitað sjónarmiða fleiri
aðila en sveitarstjórnarmanna til þeirra verkefna
sem um ræðir. Hóparnir komu allir með sínar hug-
myndir að forgangsröðun verkefna og var mjög
ánægjulegt hvað þeir voru virkir. Niðurstöðum
vinnuhópanna var vísað til starfsnefnda, sem störf-
uðu síðari dag aðalfundarins. Hjá samtökum eins
og Eyþingi hlýtur raunar alltaf að þurfa að vera
fyrir hendi eins konar gagnabrunnur yfir helstu
viðfangsefni landshlutans. A aðgerðaáætlunina ber
hins vegar að líta sem forgangsraðaðan lista yfir
sameiginleg hagsmunamál svæðisins og sá listi
verður að koma reglulega til endurskoðunar og
vera veganesti stjórnar milli aðalfunda.
Ályktanir aðalfundarins
Starf nefnda var mjög öflugt á fundinum og
höfðu þær m.a. til umfjöllunar álit vinnuhópanna
sem áður er getið. Frá aðalfundinum kom því mik-
ill fjöldi ályktana. Allt of langt mál yrði að gera
hér grein fyrir þeim öllum og því stiklað á stóru.
Mennta- og menningarmál
Tillögur voru samþykktar um nokkur forgangs-
verkefni á sviði menntamála í landshlutanum.
Nefna má tæknimenntun á háskólastigi, verk- og
tæknimenntun á framhaldsskólastigi og jöfnun
námskostnaðar. Þá var samþykkt að kanna sérstak-
lega hvort stofnun sjálfseignarstofnunar um rekstur
framhaldsskólanna sé líkleg til að efla starfsemi
þeirra á svæðinu.
Þá ályktaði aðalfundurinn að höfuðstöðvum
menntunar í skipstjórn, vélstjórn og öðrum grein-
um tengdum sjávarútvegi yrði komið fyrir á Norð-
urlandi eystra. Einnig hvatti fúndurinn til að unnið
yrði að uppbyggingu iðn- og verkmenntunar við
Verkmenntaskólann á Akureyri jafnframt því að
auka samstarf framhaldsskólanna á Norður- og
Austurlandi.
Á sviði menningarmála var m.a. samþykkt að
vinna að því að reist verði menningarhús á Akur-
eyri sem þjóni öllu svæðinu, að opinber stuðningur
fáist til rekstrar og viðhalds félagsheimila í
fámennari sveitarfélögum og að komið yrði á fót
menningarhátíðum.
Samgöngumál
Fjölmörg áhersluatriði voru samþykkt í sam-
göngumálum. Þannig varð alger samstaða um að
það væri ótvírætt forgangsatriði að ráðast í lagn-
ingu vegar á svokallaðri Hófaskarðsleið um Öxar-
fjarðarheiði. Þá lagði fundurinn áherslu á að staðið
yrði við fyrirliggjandi áætlun um uppbyggingu
annarra vega í kjördæminu, þ.m.t. að farið yrði eft-
ir áætlun um jarðgangagerð um Héðinsijörð. Þá
lagði fundurinn áherslu á að gerðir verði arðsemis-
útreikningar vegna jarðganga undir Vaðlaheiði og
kannaðar mögulegar ijármögnunarleiðir. Varðandi
flugsamgöngur var minnt á mikilvægi flugsam-
gangna fyrir norðausturhorn landsins.
Atvinnu- og orkumál
Frá nefnd um atvinnumál var m.a. samþykkt
ályktun þar sem stjórn samtakanna var falið að
hafa forgöngu um gerð heildarúttektar á svæðinu