Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 80
Frá landshlutasamtökunum
Aðalfundur SSA um undirbúning
Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði:
Framkvæmdum verði flýtt
eins og frekast er kostur
Viðamesta byggðaaðgerð sem stjómvöld eiga kost á að ráðast í
34. aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi (SSA) var haldinn á Hótel
Skaftafelli, Freysnesi í Öræfum, Sveitarfélaginu
Hornafirði, dagana 31. ágúst og 1. september
2000. Rétt til setu á fúndinum áttu 48 fulltrúar 16
sveitarfélaga á Austurlandi en þeim hefur á fáum
árum fækkað úr 36. Ennfremur sátu hann fjölmarg-
ir gestir.
Fundarstjórar voru Ólafur Sigurðsson, bóndi í
Svínafelli, og Eyjólfur Guðmundsson, skólameist-
ari á Höfn, bæjarfulltrúar í Hornafirði, og fundar-
ritarar Helgi Már Pálsson, framkvæmdastjóri
tækni- og umhverfissviðs, og Stefán Ólafsson,
framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs
Hornafjarðarbæjar.
í upphafi fúndar voru kosnar kjörbréfanefnd,
nefndanefnd, allsherjarnefnd, byggða- og
atvinnumálanefnd, samgöngunefnd, kjörnefnd,
íjárhagsnefnd, mennta- og menningarmálanefnd
svo og skólaskrifstofunefnd.
Skýrslur til fundarins
Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða-
byggðar og formaður SSA, setti fundinn og flutti
skýrslu stjórnar SSA starfsárið 1999 - 2000 og
Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri SSA,
kynnti reikninga SSA fyrir 1999, endurskoðaða
fjárhagsáætlun fyrir 2000 og fjárhagsáætlun fyrir
2001.
Óðinn Gunnar Óðinsson, starfsmaður þróunar-
sviðs Þróunarstofu Austurlands, kynnti þróunar-
stofúna, Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST), kynnti
stofnunina, Jóhanna Gísladóttir, forstöðumaður
Markaðsstofú Austurlands, kynnti stofuna og Dóra
Stefánsdóttir, forstöðumaður Markaðsráðs, kynnti
ráðið. Emil Björnsson, forstöðumaður Fræðslunets
Austurlands, kynnti það og Snorri B. Gunnarsson,
forstöðumaður Gunnarsstofnunar, kynnti hana.
Ennfremur voru lagðar fram skýrslur urn
starfsemi Gjaldheimtu Austurlands, Safnastofnun-
ar Austurlands (SAL), orku- og stóriðjunefndar
SSA (OSSSA), samgöngunefndar SSA og
landshlutanefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra.
Evrópa og sveitarfélögin
Hallgeir Aalbu, framkvæmdastjóri Nordregio
sem er norræn rannsóknastofnun bæja og héraða á
háskólastigi, kynnti starfsemi Nordregio og tengsl
hennar og ESB en hann er sérfræðingur í byggða-
málum Evrópusambandsins (ESB). Aalbo gerði
grein fyrir styrkjum ESB til einstakra byggðarlaga
á Norðurlöndum á árunurn 1994-1999 og því
meginmarkmiði byggðastefnu ESB að styrkja
byggð á verst settu svæðunum. Frarn kom hjá
honum að miklu Qármagni hefur verið veitt til
þeirra svæða. Hann velti fyrir sér áhrifum þess ef
íslendingar gengju í ESB, m.a. á byggðastefnu á
íslandi þar sem önnur lög og reglur gilda innan
ESB sem íslendingar þyrftu að laga sig að.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, kynnti
sjónarmið sín gagnvart aðild að ESB og lýsti
aðdragandanum að inngöngunni í Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) á sínum tima. Hann ræddi
hlutdeild sveitar- og héraðsstjórna í meginstefnu
ESB og kynnti hlutverk uppbyggingarsjóða
sambandsins. Hann kvað nauðsynlegt að sveitar-
félögin mörkuðu sér stefnu um Evrópusamstarf.
Samstarfsverkefni SSA
og Þróunarstofu Austurlands
Óðinn Gunnar Óðinsson, starfsmaður þróunar-
sviðs Þróunarstofu Austurlands, ræddi stefnu-
mótun í menningarmálum á Austurlandi. Hann
lýsti verkefni sem vinnuhópur hefur unnið að um
menningarstarfsemi í fjórðungnum og undir-