Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 84
Frá landshlutasamtökunum
Formaður SSA, Smári Geirsson, afhendir menningarverðlaun
SSA 2000. Við þeim tekur Muff Worden, tónlistarkennari á Seyð-
isfirði, fyrir hönd „Bláu kirkjunnar Seyðisfirði sumartónleikaröð".
samstarf við stjórn Safnastofnunar Austurlands við
umíjöllun um þetta málefni.
Kennslusetur
Aðalfundur SSA 2000 fagnar og tekur heils
hugar undir hugmyndir Háskólans á Akureyri um
uppbyggingu kennslusetra á háskólastigi á Austur-
landi og Vestijörðum. Fundurinn er sammála um
að kennslusetur eins og hér er til umræðu sé rnjög
mikilvæg leið til að efla háskólamenntun og
framsækna atvinnustarfsemi á Austurlandi og
jafnframt styrkja búsetu þar.
Aðalfundur SSA hvetur menntamálaráðherra til
að vinna þannig að framgangi þessa máls að hægt
verði að heíja kennslu í viðkomandi kennslusetrum
haustið 2001.
búningi jarðgangagerðar milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar verði flýtt eins og frekast er kostur
og framkvæmdir hafnar sem fyrst. Þá hvetur fund-
urinn til þess að flýtt verði rannsóknum á tvennum
öðrum göngum, milli Eskifjarðar og Norðíjarðar
og undir Hellisheiði milli Norðausturlands og
Héraðs.
Þá mótmælti fundurinn þeirri skattlagningu, sem
flugeftirlitsgjald er á landsbyggðina og breytingu
á gjaldtöku vegna þungaskatts á vöruflutninga.
sem bitni helst á vöruflytjendum á Austurlandi,
Vestfjörðum og Norðurlandi og er í reynd bein
ávisun á versnandi rekstrarskilyrði fyrirtækja og
lakari lífskjör íbúa í þessum landshlutum.
Einnig voru að tillögu nefndarinnar gerðar álykt-
anir um nýtt vegstæði yfir Hornafjarðarfljót, um
hraðakstur, um snjómokstur milli byggðarlaga í
fjórðungnum og um móttöku ferðamanna í Seyðis-
ijarðarhöfn var sérstaklega bent á að það samstarf í
skólamálum, sem hafið er á milli Skeggjastaða-
hrepps og Vöpnafjarðarhrepps, kallar á daglegan
snjómokstur milli þessara staða.
Mennta og menningarmál
Að tillögu mennta- og menningarmálanefndar
fundarins voru eftirfarandi ályktanir gerðar:
Rekstur minjavarðarembættis Austurlands
Aðalfundur SSA 2000 felur framkvæmdaráði
stjórnar sambandsins að ganga til viðræðna við
þjóðminjavörð urn framtíð minjavarðarembættisins
á Austurlandi. Framkvæmdaráðið skal hafa
Fræðslunet Austurlands
Aðalfundur SSA 2000 fagnar auknu ijarnámi á
háskólastigi með tilkomu Fræðslunets Austurlands,
enda er gott aðgengi að háskólamenntun og
endur- og símenntun einn af grundvallarþáttum
hagstæðrar byggðarþróunar.
Aðalfundur SSA hvetur yfirvöld menntamála til
að tryggja nægjanlegt íjármagn til reksturs
Fræðslunetsins í samræmi við markmið þess.
Fjarfundabúnaður
Aðalfundur SSA 2000 hvetur sveitarstjórnir á
Austurlandi til að koma upp fjarfundabúnaði víðar
en nú er. Slíkur búnaður auðveldar almenningi
aðgengi að menntastofnunum í landinu og með
stækkandi sveitarfélögum og auknurn samskiptum
sveitarfélaga fer meiri tími í ferðalög m.a. vegna
funda. Með notkun Qarfundabúnaðar má því
auðvelda sveitarstjórnarmönnum störf þeirra.
Aðalfundurinn fagnaði þeirri vinnu sem hefði
farið fram um stefnumótun í menningarmálum hjá
vinnuhópi sem starfað hefði á vegum SSA og
Þróunarstofu Austurlands.
Því var fagnað að Gunnarsstofnun á Skriðu-
klaustri heði tekið formlega til starfa og að Fjarða-
byggð skuli um þessar mundir vinna að því að fá
minja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar
til Neskaupstaðar. „Minjavarsla og söfnun er
langtímaverkefni og það myndi auðga ijórðunginn
í þessurn efnurn ef íbúum í Fjarðabyggð tækist að
koma safninu í heild austur í stað þess að það
tvístraðist um suðvesturhorn landsins“.