Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 86
212
Ýmislegt
Björn S. Stefánsson, dr. scient.:
Hvemig á að fara að?
í sambandi við könnun á
afstöðu almennings í Reykjavík
til miðstöðvar innanlandsflugs í
mars síðastliðnum var því
gjarnan haldið fram, að með
henni hæfust nýir tímar lýðræðis,
og væri það vel. Virtist sú skoðun
vera óháð málinu og hvernig
menn litu á þá, sem stóðu fyrir
könnuninni. Nú er ekki sama,
hvernig er farið að. Hér verður
athugað, hvernig könnunin hefði
getað farið fram með raðvali, sbr.
grein mína „Skoðanakönnun með
raðvali" í Sveitarstjómarmálum
1994 (3; bls. 168).
Reykjavíkurborg kynnti
almenningi málið svo mánuði
fyrir skoðanakönnunina 17. mars
2001, að kostirnir væm fimm, en
fólk yrði aðeins spurt um tvennt,
hvort áfram eigi að vera flugvöll-
ur í Vatnsmýri eða leggja hann
niður.
Kostimir voru þessir:
A. Flugvöllurinn verði áfram,
með nokkuð breyttri skipan,
nefnilega tveimur flugbrautum í
stað þriggja.
B. Flugvöllurinn verði áfram,
með eina braut á landi (norður-
suðurbraut) og aðra braut á upp-
fyllingu í Skerjafirði (austur-
vesturbraut).
C. Flugvöllurinn verði ekki
áfram, en gerður flugvöllur á
Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd.
Höfundur
stundar
þjóðfélags-
rannsóknir.
D. Flugvöllurinn verði ekki
áfram, en gerður flugvöllur á
uppíyllingu í Skeijafirði.
E. Flugvöllurinn verði ekki
áfram, en innanlandsflugi beint á
flugvöllinn á Miðnesheiði.
Það kom fram í kynningunni,
að Reykjavíkurborg ákveður
ekkert upp á sitt eindæmi í þes-
sum efnum.
Sá, sem vill hafa flugið sem
næst miðbænum í Reykjavík,
mundi merkja þannig:
1 A
2 B
4 C
3 D
5 E
Seðill hans hefði gefið A 4, B
3, C 1, D 2 og E 0; A fær nefirii-
lega 4 fýrir að vera ffamar ljórum
kostum, B 3 íyrir að vera framar
þremur kostum, C 1 fyrir að vera
framar einum kosti og D 2 iyrir
að vera framar tveimur kostum.
Sá, sem vill allt flugið á
Miðnesheiði, en gerir ekki upp á
milli hinna kostanna, mundi
merkja
A
B
C
D
1 E
Seðill hans hefði gefið E 4, A
1,5, B 1,5, C 1,5 ogD 1,5. Það
gerist þannig, að A, B, C og D
skipta með sér þeim stigum, sem
falla þeim kostum í hlut, sem eru
í 2., 3. og 4. sæti.
Sá, sem helst vill flug áfram í
Vatnsmýri og með sem minnstum
kostnaði, en þar næst flytja allt
flugið á Miðnesheiði, mundi
merkja
1 A
B
C
D
2 E
Seðill hans hefði gefið A 4, E
3, B 1, C 1 ogD 1.
Sá, sem vill fá allt flugvallar-
svæðið til annarra nota, en hafa
flug sem næst Reykjavlk, inundi
merkja
A
B
2 C
1 D
3 E
Seðillinn hefði gefið D 4, C, 3,
E 2 og A og B 0,5 hvorurn
kostinum fyrir sig.
Kjósandi nokkur hefði átt
auðvelt með að rökstyðja eftir-
farandi röð:
A
1 B
C
D
2 E
og það hefði gefið B 4, E 3, en
A, C og D 1 hverjum kosti fyrir
sig.
Ljóst er af framangreindum
dæmum, að raðval hilýtur að gefa
sannari mynd af hug fólks en
fékkst með þeirri aðferð, sem
viðhöfð var 17. mars.
Menn vísa til þess, þegar rætt
er um gildi almennrar atkvæða-
greiðslu (þjóðaratkvæða-
greiðslu), að slíkt tíðkist mjög i
Sviss. Þar er það hefð og
niðurstaða bindandi. Hefðin
leysir ekki Svisslendinga undan
þeim vanda, sem felst í því að
leggja fram mál, sem eru í eðli
sínu margslungin.
Raðval getur off leyst þann
vanda.