Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 94

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 94
Vísur færu að gera kröfur til foreldranna. Þessi ræða kom til af því að fyrir lá tillaga um að auka þátt umhverfismála í skólakerfinu og Helga Sigurjóns- dóttir fann því margt til foráttu nema til kæmu fleiri tímar. Ég sagði m.a. að mér sýndist þróun mála vera á þá lund að foreldrum fyndist sem þeirra hlutverki í uppeldi barna sinna væri lokið þegar þeir væru búnir að búa þau til. Ég lagði til að skólarnir gerðu þá kröfu til foreldranna að þeir létu okkur hafa stillt og þæg börn. Eftir þessa ræðu sendi Sigurður Geirdal bæjarstjóri mér þessa vísu: Mennta krakkana víst ég vil vel hjá kennslu - fólunum. En mitt er bara að búa til börnin handa skólunum. Á bæjarstjórnarfundi í september 1995 var verið að ræða um að setja fjórar nýjar hraðahindranir á Álfhólsveg. Ég lagði til að þessari tillögu yrði vísað aftur í bæjarráð. Miklar umræður urðu um málið og nokkuð harðar á köflum; þar sagði ég meðal annars að sumar þessar hindranir væru svo vitlaust hannaðar að ef maður gæfi duglega í þá yrði maður ekki var við þær. Sigurður Geirdal kastaði þá fram þessari vísu: Við hraðahindrana böl ég bý og bölva þeim jafnt í dag og gær, en Guðmundur Oddsson gefur í og glaðbeittur svífur yfir þær. Á bæjarstjórnarfundi 16. júlí 1996 var verið að ræða um litla Qölgun hér í Kópavogi. Ég benti m.a. á að i Vesturbænum hefði íbúum fækkað úr 4500 i tæplega 4000 á fáum árum. Ég orðaði það svo að bærinn væri að geldast og eldast. Þá kallaði ein- hver fram í og sagði að víst væri ungt fólk í Vestur- bæ Kópavogs, sem ég sagði svo sem rétt vera, en greinilega kæmi lítið undan því, þó það reyndi og reyndi. Eftir ræðuna sendi Sigurður Geirdal mér eftirfarandi: Þótt æskufólk erfiði víða ætlar því seint að linna að endalaust allir bíða uppskeru kvöldverka sinna. byggingu í Leirdal á bæjarstjórnarfundi 19. ágúst 1997, höfundur er Sigurður Geirdal. Talsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur lögðust eindregið gegn byggingu kirkju vegna þess að þá minnkaði land undir kirkjugarð. Þorbjörg Daníelsdóttir, sem sat þennan fund fyrir hönd Kvennalista, taldi mig henda skit í kirkjunnar mál. Hún hafði raunar engin rök fyrir þessari staðhæfingu og skoraði ég á hana að taka orð sín aftur, en hún fór ekki aftur i pontu. Undir umræðunum varð þessi vísa til: Að hafa enga kirkju er krafa kappið snýst um annan heim. Þeir vilja bara grafa og grafa guð mér forði undan þeim. Önnur frá Sigurði Geirdal, en tilefnið var um- ræða í bæjarráði um veiðileyfagjald og það borið saman við bolatoll hjá bændum: Mestallt borga meðlagið meðan hinir veiða. Því best þeir kunna býst ég við bolatoll að greiða. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 1998, sem fram fór 19. des. 1997, sagði ég m.a. „að meirihlutinn dragi skuldahalann og dritaði slöttum í einstakar framkvæmdir, án þess að ljúka þeim ... Þá kvað Sigurður Geirdal: Drita slöttum dánumenn draga skuldahala sinn. Þetta ráðslag þekkist enn það er ljóti andskotinn. Mánudaginn 12. janúar 1998 birtust í DV vanga- veltur um framboð okkar hér í Kópavogi. Össur, þáv. ritstjóri, hefur örugglega verið sá sem velti þessu framboði fýrir sér, en þar minnist hann á mig sem fyrrum kyntröll Alþýðuflokksins, eins og frægt var, og kom eftir gleðskap hjá framákonum í flokknum fyrir nokkrum árum. í DV var því haldið fram að ég mundi að sjálfsögðu verða númer sex á listanum. í tilefni þessa sendi Sigurður Geir- dal mér þessa vísu á bæjarstjórnarfundi 13. janúar 1998: Þessi vísa varð til þegar umræða varð um kirkju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.